Hagkerfið berskjaldað fyrir áföllum í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. október 2016 18:30 Nýir útreikningar Seðlabanka Íslands sýna að Íslendingar myndu lenda í miklum efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér inn í allt hagkerfið ef fækkun yrði í fjöldi ferðamanna hér á landi og fjöldinn yrði aftur svipaður og hann var á árinu 2012. Í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika, riti Seðlabanka Íslands, sem kom út í dag eru birtar niðurstöður álagsprófa þar sem fjallað er um hvaða áhrif samdráttur í ferðaþjónustu hefði á hagkerfið í heild. Niðurstöðurnar eru býsna sláandi. Hverjar yrðu afleiðingar þess að fjöldi ferðamanna myndi dragast saman um 40 prósent og fjöldinn yrði svipaður og 2012?Samdráttur í útflutningi yrði um 10% í heild fyrsta árið.Fjárfesting myndi dragast saman vegna minni umsvifa í hagkerfinu.Atvinnuleysi myndi aukast og yrði 6,5% fyrsta árið og 7,9% annað árið. Einnig myndi hægjast á vexti kaupmáttar ráðstöfunartekna.Verg landsframleiðsla myndi dragast saman um 3,9% fyrsta árið og um 1,3% á öðru ári.Útlánatap bankanna myndi aukast í áfallinu í kjölfar samdráttar í hagkerfinu. Svo aðeins nokkur atriði úr niðurstöðunum séu nefnd. „Ljóst er að vöxtur ferðaþjónustunnar er stór liður í þeirri hagsæld sem við höfum fundið fyrir undanfarin ár. Sú sviðsmynd sem við teiknum upp um að ferðamenn verði jafnmargir og þeir voru 2012 sýnir að við myndum lenda í efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér í allt hagkerfið og bankakerfið. Áhrifin voru nokkuð meiri en við áttum von á. Þetta undirstrikar hvað við erum orðin háð ferðaþjónustunni,“ segir Harpa Jónsdóttir settur framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Nýir útreikningar Seðlabanka Íslands sýna að Íslendingar myndu lenda í miklum efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér inn í allt hagkerfið ef fækkun yrði í fjöldi ferðamanna hér á landi og fjöldinn yrði aftur svipaður og hann var á árinu 2012. Í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika, riti Seðlabanka Íslands, sem kom út í dag eru birtar niðurstöður álagsprófa þar sem fjallað er um hvaða áhrif samdráttur í ferðaþjónustu hefði á hagkerfið í heild. Niðurstöðurnar eru býsna sláandi. Hverjar yrðu afleiðingar þess að fjöldi ferðamanna myndi dragast saman um 40 prósent og fjöldinn yrði svipaður og 2012?Samdráttur í útflutningi yrði um 10% í heild fyrsta árið.Fjárfesting myndi dragast saman vegna minni umsvifa í hagkerfinu.Atvinnuleysi myndi aukast og yrði 6,5% fyrsta árið og 7,9% annað árið. Einnig myndi hægjast á vexti kaupmáttar ráðstöfunartekna.Verg landsframleiðsla myndi dragast saman um 3,9% fyrsta árið og um 1,3% á öðru ári.Útlánatap bankanna myndi aukast í áfallinu í kjölfar samdráttar í hagkerfinu. Svo aðeins nokkur atriði úr niðurstöðunum séu nefnd. „Ljóst er að vöxtur ferðaþjónustunnar er stór liður í þeirri hagsæld sem við höfum fundið fyrir undanfarin ár. Sú sviðsmynd sem við teiknum upp um að ferðamenn verði jafnmargir og þeir voru 2012 sýnir að við myndum lenda í efnahagssamdrætti sem myndi smita út frá sér í allt hagkerfið og bankakerfið. Áhrifin voru nokkuð meiri en við áttum von á. Þetta undirstrikar hvað við erum orðin háð ferðaþjónustunni,“ segir Harpa Jónsdóttir settur framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira