Afleikur Framsóknar Einar Brynjólfsson og Smári McCarthy skrifar 22. september 2016 14:02 Bændur á Íslandi ættu að vera æfir. Með því að þröngva búvörusamningnum í gegnum Alþingi tók Framsóknarflokkurinn landbúnaðarmál alfarið af dagskrá fyrir komandi kosningar. Samtal stjórnmálamanna við bændur mun verða innihaldslaust, því stjórnmálamenn geta lítið gert nema að lofa upp í ermina á sér. Búvörusamningurinn festir í sessi léleg starfsskilyrði bænda út næsta áratuginn. Samningurinn kemur í veg fyrir eðlilega endurnýjun og nýliðun, þrátt fyrir fögur orð um það í markmiðslýsingu og skammtar bændum arfaslakar tekjur, sem munu lítið breytast til hins betra á samningstímanum. Tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að tryggja gott gegnumflæði peninga til þeirra einokunarstofnana sem Bændasamtökin hygla mest.Smári McCarthy, 1. sæti Pírata í Suðurkjördæmi.Meðan bændum ─ sér í lagi sauðfjárbændum ─ er haldið í fátæktargildru, má búast við að ákveðnir aðilar maki krókinn með þessum samningi. Stóra spurning Pírata er nú: hvernig getum komið landbúnaðarmálum aftur á dagskrá? Það er nefnilega mikil þörf á því að opna á heildstæða umræðu um framtíð landbúnaðar á Íslandi. Áherslan á að vera að ýta undir nýsköpun, vöruþróun og erlenda markaðssetningu íslenskra landbúnaðarafurða á öflugum samkeppnismarkaði, til að auka verðmætasköpun og sjálfbærni í greininni. Forseti Íslands hefur í hendi sér að neita að undirrita samninginn. Með því færi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu, og ef honum yrði hafnað væri hægt að gera eðlilegari samning sem raunverulega þjónar hagsmunum bænda ─ og almennings. Einnig mætti lagfæra samkeppnislög, með því að afnema undanþágur fyrir MS og aðra aðila. Samningurinn yrði engu að síður gallaður, en það myndi hugsanlega ýta undir eðlilegari starfsskilyrði. Á sínum hundrað árum hefur Framsóknarflokkurinn alltaf verið kallaður flokkur bænda. Hagsmunir bænda eru ekki hafðir að leiðarljósi í nýjum búvörusamningum. Þetta vekur upp eðlilegar spurningar um hverskonar flokkur Framsóknarflokkurinn er í dag? Kannski flokkur sérhagsmunatengsla og blekkinga. Almennt reynum við Píratar að vera sæmilega jákvæðir og uppbyggilegir í gagnrýni okkar, en stundum þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Bændur á Íslandi ættu að vera æfir. Með því að þröngva búvörusamningnum í gegnum Alþingi tók Framsóknarflokkurinn landbúnaðarmál alfarið af dagskrá fyrir komandi kosningar. Samtal stjórnmálamanna við bændur mun verða innihaldslaust, því stjórnmálamenn geta lítið gert nema að lofa upp í ermina á sér. Búvörusamningurinn festir í sessi léleg starfsskilyrði bænda út næsta áratuginn. Samningurinn kemur í veg fyrir eðlilega endurnýjun og nýliðun, þrátt fyrir fögur orð um það í markmiðslýsingu og skammtar bændum arfaslakar tekjur, sem munu lítið breytast til hins betra á samningstímanum. Tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að tryggja gott gegnumflæði peninga til þeirra einokunarstofnana sem Bændasamtökin hygla mest.Smári McCarthy, 1. sæti Pírata í Suðurkjördæmi.Meðan bændum ─ sér í lagi sauðfjárbændum ─ er haldið í fátæktargildru, má búast við að ákveðnir aðilar maki krókinn með þessum samningi. Stóra spurning Pírata er nú: hvernig getum komið landbúnaðarmálum aftur á dagskrá? Það er nefnilega mikil þörf á því að opna á heildstæða umræðu um framtíð landbúnaðar á Íslandi. Áherslan á að vera að ýta undir nýsköpun, vöruþróun og erlenda markaðssetningu íslenskra landbúnaðarafurða á öflugum samkeppnismarkaði, til að auka verðmætasköpun og sjálfbærni í greininni. Forseti Íslands hefur í hendi sér að neita að undirrita samninginn. Með því færi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu, og ef honum yrði hafnað væri hægt að gera eðlilegari samning sem raunverulega þjónar hagsmunum bænda ─ og almennings. Einnig mætti lagfæra samkeppnislög, með því að afnema undanþágur fyrir MS og aðra aðila. Samningurinn yrði engu að síður gallaður, en það myndi hugsanlega ýta undir eðlilegari starfsskilyrði. Á sínum hundrað árum hefur Framsóknarflokkurinn alltaf verið kallaður flokkur bænda. Hagsmunir bænda eru ekki hafðir að leiðarljósi í nýjum búvörusamningum. Þetta vekur upp eðlilegar spurningar um hverskonar flokkur Framsóknarflokkurinn er í dag? Kannski flokkur sérhagsmunatengsla og blekkinga. Almennt reynum við Píratar að vera sæmilega jákvæðir og uppbyggilegir í gagnrýni okkar, en stundum þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar