Bónusgreiðslur hjá KSÍ: Geir fékk á aðra milljón króna eftir EM-ævintýrið Heiðar Lind Hansson skrifar 26. september 2016 07:00 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk eins mánaðarlaun í bónus eins og aðrir starfsmenn KSÍ. Vísir/AFP Stjórn KSÍ hefur samþykkt að greiða starfsfólki sambandsins launauppbót sökum álags í tengslum við þátttöku A-landsliðs karla á EM í Frakklandi í sumar. Uppbótin samsvarar mánaðarlaunum hvers starfsmanns. Í samtali við Fréttablaðið sagði Gylfi Þór Orrason gjaldkeri og formaður fjárhagsnefndar KSÍ að tillaga um launauppbótina hefði verið samþykkt í júlí, en Geir Þorsteinsson formaður bar upp tillöguna. Ekki var gert ráð fyrir greiðslu til hans í henni. Á stjórnarfundi í ágúst bar Gylfi fram tillögu fjárhagsnefndar þess efnis að Geir fengi greiðslu líkt og aðrir starfsmenn. Geir vék af fundi þegar tillagan var afgreidd. „Það var rosalega mikið álag á starfsfólkinu okkar í sumar,“ segir Gylfi um ákvörðunina.Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.vísir/Anton Brink„Starfsfólk KSÍ hefur unnið langt umfram það sem umsamið er og þá var komið til móts við það eins og í öðrum fyrirtækjum,“ segir Geir Þorsteinsson. Hann segir greiðslurnar innan eðlilegra marka. Ekki fékkst gefið upp hversu háar greiðslurnar námu að krónutölu. Samkvæmt ársreikningi KSÍ 2015 námu laun og launatengd gjöld 136,1 milljón krónur og því má ætla að uppbótin nemi nokkrum milljónum króna. Samkvæmt tekjublaði DV námu laun Geirs 1.390 þúsund krónur á mánuði í fyrra. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta í hæsta máti óeðlilegt," segir Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH um málið. Hann segir að KSÍ þurfi að upplýsa betur um hvaða heimildir séu fyrir greiðslunum og hvernig þær komu til. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að greiða starfsfólki sambandsins launauppbót sökum álags í tengslum við þátttöku A-landsliðs karla á EM í Frakklandi í sumar. Uppbótin samsvarar mánaðarlaunum hvers starfsmanns. Í samtali við Fréttablaðið sagði Gylfi Þór Orrason gjaldkeri og formaður fjárhagsnefndar KSÍ að tillaga um launauppbótina hefði verið samþykkt í júlí, en Geir Þorsteinsson formaður bar upp tillöguna. Ekki var gert ráð fyrir greiðslu til hans í henni. Á stjórnarfundi í ágúst bar Gylfi fram tillögu fjárhagsnefndar þess efnis að Geir fengi greiðslu líkt og aðrir starfsmenn. Geir vék af fundi þegar tillagan var afgreidd. „Það var rosalega mikið álag á starfsfólkinu okkar í sumar,“ segir Gylfi um ákvörðunina.Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.vísir/Anton Brink„Starfsfólk KSÍ hefur unnið langt umfram það sem umsamið er og þá var komið til móts við það eins og í öðrum fyrirtækjum,“ segir Geir Þorsteinsson. Hann segir greiðslurnar innan eðlilegra marka. Ekki fékkst gefið upp hversu háar greiðslurnar námu að krónutölu. Samkvæmt ársreikningi KSÍ 2015 námu laun og launatengd gjöld 136,1 milljón krónur og því má ætla að uppbótin nemi nokkrum milljónum króna. Samkvæmt tekjublaði DV námu laun Geirs 1.390 þúsund krónur á mánuði í fyrra. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta í hæsta máti óeðlilegt," segir Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH um málið. Hann segir að KSÍ þurfi að upplýsa betur um hvaða heimildir séu fyrir greiðslunum og hvernig þær komu til. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira