Hið smáa Logi Einarsson skrifar 29. september 2016 07:00 Hugsum okkur grafískan hönnuð á Kópaskeri, forritara á Húsavík og þýðanda á Breiðdalsvík. Fólk sem hefur fjárfest í góðri menntun, fylgt hjartanu við starfsval, er líklegt til að vinna í litlu fyrirtæki og getur, ef vel er haldið á spöðunum, starfað að hugðarefnum sínum hvar sem er á landinu. Örvun smáfyrirtækja hefur ótvíræða kosti; uppbyggingin er ódýr, áhættulítil, þarfnast lítillar yfirbyggingar og gerist hægt eða hratt, eftir smekk, vilja eða nauðsyn. Fólk getur starfað við það sem hugurinn girnist, fyllt líf sitt af meiri hamingju sem er gott fyrir fjölskyldulífið og smitar út í samfélagið. Með því að greiða fyrir atvinnuuppbyggingu sem krefst ekki sérstakrar staðsetningar, með almennum aðgerðum sem gagnast alls staðar, ekki síst smáum fyrirtækjum, erum við líkleg til að styrkja byggðir landsins; reisa þeim öflugar stoðir og glæða lífi. Það er því skynsamlegt að búa slíkum fyrirtækjum hagstæðan rekstrargrundvöll. Til þess þarf að tryggja næga raforku um allt land og háhraða nettengingu. Þá þurfa hefðbundnar samgöngur að vera greiðar og öruggar. Loks er mikilvægt að lækka tryggingagjald, enda er það skattur sem er reiknaður út frá launakostnaði og bitnar því harðast á starfsemi sem byggist einkum á hugviti. Það er brýnt að hlúa vel að hinu fíngerða í gangverki atvinnulífsins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Logi Einarsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Hugsum okkur grafískan hönnuð á Kópaskeri, forritara á Húsavík og þýðanda á Breiðdalsvík. Fólk sem hefur fjárfest í góðri menntun, fylgt hjartanu við starfsval, er líklegt til að vinna í litlu fyrirtæki og getur, ef vel er haldið á spöðunum, starfað að hugðarefnum sínum hvar sem er á landinu. Örvun smáfyrirtækja hefur ótvíræða kosti; uppbyggingin er ódýr, áhættulítil, þarfnast lítillar yfirbyggingar og gerist hægt eða hratt, eftir smekk, vilja eða nauðsyn. Fólk getur starfað við það sem hugurinn girnist, fyllt líf sitt af meiri hamingju sem er gott fyrir fjölskyldulífið og smitar út í samfélagið. Með því að greiða fyrir atvinnuuppbyggingu sem krefst ekki sérstakrar staðsetningar, með almennum aðgerðum sem gagnast alls staðar, ekki síst smáum fyrirtækjum, erum við líkleg til að styrkja byggðir landsins; reisa þeim öflugar stoðir og glæða lífi. Það er því skynsamlegt að búa slíkum fyrirtækjum hagstæðan rekstrargrundvöll. Til þess þarf að tryggja næga raforku um allt land og háhraða nettengingu. Þá þurfa hefðbundnar samgöngur að vera greiðar og öruggar. Loks er mikilvægt að lækka tryggingagjald, enda er það skattur sem er reiknaður út frá launakostnaði og bitnar því harðast á starfsemi sem byggist einkum á hugviti. Það er brýnt að hlúa vel að hinu fíngerða í gangverki atvinnulífsins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.