Langur innkaupalisti Kína í Evrópu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 29. september 2016 07:00 Kínverskur fjárfestir skoðar stöðu hlutabréfa. vísir/epa Kínversk stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að fjárfesta í 110 stórfyrirtækjum í Evrópu í ár. Í fyrra fjárfestu Kínverjar fyrir 17,6 milljarða dollara í erlendum tæknifyrirtækjum. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs fjárfestu þeir í erlendum fyrirtækjum fyrir enn hærri upphæð. Kínversk stjórnvöld hvetja kínversk fyrirtæki til að kaupa og fjárfesta í erlendum fyrirtækjum til að tryggja sér tæknikunnáttu, einkaleyfi og markaðshlut. Þótt evrópsk fyrirtæki séu ekki mótfallin viðskiptunum benda þau á að mismununar gæti, að því er greint er frá á viðskiptavefnum Dagens næringsliv. Það sé eðlilegt að kínverskur fjárfestir geti keypt flugvöll í Evrópu. Óhugsandi sé hins vegar að evrópskt fyrirtæki geti gert slíkt hið sama í Kína.Jafnframt er vitnað í ummæli fulltrúa þýska iðnfyrirtækisins BASF í Kína, Jörg Wuttke, um að svo virðist sem innkaupalisti Kínverja sé langur. Það auki á áhyggjur manna um að „rauða Kína kaupi Evrópu“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kínversk stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að fjárfesta í 110 stórfyrirtækjum í Evrópu í ár. Í fyrra fjárfestu Kínverjar fyrir 17,6 milljarða dollara í erlendum tæknifyrirtækjum. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs fjárfestu þeir í erlendum fyrirtækjum fyrir enn hærri upphæð. Kínversk stjórnvöld hvetja kínversk fyrirtæki til að kaupa og fjárfesta í erlendum fyrirtækjum til að tryggja sér tæknikunnáttu, einkaleyfi og markaðshlut. Þótt evrópsk fyrirtæki séu ekki mótfallin viðskiptunum benda þau á að mismununar gæti, að því er greint er frá á viðskiptavefnum Dagens næringsliv. Það sé eðlilegt að kínverskur fjárfestir geti keypt flugvöll í Evrópu. Óhugsandi sé hins vegar að evrópskt fyrirtæki geti gert slíkt hið sama í Kína.Jafnframt er vitnað í ummæli fulltrúa þýska iðnfyrirtækisins BASF í Kína, Jörg Wuttke, um að svo virðist sem innkaupalisti Kínverja sé langur. Það auki á áhyggjur manna um að „rauða Kína kaupi Evrópu“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira