Viðskipti erlent

Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxem­borg eftir fimm­tán ára mála­ferli

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kaupthing Vísis

Þrír fyrrverandi stjórnendur Kaupþings í Lúxemborg samþykktu á dögunum að ljúka máli sem höfðað var gegn þeim þar í landi með því að fallast á að greiða 75 þúsund evrur í sekt, eða sem nemur rúmlega tíu og hálfri milljón íslenskra króna.

Fjallað er um málið í þarlendum miðlum en með því lýkur fimmtán ára málaferlum sem höfðuð voru af fjármálaeftirliti Lúxembúrgar í kjölfar þess að bankinn féll fyrir sautján árum síðan.

Þremenningarnir hafa ekki verið nafngreindir af dómstólnum en upphaflega voru fimm sakaðir um að hafa brotið af sér í aðdraganda bankahrunsins og voru þeir grunaðir um skjalafals, ólöglega meðferð fjármuna bankans og peningaþvætti.

Fjórir voru svo formlega ákærðir og málinu lýkur nú með því að þrír þeirra viðurkenna sekt í málinu og fallast á sektargreiðslu, að því er segir í umfjöllun heimamiðilsins RTL.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×