Fleiri femínista á þing Guðrún Alda Harðardóttir skrifar 13. september 2016 07:00 Úrslit í nokkrum prófkjörum undanfarinna daga sýna svo ekki verður um villst, að konur og sjónarmið kvenna, femínisk sjónarmið, eiga enn og aftur undir högg að sækja á pólitískum vettvangi. Sérstaklega er þetta áberandi í prófkjörum Sjálfstæðisflokks í Suður- og Suðvesturkjördæmum. Samt er óumdeilt að nauðsynlegt sé í nútímasamfélagi að raddir og sjónarmið kvenna jafnt sem karla heyrist sem víðast. Við þurfum því með einhverjum hætti að tryggja að hlutfall kvenna á Alþingi haldi áfram að hækka en lækki ekki. Ein leið til þess er að styðja þá flokka sem sýna í verki að þeir treysta konum jafnt sem körlum til forystustarfa og leggja áherslu á jafnan rétt kynjanna til að móta það samfélag sem við viljum búa í. Líklegra er að konur haldi femíniskum sjónarmiðum á lofti en karlar. Björt framtíð er flokkur sem treystir konum jafnt sem körlum í raun og telur mikilvægt að feminísk sjónarmið rúmist ekki aðeins í stjórnmálum heldur séu nauðsynlegur hluti þeirra. Í sex efstu sætum Bjartrar framtíðar á framboðslistum til Alþingiskosninga er hlutfall kvenna 55,6%. Til að konur og sjónarmið kvenna fái hljómgrunn á þingi og hafi þar áhrif, verða þær að fá stuðning til að komast á þing. Það er möguleiki með að kjósa Bjarta framtíð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Úrslit í nokkrum prófkjörum undanfarinna daga sýna svo ekki verður um villst, að konur og sjónarmið kvenna, femínisk sjónarmið, eiga enn og aftur undir högg að sækja á pólitískum vettvangi. Sérstaklega er þetta áberandi í prófkjörum Sjálfstæðisflokks í Suður- og Suðvesturkjördæmum. Samt er óumdeilt að nauðsynlegt sé í nútímasamfélagi að raddir og sjónarmið kvenna jafnt sem karla heyrist sem víðast. Við þurfum því með einhverjum hætti að tryggja að hlutfall kvenna á Alþingi haldi áfram að hækka en lækki ekki. Ein leið til þess er að styðja þá flokka sem sýna í verki að þeir treysta konum jafnt sem körlum til forystustarfa og leggja áherslu á jafnan rétt kynjanna til að móta það samfélag sem við viljum búa í. Líklegra er að konur haldi femíniskum sjónarmiðum á lofti en karlar. Björt framtíð er flokkur sem treystir konum jafnt sem körlum í raun og telur mikilvægt að feminísk sjónarmið rúmist ekki aðeins í stjórnmálum heldur séu nauðsynlegur hluti þeirra. Í sex efstu sætum Bjartrar framtíðar á framboðslistum til Alþingiskosninga er hlutfall kvenna 55,6%. Til að konur og sjónarmið kvenna fái hljómgrunn á þingi og hafi þar áhrif, verða þær að fá stuðning til að komast á þing. Það er möguleiki með að kjósa Bjarta framtíð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar