Markmiðin eru skýr Katrín Jakobsdóttir skrifar 13. september 2016 07:00 Þegar nær dregur kosningum er freistandi fyrir stjórnmálahreyfingar að leggja fram einfaldar lausnir á sem flestum málum. Gallinn er sá að fæst mál eru leyst með einföldum hætti og meiru skiptir að leggja fram lausnir sem lifa af pólitískar sveiflur. Eitt þeirra mála sem erfitt hefur reynst að ná samfélagssátt um er fiskveiðistjórnunarkerfið. Þar hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð lagt fram skýr markmið um að arðurinn af hinni sameiginlegu auðlind renni til fólksins í landinu þannig að hægt sé að byggja upp í heilbrigðisþjónustu og menntakerfi fyrir okkur öll. Ennfremur að sjávarútvegurinn sé rekinn með sjálfbærum hætti þannig að ekki sé gengið um of á auðlindina. Ennfremur að tryggja stöðugleika í hinum dreifðu byggðum. Ástæða þess að á síðasta kjörtímabili voru veiðigjöld hækkuð var sú stefna vinstristjórnarinnar að arður af sameiginlegum auðlindum, hvort sem það er fiskur í sjó eða eitthvað annað, eigi að renna til samfélagsins og nýtast þannig okkur öllum. Það var forgangsverkefni núverandi ríkisstjórnar að lækka veiðigjöldin og í takt við það höfum við séð arðgreiðslur aukast til eigenda stórútgerðarinnar. Markmiðin eru stóra málið og við Vinstri-græn erum ávallt reiðubúin til að skoða leiðir að þeim markmiðum. Ein þeirra gæti verið uppboð aflaheimilda en nýlega var slíkt tilraunauppboð haldið í Færeyjum þar sem stefnt er að sömu markmiðum. Á góðum fundi nú um helgina voru kostir og gallar slíkrar leiðar reifaðir. Einhvers konar uppboð hefur lengi verið hluti af stefnu Vinstri-grænna en í stefnunni er lagt til að kalla inn hluta af heimildunum og úthluta þeim aftur með skilgreindum hætti. Opinberan uppboðsmarkað með aflaheimildir mætti þróa í áföngum og tryggja að þar yrðu ákveðin skilyrði uppfyllt, til dæmis hvað varðar sjálfbæra nýtingu, byggðafestu og auðlindaarðinn. Í þessu máli skipta markmiðin meira máli en leiðirnar og erfitt er að trúa öðru en að flestir séu sammála um þau meginmarkmið sem hér hafa verið rakin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar nær dregur kosningum er freistandi fyrir stjórnmálahreyfingar að leggja fram einfaldar lausnir á sem flestum málum. Gallinn er sá að fæst mál eru leyst með einföldum hætti og meiru skiptir að leggja fram lausnir sem lifa af pólitískar sveiflur. Eitt þeirra mála sem erfitt hefur reynst að ná samfélagssátt um er fiskveiðistjórnunarkerfið. Þar hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð lagt fram skýr markmið um að arðurinn af hinni sameiginlegu auðlind renni til fólksins í landinu þannig að hægt sé að byggja upp í heilbrigðisþjónustu og menntakerfi fyrir okkur öll. Ennfremur að sjávarútvegurinn sé rekinn með sjálfbærum hætti þannig að ekki sé gengið um of á auðlindina. Ennfremur að tryggja stöðugleika í hinum dreifðu byggðum. Ástæða þess að á síðasta kjörtímabili voru veiðigjöld hækkuð var sú stefna vinstristjórnarinnar að arður af sameiginlegum auðlindum, hvort sem það er fiskur í sjó eða eitthvað annað, eigi að renna til samfélagsins og nýtast þannig okkur öllum. Það var forgangsverkefni núverandi ríkisstjórnar að lækka veiðigjöldin og í takt við það höfum við séð arðgreiðslur aukast til eigenda stórútgerðarinnar. Markmiðin eru stóra málið og við Vinstri-græn erum ávallt reiðubúin til að skoða leiðir að þeim markmiðum. Ein þeirra gæti verið uppboð aflaheimilda en nýlega var slíkt tilraunauppboð haldið í Færeyjum þar sem stefnt er að sömu markmiðum. Á góðum fundi nú um helgina voru kostir og gallar slíkrar leiðar reifaðir. Einhvers konar uppboð hefur lengi verið hluti af stefnu Vinstri-grænna en í stefnunni er lagt til að kalla inn hluta af heimildunum og úthluta þeim aftur með skilgreindum hætti. Opinberan uppboðsmarkað með aflaheimildir mætti þróa í áföngum og tryggja að þar yrðu ákveðin skilyrði uppfyllt, til dæmis hvað varðar sjálfbæra nýtingu, byggðafestu og auðlindaarðinn. Í þessu máli skipta markmiðin meira máli en leiðirnar og erfitt er að trúa öðru en að flestir séu sammála um þau meginmarkmið sem hér hafa verið rakin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar