Fátækt Helga Þórðardóttir skrifar 14. september 2016 07:00 Mætir menn, m.a. hagfræðingar, halda því fram og með rökum að við Íslendingar séum álíka rík og Norðmenn. Sem sagt við erum rík en þrátt fyrir það er til fólk á Íslandi sem er fátækt. Staðreynd sem gengur bara upp vegna þess að þeir efnameiri horfa í hina áttina og viðurkenna ekki vandann. Í því liggur skömm okkar. Það er einfaldlega ekki hægt að standa í einhverjum rökræðum um málið. Við verðum einfaldlega að leiðrétta þetta mannréttindabrot strax. Búa við sára fátækt Það eru börn sem búa við fátækt á Íslandi þar sem heimili þeirra ná ekki endum saman. Þessi börn búa við mjög skert kjör. Þau horfa upp á félaga sína vel klædda og ætíð metta, einnig hafa þau ekki möguleika á frístunda- eða íþróttaiðkun. Það eru til öryrkjar og aldraðir sem búa við sára fátækt og eru búnir með launin sín um miðjan mánuðinn. Alltof stór hópur treystir á matargjafir hjálparstofnana og góðhjartaðra ættingja. Fjöldi fólks getur ekki leyst út öll lyfin sín og dregur við sig að sækja læknisþjónustu. Það er búið að segja þetta margoft en lítið gerist, einhver óskiljanleg tregða eins og menn haldi að vandamálið hverfi af sjálfu sér eins og þynnka. Afnám tekjutenginga Við sem þjóð verðum að taka okkur taki. Dögun hefur haft það í kjarnastefnu sinni frá upphafi að útrýma fátækt. Við í Dögun ætlum að útrýma fátækt á Íslandi og við erum ekki til umræðu um neitt annað. Við munum lögfesta framfærsluviðmið. Þessi viðmið verða algild og allir aðilar í þjóðfélaginu verða að fara eftir þeim. Þessi viðmið verða það há að þau duga fyrir mannsæmandi framfærslu. Við ætlum að hækka skattleysismörk og afnema tekjutengingar. Þetta mun gilda um alla sem búa við fátækt af hvaða sökum sem er og þar með talda öryrkja og aldraða. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Mætir menn, m.a. hagfræðingar, halda því fram og með rökum að við Íslendingar séum álíka rík og Norðmenn. Sem sagt við erum rík en þrátt fyrir það er til fólk á Íslandi sem er fátækt. Staðreynd sem gengur bara upp vegna þess að þeir efnameiri horfa í hina áttina og viðurkenna ekki vandann. Í því liggur skömm okkar. Það er einfaldlega ekki hægt að standa í einhverjum rökræðum um málið. Við verðum einfaldlega að leiðrétta þetta mannréttindabrot strax. Búa við sára fátækt Það eru börn sem búa við fátækt á Íslandi þar sem heimili þeirra ná ekki endum saman. Þessi börn búa við mjög skert kjör. Þau horfa upp á félaga sína vel klædda og ætíð metta, einnig hafa þau ekki möguleika á frístunda- eða íþróttaiðkun. Það eru til öryrkjar og aldraðir sem búa við sára fátækt og eru búnir með launin sín um miðjan mánuðinn. Alltof stór hópur treystir á matargjafir hjálparstofnana og góðhjartaðra ættingja. Fjöldi fólks getur ekki leyst út öll lyfin sín og dregur við sig að sækja læknisþjónustu. Það er búið að segja þetta margoft en lítið gerist, einhver óskiljanleg tregða eins og menn haldi að vandamálið hverfi af sjálfu sér eins og þynnka. Afnám tekjutenginga Við sem þjóð verðum að taka okkur taki. Dögun hefur haft það í kjarnastefnu sinni frá upphafi að útrýma fátækt. Við í Dögun ætlum að útrýma fátækt á Íslandi og við erum ekki til umræðu um neitt annað. Við munum lögfesta framfærsluviðmið. Þessi viðmið verða algild og allir aðilar í þjóðfélaginu verða að fara eftir þeim. Þessi viðmið verða það há að þau duga fyrir mannsæmandi framfærslu. Við ætlum að hækka skattleysismörk og afnema tekjutengingar. Þetta mun gilda um alla sem búa við fátækt af hvaða sökum sem er og þar með talda öryrkja og aldraða. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar