Tæplega 60 prósenta aukning í sætaframboði í vetur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2016 16:03 Reikna má með aukinni umferð í Leifsstöð í vetur miðað við aukið sætaframboð. vísir/GVA Aldrei hafa jafnmörg flugfélög flogið á jafnmarga áfangastaði í vetraráætlun á Keflavíkurflugvelli og verður á komandi vetri. Flugfélög í vetraráætlun verða 14 talsins, þau fljúga til 57 áfangastaða og sætaframboð eykst um 58 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Veturinn 2015/2016 voru tæpar tvær milljónir sæta í boði en komandi vetur verður framboðið yfir þrjár milljónir. Þegar þetta er skoðað í samanburði við síðustu ár kemur í ljós að sætaframboð fyrir komandi vetur er meira heldur en öll sumaráætlunin árið 2013 og meira en framboðið var allt árið 2011. Frestur flugfélaga til að staðfesta afgreiðslutíma sína í vetraráætlun, lok október til loka mars, á Keflavíkurflugvelli rann út í byrjun september og á því byggja þessar tölur. Í tilkynningunni frá Isavia segir að fyrirtækið hafi lagt sitt að mörkum til markaðssetja Ísland yfir vetrarmánuðina, líkt og Ferðaþjónustan á Íslandi í heild sinni. Isavia hafi verið öflugt í markaðssetningu gagnvart flugfélögum með hvatakerfi sem veiti flugfélögum sem fljúgi til Íslands allt árið mikinn afslátt í notendagjöldum. „Þessar aðgerðir hafa fjölgað þeim flugfélögum sem fljúga til Íslands allt árið, fjölgað áfangastöðunum sem standa til boða í beinu flugi og umfram allt aukið samkeppni og lækkað þannig verð á farmiðum til og frá Íslandi.“ Farþegum mun í vetur standa til boða beint flug til 57 áfangastaða og munu fjórtán flugfélög sinna fluginu. Flugfélög í vetraráætlun eru eftirfarandi: Air Berlin Air Iceland Atlantic Airways British Airways Delta easyJet Icelandair Norwegian Primera SAS Thomson Vueling Wizz Air WOW air Gert er ráð fyrir 63% fjölgun farþega í janúar sem hefur ávallt verið minnsti mánuður ársins. Í farþegaspá Isavia er miðað við meðalsætanýtingu síðustu fimm ára. Stefnir í að janúar verði litlu minni ferðamánuður en nóvember og febrúar gangi spáin eftir. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Aldrei hafa jafnmörg flugfélög flogið á jafnmarga áfangastaði í vetraráætlun á Keflavíkurflugvelli og verður á komandi vetri. Flugfélög í vetraráætlun verða 14 talsins, þau fljúga til 57 áfangastaða og sætaframboð eykst um 58 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Veturinn 2015/2016 voru tæpar tvær milljónir sæta í boði en komandi vetur verður framboðið yfir þrjár milljónir. Þegar þetta er skoðað í samanburði við síðustu ár kemur í ljós að sætaframboð fyrir komandi vetur er meira heldur en öll sumaráætlunin árið 2013 og meira en framboðið var allt árið 2011. Frestur flugfélaga til að staðfesta afgreiðslutíma sína í vetraráætlun, lok október til loka mars, á Keflavíkurflugvelli rann út í byrjun september og á því byggja þessar tölur. Í tilkynningunni frá Isavia segir að fyrirtækið hafi lagt sitt að mörkum til markaðssetja Ísland yfir vetrarmánuðina, líkt og Ferðaþjónustan á Íslandi í heild sinni. Isavia hafi verið öflugt í markaðssetningu gagnvart flugfélögum með hvatakerfi sem veiti flugfélögum sem fljúgi til Íslands allt árið mikinn afslátt í notendagjöldum. „Þessar aðgerðir hafa fjölgað þeim flugfélögum sem fljúga til Íslands allt árið, fjölgað áfangastöðunum sem standa til boða í beinu flugi og umfram allt aukið samkeppni og lækkað þannig verð á farmiðum til og frá Íslandi.“ Farþegum mun í vetur standa til boða beint flug til 57 áfangastaða og munu fjórtán flugfélög sinna fluginu. Flugfélög í vetraráætlun eru eftirfarandi: Air Berlin Air Iceland Atlantic Airways British Airways Delta easyJet Icelandair Norwegian Primera SAS Thomson Vueling Wizz Air WOW air Gert er ráð fyrir 63% fjölgun farþega í janúar sem hefur ávallt verið minnsti mánuður ársins. Í farþegaspá Isavia er miðað við meðalsætanýtingu síðustu fimm ára. Stefnir í að janúar verði litlu minni ferðamánuður en nóvember og febrúar gangi spáin eftir.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira