Ritari staðlausra stafa Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Ritari framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Ómarsson, gaf LÍN-frumvarpi menntamálaráðherra falleinkunn í grein sinni í blaðinu þann 22. ágúst. Fullyrti ritarinn að kennarar og hjúkrunarfræðingar myndu bera skarðan hlut frá borði yrði LÍN-frumvarpið að lögum. Vísaði hann sérstaklega til þess að greiðslubyrði lána þessara hópa myndi þyngjast vegna hækkunar vaxta á námslánum og afnáms tekjutengingar afborgana. Allt þetta fullyrti hann án þess að vísa til nokkurra heimilda eða gagna. Þetta er rangt. Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) framkvæmdi greiningu á áhrifum frumvarpsins á greiðslubyrði námsmanna í hinum ýmsu deildum háskólans. Niðurstöður þeirrar greiningar eru þvert á fullyrðingar ritarans. Samkvæmt greiningu SHÍ var m.a. miðað við að allir núverandi lántakendur myndu taka námslán fyrir 180 einingum. Þá var niðurstaðan sú að 126 af 127 af lántakendum í 180 eininga námi í hjúkrunarfræði myndu standa betur að vígi yrði LÍN-frumvarpið að lögum. Sömu sögu er að segja af 193 af 207 lántakendum í 180 eininga kennaranámi. Þá myndi hagur 21 af 22 lántakendum í 180 eininga leikskólakennaranámi vænkast og sama er að segja um hag allra þriggja lántakenda í 180 eininga námi í hagnýtri kynjafræði. Af þessum dæmum leiðir að þessar „kvennastéttir“ hafi mikla hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Það er staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti námsmanna mun verða í betri fjárhagslegri stöðu verði frumvarpið samþykkt. Frumvarpið miðar að því að minnka brottfall nemenda og auka líkurnar á að þeir ljúki námi á tilsettum tíma, auk þess að gera námslánakerfi ríkisins gagnsærra og sanngjarnara. Þá mun frumvarpið hvetja námsmenn til að vinna minna með námi, enda munu þeir fá mánaðarlegan 65 þúsund króna styrk frá ríkinu. Eða kannski, ef eitthvað er að marka orð þingmanns Pírata í ræðustól Alþingis, mun bætt fjárhagsstaða námsmanna fyrst og fremst skila sér í aukinni drykkju á börum bæjarins. Orð þingmannsins dæma sig sjálf, en það er nauðsynlegt til að dæma frumvarpið út frá réttum upplýsingum. Kynna má sér til dæmis ítarlega greiningu Stúdentaráðs (sem stjórnarandstaðan kvartaði reyndar yfir að væri of ítarleg!) á heimasíðu SHÍ, student.is.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ritari framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Ómarsson, gaf LÍN-frumvarpi menntamálaráðherra falleinkunn í grein sinni í blaðinu þann 22. ágúst. Fullyrti ritarinn að kennarar og hjúkrunarfræðingar myndu bera skarðan hlut frá borði yrði LÍN-frumvarpið að lögum. Vísaði hann sérstaklega til þess að greiðslubyrði lána þessara hópa myndi þyngjast vegna hækkunar vaxta á námslánum og afnáms tekjutengingar afborgana. Allt þetta fullyrti hann án þess að vísa til nokkurra heimilda eða gagna. Þetta er rangt. Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) framkvæmdi greiningu á áhrifum frumvarpsins á greiðslubyrði námsmanna í hinum ýmsu deildum háskólans. Niðurstöður þeirrar greiningar eru þvert á fullyrðingar ritarans. Samkvæmt greiningu SHÍ var m.a. miðað við að allir núverandi lántakendur myndu taka námslán fyrir 180 einingum. Þá var niðurstaðan sú að 126 af 127 af lántakendum í 180 eininga námi í hjúkrunarfræði myndu standa betur að vígi yrði LÍN-frumvarpið að lögum. Sömu sögu er að segja af 193 af 207 lántakendum í 180 eininga kennaranámi. Þá myndi hagur 21 af 22 lántakendum í 180 eininga leikskólakennaranámi vænkast og sama er að segja um hag allra þriggja lántakenda í 180 eininga námi í hagnýtri kynjafræði. Af þessum dæmum leiðir að þessar „kvennastéttir“ hafi mikla hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Það er staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti námsmanna mun verða í betri fjárhagslegri stöðu verði frumvarpið samþykkt. Frumvarpið miðar að því að minnka brottfall nemenda og auka líkurnar á að þeir ljúki námi á tilsettum tíma, auk þess að gera námslánakerfi ríkisins gagnsærra og sanngjarnara. Þá mun frumvarpið hvetja námsmenn til að vinna minna með námi, enda munu þeir fá mánaðarlegan 65 þúsund króna styrk frá ríkinu. Eða kannski, ef eitthvað er að marka orð þingmanns Pírata í ræðustól Alþingis, mun bætt fjárhagsstaða námsmanna fyrst og fremst skila sér í aukinni drykkju á börum bæjarins. Orð þingmannsins dæma sig sjálf, en það er nauðsynlegt til að dæma frumvarpið út frá réttum upplýsingum. Kynna má sér til dæmis ítarlega greiningu Stúdentaráðs (sem stjórnarandstaðan kvartaði reyndar yfir að væri of ítarleg!) á heimasíðu SHÍ, student.is.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar