Hverra hagsmunir ráða för? Gísli Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Nýlega rann út frestur almennings til að gera athugasemdir við tillögur verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar um virkjanakosti í landinu. Í fréttum RÚV á laugardaginn kom fram að þessar tillögur hefðu verið unnar í miklu tímahraki, á einu ári í stað fjögurra, og Fréttablaðið sagði frá því að flýtirinn hefði verið svo mikill að faghópur verkefnisstjórnarinnar fékk ekki ráðrúm til að fara yfir kostnað og þjóðhagslegan ábata af þeim virkjunarkostum sem reifaðir eru. Það er sérstaklega bagalegt að efna til illinda í samfélaginu vegna virkjanakosta sem gætu reynst þjóðhagslega óhagkvæmir við nánari athugun. Ekki er sérstök ástæða fyrir fólk hér á landi að leggja náttúruna í rúst, með tilheyrandi ósætti, til að erlend stórfyrirtæki geti byggt hér verksmiðjur, fengið rafmagn á útsölu og ráðið til starfa varnarlaust farandverkafólk á lágmarkslaunum – eins og nú er boðað í Kísilveri United Silicon í Helguvík (sem borgar að auki ekki skuldir sínar við bæjarfélagið, skv. Fréttatímanum á laugardaginn). Ekki er heldur þörf á að eyðileggja hér hverja náttúruperluna af annarri til að sæstrengsfyrirtæki á Englandi geti hagnast á raforkuflutningum til Bretlandseyja – eins og upplýst var þegar einn eigenda sæstrengsfyrirtækisins birtist óvænt hér í tengslum við norðurslóðaráðstefnu í fyrrahaust. Fram kom að hagnaður annarra yrði óverulegur. Sérstaklega er þessi orkuásókn hér á landi óþörf í ljósi þess að orkuverð fer nú lækkandi í okkar heimshluta vegna tækniframfara. Það háa verð sem Bretar eru tilbúnir að greiða fyrir vistvæna orku mun ekki eiga við virkjanarafmagn sem hefur orðið til á kostnað villtra fiskstofna og heiðagæsa í Þjórsárverum. Af sögulegum ástæðum eru Bretar óvenju áhugasamir um villta laxfiska í íslenskum ám og „íslensku“ gæsirnar sem hafa vetursetu á Bretlandseyjum. Ég hef fylgst sérstaklega með vinnu verkefnisstjórnarinnar vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár. Snemma í ferlinu ákvað verkefnisstjórn að mæla með þeim virkjanakostum að því gefnu að engin óvissa ríkti um afdrif laxfiska í ánni. Fyrir ókunnuga má rifja upp að í Þjórsá er einn stærsti sjálfbæri villti laxastofn við Norður-Atlantshaf (veiði hefur farið allt upp í um 10.000 laxa), auk sjóbirtings, sjóbleikju og staðbundinna silunga. Í áætlunum sínum lét Landsvirkjun í veðri vaka að hún hefði ráð undir rifi hverju til að leysa þann vanda. Í ljós kom að þau ráð voru haldlaus, Alþingi færði virkjanirnar því í biðflokk og vegna vanhæfis Veiðimálastofnunar var skipaður sérstakur hópur líffræðinga til að fara yfir málið. Niðurstaða hans var ótvíræð um að engri óvissu um afdrif laxfiska hefði verið eytt en vegna þess að efsta virkjanasvæði Þjórsár hefði ekki orðið fiskgengt á síðari tímum fyrr en með laxastiga við fossinn Búða fyrir um mannsaldri síðan væri meinalaust af þeirra líffræðilegu hálfu að virkja þar efra í tilraunaskyni – þar sem Þorbjörn laxakarl nam land í öndverðu. Þetta ákvað verkefnisstjórnin og Landsvirkjun að rangtúlka sem svo að nægilegri óvissu hefði verið eytt og í kjölfarið lagði verkefnisstjórnin til að allar þrjár virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár yrðu settar í nýtingarflokk. Meðal umsagna við núverandi tillögur verkefnisstjórnarinnar var rækileg greinargerð frá Grími Björnssyni, jarðeðlisfræðingi, þar sem hann benti á að ekkert væri fjallað um áhrif uppistöðulóna á lífríkið í sjónum – sem fengi ekki næringarefni með framburði ánna auk þess sem basísk efni í aurnum ynnu gegn súrnum sjávar en hlæðust þess í stað upp í lónum á landi. Þá bendir Grímur á að ekkert hefði verið hugað að þeim möguleika að beita gangatækni við virkjanir í neðri hluta Þjórsár og sleppa þannig við flest neikvæð umhverfisáhrif uppistöðulóna. Það blasir við almennum borgurum að áætlaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár munu valda hruni fiskstofna í ánni. Slíkt hrun af mannavöldum er ekki í boði vegna þess að íslensk stjórnvöld verða að tryggja að villtum dýrum sé ekki útrýmt heldur séu þau aðeins nýtt á sjálfbæran hátt – eins og kveðið er á um í Bernarsamningnum um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu frá 1979 (sem Ísland fullgilti 17. júní 1993 og öðlaðist gildi hér á landi 1. október sama ár). Þegar við það bætist að ekkert hefur verið hugað að öðrum tækniúrlausnum á virkjunum í neðri hluta Þjórsár, ekkert hugsað um örlög fiskstofna við suðurströndina, sem nærast m.a. á framburði Þjórsár, né um áhrif á ferðaþjónustu og landbúnað í grennd við ána er vandséð hvaða hagsmunum er verið að þjóna með því að leggja til þau náttúruspjöll sem þessar virkjanir munu valda. Ef hagsmunir landbúnaðar, ferðaþjónustu og sjávarútvegs, til viðbótar við náttúruverndarsjónarmið, duga ekki til að stöðva framrás þeirrar virkjanaeimreiðar sem Landsvirkjun knýr nú áfram í neðri hluta Þjórsár hlýtur sú spurning að vakna hvort einhverjir enn aðrir hagsmunir búi hér að baki. Ekki eru það þjóðhagsmunir, svo mikið er víst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Nýlega rann út frestur almennings til að gera athugasemdir við tillögur verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar um virkjanakosti í landinu. Í fréttum RÚV á laugardaginn kom fram að þessar tillögur hefðu verið unnar í miklu tímahraki, á einu ári í stað fjögurra, og Fréttablaðið sagði frá því að flýtirinn hefði verið svo mikill að faghópur verkefnisstjórnarinnar fékk ekki ráðrúm til að fara yfir kostnað og þjóðhagslegan ábata af þeim virkjunarkostum sem reifaðir eru. Það er sérstaklega bagalegt að efna til illinda í samfélaginu vegna virkjanakosta sem gætu reynst þjóðhagslega óhagkvæmir við nánari athugun. Ekki er sérstök ástæða fyrir fólk hér á landi að leggja náttúruna í rúst, með tilheyrandi ósætti, til að erlend stórfyrirtæki geti byggt hér verksmiðjur, fengið rafmagn á útsölu og ráðið til starfa varnarlaust farandverkafólk á lágmarkslaunum – eins og nú er boðað í Kísilveri United Silicon í Helguvík (sem borgar að auki ekki skuldir sínar við bæjarfélagið, skv. Fréttatímanum á laugardaginn). Ekki er heldur þörf á að eyðileggja hér hverja náttúruperluna af annarri til að sæstrengsfyrirtæki á Englandi geti hagnast á raforkuflutningum til Bretlandseyja – eins og upplýst var þegar einn eigenda sæstrengsfyrirtækisins birtist óvænt hér í tengslum við norðurslóðaráðstefnu í fyrrahaust. Fram kom að hagnaður annarra yrði óverulegur. Sérstaklega er þessi orkuásókn hér á landi óþörf í ljósi þess að orkuverð fer nú lækkandi í okkar heimshluta vegna tækniframfara. Það háa verð sem Bretar eru tilbúnir að greiða fyrir vistvæna orku mun ekki eiga við virkjanarafmagn sem hefur orðið til á kostnað villtra fiskstofna og heiðagæsa í Þjórsárverum. Af sögulegum ástæðum eru Bretar óvenju áhugasamir um villta laxfiska í íslenskum ám og „íslensku“ gæsirnar sem hafa vetursetu á Bretlandseyjum. Ég hef fylgst sérstaklega með vinnu verkefnisstjórnarinnar vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár. Snemma í ferlinu ákvað verkefnisstjórn að mæla með þeim virkjanakostum að því gefnu að engin óvissa ríkti um afdrif laxfiska í ánni. Fyrir ókunnuga má rifja upp að í Þjórsá er einn stærsti sjálfbæri villti laxastofn við Norður-Atlantshaf (veiði hefur farið allt upp í um 10.000 laxa), auk sjóbirtings, sjóbleikju og staðbundinna silunga. Í áætlunum sínum lét Landsvirkjun í veðri vaka að hún hefði ráð undir rifi hverju til að leysa þann vanda. Í ljós kom að þau ráð voru haldlaus, Alþingi færði virkjanirnar því í biðflokk og vegna vanhæfis Veiðimálastofnunar var skipaður sérstakur hópur líffræðinga til að fara yfir málið. Niðurstaða hans var ótvíræð um að engri óvissu um afdrif laxfiska hefði verið eytt en vegna þess að efsta virkjanasvæði Þjórsár hefði ekki orðið fiskgengt á síðari tímum fyrr en með laxastiga við fossinn Búða fyrir um mannsaldri síðan væri meinalaust af þeirra líffræðilegu hálfu að virkja þar efra í tilraunaskyni – þar sem Þorbjörn laxakarl nam land í öndverðu. Þetta ákvað verkefnisstjórnin og Landsvirkjun að rangtúlka sem svo að nægilegri óvissu hefði verið eytt og í kjölfarið lagði verkefnisstjórnin til að allar þrjár virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár yrðu settar í nýtingarflokk. Meðal umsagna við núverandi tillögur verkefnisstjórnarinnar var rækileg greinargerð frá Grími Björnssyni, jarðeðlisfræðingi, þar sem hann benti á að ekkert væri fjallað um áhrif uppistöðulóna á lífríkið í sjónum – sem fengi ekki næringarefni með framburði ánna auk þess sem basísk efni í aurnum ynnu gegn súrnum sjávar en hlæðust þess í stað upp í lónum á landi. Þá bendir Grímur á að ekkert hefði verið hugað að þeim möguleika að beita gangatækni við virkjanir í neðri hluta Þjórsár og sleppa þannig við flest neikvæð umhverfisáhrif uppistöðulóna. Það blasir við almennum borgurum að áætlaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár munu valda hruni fiskstofna í ánni. Slíkt hrun af mannavöldum er ekki í boði vegna þess að íslensk stjórnvöld verða að tryggja að villtum dýrum sé ekki útrýmt heldur séu þau aðeins nýtt á sjálfbæran hátt – eins og kveðið er á um í Bernarsamningnum um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu frá 1979 (sem Ísland fullgilti 17. júní 1993 og öðlaðist gildi hér á landi 1. október sama ár). Þegar við það bætist að ekkert hefur verið hugað að öðrum tækniúrlausnum á virkjunum í neðri hluta Þjórsár, ekkert hugsað um örlög fiskstofna við suðurströndina, sem nærast m.a. á framburði Þjórsár, né um áhrif á ferðaþjónustu og landbúnað í grennd við ána er vandséð hvaða hagsmunum er verið að þjóna með því að leggja til þau náttúruspjöll sem þessar virkjanir munu valda. Ef hagsmunir landbúnaðar, ferðaþjónustu og sjávarútvegs, til viðbótar við náttúruverndarsjónarmið, duga ekki til að stöðva framrás þeirrar virkjanaeimreiðar sem Landsvirkjun knýr nú áfram í neðri hluta Þjórsár hlýtur sú spurning að vakna hvort einhverjir enn aðrir hagsmunir búi hér að baki. Ekki eru það þjóðhagsmunir, svo mikið er víst.