Trump vill Kalda stríðs kannanir Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. ágúst 2016 07:00 Donald Trump í ræðustól í Ohio á mánudag. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. Hann líkti þessu við „hugmyndafræðilega bakgrunnskönnun” sem stunduð var í Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins, en sagðist sjálfur kalla þetta öfgakönnun. „Við ættum ekki að hleypa neinum inn í landið nema þeim sem aðhyllast gildismat okkar,” sagði hann í ræðu á mánudag þar sem hann gerði grein fyrir áformum sínum um að loka landinu fyrir öllu fólki, sem hugsanlega gæti reynst hættulegt. „Strax og ég tek við embætti þá mun ég biðja utanríkisráðuneytið og heimavarnaráðuneytið um að gera lista yfir þau svæði, þar sem ekki er hægt að kanna einstaklinga nægilega vel,” sagði Trump í ræðu sinni. „Við munum hætta að afgreiða vegabréfsáritanir frá þessum svæðum þangað til ætla má að það verði óhætt í ljósi nýrra aðstæðna eða nýrra aðferða.” Í leiðara bandaríska dagblaðsins The New York Times segir að ræðan hafi átt að sýna hve vel Trump sé í stakk búinn til að stjórna landinu. Honum hafi hins vegar ekki tekist vel upp: „Ræðan var langt frá því að vera skýr greining á þeirri ógn sem stafar af íslömskum öfgamönnum og hugsanleg áætlun um aðgerðir, heldur var hún samsafn af ruglingslegum og tilviljanakenndum hugmyndum sem sýndu ekki mikinn skilning á uppgangi Íslamska ríkisins og rákust oft á við sögulegar staðreyndir,” segir í leiðaranum. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. Hann líkti þessu við „hugmyndafræðilega bakgrunnskönnun” sem stunduð var í Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins, en sagðist sjálfur kalla þetta öfgakönnun. „Við ættum ekki að hleypa neinum inn í landið nema þeim sem aðhyllast gildismat okkar,” sagði hann í ræðu á mánudag þar sem hann gerði grein fyrir áformum sínum um að loka landinu fyrir öllu fólki, sem hugsanlega gæti reynst hættulegt. „Strax og ég tek við embætti þá mun ég biðja utanríkisráðuneytið og heimavarnaráðuneytið um að gera lista yfir þau svæði, þar sem ekki er hægt að kanna einstaklinga nægilega vel,” sagði Trump í ræðu sinni. „Við munum hætta að afgreiða vegabréfsáritanir frá þessum svæðum þangað til ætla má að það verði óhætt í ljósi nýrra aðstæðna eða nýrra aðferða.” Í leiðara bandaríska dagblaðsins The New York Times segir að ræðan hafi átt að sýna hve vel Trump sé í stakk búinn til að stjórna landinu. Honum hafi hins vegar ekki tekist vel upp: „Ræðan var langt frá því að vera skýr greining á þeirri ógn sem stafar af íslömskum öfgamönnum og hugsanleg áætlun um aðgerðir, heldur var hún samsafn af ruglingslegum og tilviljanakenndum hugmyndum sem sýndu ekki mikinn skilning á uppgangi Íslamska ríkisins og rákust oft á við sögulegar staðreyndir,” segir í leiðaranum.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira