Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2016 01:27 Þórir Hergeirsson. Vísir/AFP Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. Rússnesku stelpurnar unnu leikinn 38-37 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18-16, en staðan var jöfn 31-31 eftir venjulegan leiktíma. Rússar skoruðu sigurmarki sitt úr vítakasti en Camilla Herrem fékk dauðafæri til að tryggja Noregi aðra framlengingu en vippa hennar skoppaði framhjá markinu. Rússar fögnuðu því sigri en norsku stelpurnar voru sumar óhuggandi eftir leikinn. Norska liðið byrjaði vel en 7-1 kafli Rússa í fyrri hálfleik breytti miklu. Rússarnir voru einu til þremur mörkum yfir í kjölfarið en norsku stelpurnar náðu alltaf að halda sér inn í leiknum. Rússarnir voru alltaf á undan og það var seigla norska liðsins sem kom leiknum í framlengingu. Norska liðið byrjaði framlenginguna betur en svo féll allt aftur í sama farið og á endanum rann tíminn út hjá norska liðinu. Þórir Hergeirsson var fyrir leikinn búinn að stýra norska liðinu til sigurs í sex undanúrslitaleikjum í röð og vinna gull á síðustu tveimur stórmótum, HM 2015 og EM 2014. Nora Mörk átti enn einn stórleikinn fyrir norska liðið og skoraði 14 mörk en hún var ekki með þegar Noregur vann hin tvö gullverðlaun sín á leiknum. Rússland hefur unnið alla sjö leiki sína á leikunum undir stjórns hins litríka og reynslumikla þjálfara Yevgeni Trefilov en liðið er að spila um verðlaun á stórmóti í fyrsta skiptið í sjö ár. Noregur er handhafi allra þriggja stóru titlana en mun nú missa Ólympíutitilinn til annaðhvort Rússlands eða Frakklands sem spila um gullið á þessum Ólympíuleikum. Norsku stelpurnar spila aftur á móti um bronsverðlaunin á laugardaginn á móti Hollandi. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. Rússnesku stelpurnar unnu leikinn 38-37 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18-16, en staðan var jöfn 31-31 eftir venjulegan leiktíma. Rússar skoruðu sigurmarki sitt úr vítakasti en Camilla Herrem fékk dauðafæri til að tryggja Noregi aðra framlengingu en vippa hennar skoppaði framhjá markinu. Rússar fögnuðu því sigri en norsku stelpurnar voru sumar óhuggandi eftir leikinn. Norska liðið byrjaði vel en 7-1 kafli Rússa í fyrri hálfleik breytti miklu. Rússarnir voru einu til þremur mörkum yfir í kjölfarið en norsku stelpurnar náðu alltaf að halda sér inn í leiknum. Rússarnir voru alltaf á undan og það var seigla norska liðsins sem kom leiknum í framlengingu. Norska liðið byrjaði framlenginguna betur en svo féll allt aftur í sama farið og á endanum rann tíminn út hjá norska liðinu. Þórir Hergeirsson var fyrir leikinn búinn að stýra norska liðinu til sigurs í sex undanúrslitaleikjum í röð og vinna gull á síðustu tveimur stórmótum, HM 2015 og EM 2014. Nora Mörk átti enn einn stórleikinn fyrir norska liðið og skoraði 14 mörk en hún var ekki með þegar Noregur vann hin tvö gullverðlaun sín á leiknum. Rússland hefur unnið alla sjö leiki sína á leikunum undir stjórns hins litríka og reynslumikla þjálfara Yevgeni Trefilov en liðið er að spila um verðlaun á stórmóti í fyrsta skiptið í sjö ár. Noregur er handhafi allra þriggja stóru titlana en mun nú missa Ólympíutitilinn til annaðhvort Rússlands eða Frakklands sem spila um gullið á þessum Ólympíuleikum. Norsku stelpurnar spila aftur á móti um bronsverðlaunin á laugardaginn á móti Hollandi.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira