Sannleikurinn um sykurskatt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 10:00 Um liðna helgi bárust fréttir af því að embætti landlæknis teldi nauðsynlegt að hækka virðisaukaskatt á sykraðar matvörur úr 11% í 24%. Rökstuðningur embættisins var á þá leið að niðurstöður rannsókna sýndu að álögur á gosdrykki gætu verið árangursrík leið til að draga úr neyslu. Þá var vísað til reynslu annarra ríkja, sem sýndi að aukin skattheimta á sykruð matvæli skilaði árangri og var Mexíkó þar sérstaklega nefnt. Hið rétta er að sykurskattur er vond leið til að reyna að stýra neyslu á sykruðum matvælum. Því til stuðnings þarf hvorki að benda á ónefndar erlendar rannsóknir né reynslu ríkja á borð við Mexíkó, sem eiga lítt sambærilegt við Ísland. Staðreyndin er sú að sykurskattur var lagður á hér á landi í mars 2013 í formi vörugjalda. Hann var aflagður í árslok 2014. Áhrif skattsins voru engin á neyslu, en tekjur ríkissjóðs jukust hins vegar um einn milljarð króna. Neytendur héldu því áfram að kaupa sykruð matvæli þrátt fyrir að þau væru dýrari. Ekki hefði verið úr vegi að inna landlæknisembættið eftir þessari niðurstöðu, þegar embættið fer nú aftur af stað með tillögur um að draga fleiri krónur úr vasa neytenda. Þar sem reynsla Mexíkó var sérstaklega nefnd, hefði heldur ekki verið úr vegi að upplýsa að sala á sykruðum gosdrykkjum hefur aftur farið vaxandi þar í landi. Þegar sykurskattur á gosdrykki var lagður á í Mexíkó dróst sala þeirra saman um 1,9% árið 2014. Árið 2015 jókst salan hins vegar aftur um 0,5%. Áhrifin voru því skammvinn. Þá verður ekki hjá því litið að samhliða var ráðist í aðrar aðgerðir, meðal annars forvarnir og fræðslu, á vegum mexíkóska ríkisins til að draga úr offitu. Samdrátt í sölu má því einnig rekja til þeirra aðgerða. Ekki er síður athyglivert að mjólkurvörur og ávaxtasafar voru ekki skattlögð með sambærilegum hætti og gosdrykkir. Neysla þessara afurða jókst þannig um leið og sala gosdrykkja dróst saman. Neytendur færðu sig því frá einni sykraðri vöru í aðra. Neyslu sykraðra matvæla verður ekki stýrt með sköttum, boðum og bönnum. Lýðheilsa er best tryggð með fræðslu og forvörnum. Að endingu er það síðan neytandinn sjálfur sem á að hafa val um það hvaða mat hann leggur sér til munns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Um liðna helgi bárust fréttir af því að embætti landlæknis teldi nauðsynlegt að hækka virðisaukaskatt á sykraðar matvörur úr 11% í 24%. Rökstuðningur embættisins var á þá leið að niðurstöður rannsókna sýndu að álögur á gosdrykki gætu verið árangursrík leið til að draga úr neyslu. Þá var vísað til reynslu annarra ríkja, sem sýndi að aukin skattheimta á sykruð matvæli skilaði árangri og var Mexíkó þar sérstaklega nefnt. Hið rétta er að sykurskattur er vond leið til að reyna að stýra neyslu á sykruðum matvælum. Því til stuðnings þarf hvorki að benda á ónefndar erlendar rannsóknir né reynslu ríkja á borð við Mexíkó, sem eiga lítt sambærilegt við Ísland. Staðreyndin er sú að sykurskattur var lagður á hér á landi í mars 2013 í formi vörugjalda. Hann var aflagður í árslok 2014. Áhrif skattsins voru engin á neyslu, en tekjur ríkissjóðs jukust hins vegar um einn milljarð króna. Neytendur héldu því áfram að kaupa sykruð matvæli þrátt fyrir að þau væru dýrari. Ekki hefði verið úr vegi að inna landlæknisembættið eftir þessari niðurstöðu, þegar embættið fer nú aftur af stað með tillögur um að draga fleiri krónur úr vasa neytenda. Þar sem reynsla Mexíkó var sérstaklega nefnd, hefði heldur ekki verið úr vegi að upplýsa að sala á sykruðum gosdrykkjum hefur aftur farið vaxandi þar í landi. Þegar sykurskattur á gosdrykki var lagður á í Mexíkó dróst sala þeirra saman um 1,9% árið 2014. Árið 2015 jókst salan hins vegar aftur um 0,5%. Áhrifin voru því skammvinn. Þá verður ekki hjá því litið að samhliða var ráðist í aðrar aðgerðir, meðal annars forvarnir og fræðslu, á vegum mexíkóska ríkisins til að draga úr offitu. Samdrátt í sölu má því einnig rekja til þeirra aðgerða. Ekki er síður athyglivert að mjólkurvörur og ávaxtasafar voru ekki skattlögð með sambærilegum hætti og gosdrykkir. Neysla þessara afurða jókst þannig um leið og sala gosdrykkja dróst saman. Neytendur færðu sig því frá einni sykraðri vöru í aðra. Neyslu sykraðra matvæla verður ekki stýrt með sköttum, boðum og bönnum. Lýðheilsa er best tryggð með fræðslu og forvörnum. Að endingu er það síðan neytandinn sjálfur sem á að hafa val um það hvaða mat hann leggur sér til munns.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun