Brá ekki búi þótt húsið brynni en stöðvar ekki tímans tönn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. júlí 2016 07:00 Fréttablaðið sagði 10. júlí 2008 frá söfnun vegna brunans á Finnbogastöðum. Jörðin Finnbogastaðir í Trékyllisvík er til sölu, átta árum eftir að bóndinn byggði sér nýtt hús í kjölfar þess að gamli bærinn brann til kaldra kola „Ég verð hérna þangað til ég næ að selja,“ segir Guðmundur Magnús Þorsteinsson, eigandi Finnbogastaða, sem nú stefnir að því að yfirgefa heimasveit sína í Árneshreppi. Íbúðarhúsið á Finnbogastöðum gjöreyðilagðist í eldsvoða um miðjan júní 2008. Guðmundur hófst þá strax handa við að koma sér upp nýju húsi og naut þar aðstoðar margra sem tóku þátt í söfnun fyrir byggingunni. Sonur hans tók við sauðfjárbúskapnum á árinu 2010. „Sonur minn er að hætta og ég er orðinn gamall og fer ekkert af stað aftur,“ segir Guðmundur sem orðinn er 73 ára. Þannig er útlit fyrir að 200 kinda fjárstofn á Finnbogastöðum verði skorinn niður eftir göngur í haust. „Það verður ef enginn kaupandi verður og tekur við.“ Finnbogastaðir eru auglýstir til sölu fyrir 44 milljónir króna. Önnur bújörð í hinum fimmtíu íbúa Árneshreppi, Bær, er sömuleiðis á söluskrá. Eigendur Bæjar hafa einnig verið í sauðfjárbúskap, nú síðast með 400 kindur á vetrarfóðrum, en hyggjast bregða búi og flytja á brott – eins og Guðmundur og sonur hans. Sveitungar Guðmundar, hjónin á Mel, lýsa því í samtali við Bændablaðið að breytingar með nýjum búvörusamningi sem liggur fyrir Alþingi myndu valda þeim miklum erfiðleikum. „Hann bætir náttúrlega ekkert en það er ekki þess vegna sem strákurinn hættir. Búið er of lítið og hann er einhleypur,“ svarar Guðmundur um áhrif búvörusamningsins á sölu Finnbogastaða. Aðspurður segir hann að spurst hafa verið fyrir um jörðina en að ekkert hafi enn orðið úr viðskiptum. Guðmundur segir þróunina slæma en segir erfitt að snúa henni við. „Ég held að það sé orðið of seint bara. Það er farið að muna um hvern einstakling, við erum orðin svo fá.“ Guðmundur er sonur hjóna sem bjuggu á Finnbogastöðum og hefur búið þar bróðurpart ævinnar. Hann segir ekkert ákveðið um næsta dvalarstað. „Það er ómögulegt að segja, ég gæti farið austur á firði eða hvert sem er. Bara þangað sem nefið snýr.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Jörðin Finnbogastaðir í Trékyllisvík er til sölu, átta árum eftir að bóndinn byggði sér nýtt hús í kjölfar þess að gamli bærinn brann til kaldra kola „Ég verð hérna þangað til ég næ að selja,“ segir Guðmundur Magnús Þorsteinsson, eigandi Finnbogastaða, sem nú stefnir að því að yfirgefa heimasveit sína í Árneshreppi. Íbúðarhúsið á Finnbogastöðum gjöreyðilagðist í eldsvoða um miðjan júní 2008. Guðmundur hófst þá strax handa við að koma sér upp nýju húsi og naut þar aðstoðar margra sem tóku þátt í söfnun fyrir byggingunni. Sonur hans tók við sauðfjárbúskapnum á árinu 2010. „Sonur minn er að hætta og ég er orðinn gamall og fer ekkert af stað aftur,“ segir Guðmundur sem orðinn er 73 ára. Þannig er útlit fyrir að 200 kinda fjárstofn á Finnbogastöðum verði skorinn niður eftir göngur í haust. „Það verður ef enginn kaupandi verður og tekur við.“ Finnbogastaðir eru auglýstir til sölu fyrir 44 milljónir króna. Önnur bújörð í hinum fimmtíu íbúa Árneshreppi, Bær, er sömuleiðis á söluskrá. Eigendur Bæjar hafa einnig verið í sauðfjárbúskap, nú síðast með 400 kindur á vetrarfóðrum, en hyggjast bregða búi og flytja á brott – eins og Guðmundur og sonur hans. Sveitungar Guðmundar, hjónin á Mel, lýsa því í samtali við Bændablaðið að breytingar með nýjum búvörusamningi sem liggur fyrir Alþingi myndu valda þeim miklum erfiðleikum. „Hann bætir náttúrlega ekkert en það er ekki þess vegna sem strákurinn hættir. Búið er of lítið og hann er einhleypur,“ svarar Guðmundur um áhrif búvörusamningsins á sölu Finnbogastaða. Aðspurður segir hann að spurst hafa verið fyrir um jörðina en að ekkert hafi enn orðið úr viðskiptum. Guðmundur segir þróunina slæma en segir erfitt að snúa henni við. „Ég held að það sé orðið of seint bara. Það er farið að muna um hvern einstakling, við erum orðin svo fá.“ Guðmundur er sonur hjóna sem bjuggu á Finnbogastöðum og hefur búið þar bróðurpart ævinnar. Hann segir ekkert ákveðið um næsta dvalarstað. „Það er ómögulegt að segja, ég gæti farið austur á firði eða hvert sem er. Bara þangað sem nefið snýr.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira