Límonaði í umferðinni Ívar Halldórsson skrifar 25. júlí 2016 15:03 Þegar ég staðnæmist við gatnamót á rauðu ljósi á bifreið minni, eða keyri samhliða öðru ökutæki í umferðinni, verður mér oft litið inn í þá bíla sem eru tímabundið samferða mér. Oft sé ég bílstjóra, algjörlega í sínum eigin heimi, syngja af lífi og sál með einhverju stuðlagi í útvarpinu. Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á mig. Að sjá ökumenn taka hressilega undir með Queen í „Bohemian Rhapsody“ eða elta af sálarkrafti söngslaufur Justin Timberlake í „Can't Stop the Feeling“ með tilheyrandi innlifunarhreyfingum, minnir mig á það hversu mikilla forréttinda við njótum hér á eyjunni okkar í miðju Atlantshafinu. Ég fyllist þakklæti fyrir það að vera Íslendingur, og átta mig um leið á hversu gott við öll höfum það hér í okkar frjálsa lýðræðisríki. Við erum hamingjusöm þjóð. Auðvitað má alltaf finna ýmislegt sem betur má fara, en bjartsýni sú sem býr í þjóðarsál okkar rekur flesta svarta bölsýnisskugga á flótta. Við höfum ríka ástæðu til að syngja, því að hér á landi njótum við frelsis sem því miður er ekki lengur sjálfsagður hlutur. Þegar litið er í heimsins mörgu horn sjáum við margt slæmt. Fjölmargar þjóðir bugast fjötraðar undan byrði ótta og fátæktar, mannréttindi er víða í molum og frelsi er víða af skornum skammti. Á sumum stöðum í heiminum má ekki einu sinni spila tónlist opinberlega, hvað þá syngja með. Ísland fagnar fjölbreyttri tónlist og tekur henni svo sannarlega opnum örmum; þessum magnaða gleðigjafa sem ekki er hægt að ímynda sér lífið án. Mér líður vel þegar ég sé svona lifandi og lífsglatt fólk í kringum mig. Það kemur stundum fyrir að maður pirrar sig á hálftómu gæfuglasinu. Á slíkum stundum er ómetanlegt að sjá svona „Ford Idol“ bifreið aka hjá með keppanda í bílstjórasætinu sem er staðráðinn í að heilla ósýnilega dómnefndina, alveg hreint upp úr öskubakkanum. Allt í einu sýnist manni glasið ekki lengur vera hálf tómt, og maður fer jafnvel að sjá vatnið í glasinu breytast í girnilegt límonaði. Maður man allt í einu eftir bjartsýnis-klökunum, sem maður setur þá út í gæfuglasið og allt í einu tekur yfirborðið að hækka. Glasið er skyndilega orðið meira en hálf fullt. Þegar fólk gleymir sér á þennan hátt og gefur sig tónlistinni á vald í umferðinni, eru áhrifin smitandi. Fólk hefur þó tilhneigingu til að skammast sín fyrir tónlistartilþrifin þegar upp um það kemst – þ.e. þegar einhver eins og ég verð vitni að óauglýstum tónlistarviðburðinum í litlu fimm-sæta, fjögurra-hjóla hljómleikahöllinni. Augu okkar mætast og hinn bílstjórinn þykist hafa verið að geispa eða fer að athuga hvort hann hafi gleymt hafrakökunni í hanskahólfinu eða Shiseido maskaranum á bak við sólskyggnið. Enginn ætti þó að skammast sín fyrir að vera í góðu skapi í umferðinni. Umferðin gengur líka betur þegar fólk unir sér vel. Við þurfum einmitt færri fýlupoka og fleiri gleðigjafa á göturnar. Það er ekki asnalegt að syngja með góðri tónlist í bílnum. Það er heldur ekki asnalegt að nota hárburstann sem míkrafón eða stýrið sem sneriltrommu á rauðu ljósi. Svo er gott að muna að það dettur enginn úr þessari umferð fyrir að syngja falskt. Ég dáist að því fólki sem lætur eins og ég og aðrir ökumenn séum ekki til þegar það syngur í bílunum sínum, og er tilbúið að missa sig algjörlega óháð sönghæfileikum, í t.d. „Uptown Funk“ með Bruno Mars, og þá jafnvel með bílrúðuna skrúfaða niður. Þessir ánægðu ökumenn dreifa ánægju yfir á hinar akreinarnar, og við sem verðum vitni að þessum vítamínssprautum, smitumst af hressilegum tilþrifunum, og innst inni þökkum við kærlega fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég staðnæmist við gatnamót á rauðu ljósi á bifreið minni, eða keyri samhliða öðru ökutæki í umferðinni, verður mér oft litið inn í þá bíla sem eru tímabundið samferða mér. Oft sé ég bílstjóra, algjörlega í sínum eigin heimi, syngja af lífi og sál með einhverju stuðlagi í útvarpinu. Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á mig. Að sjá ökumenn taka hressilega undir með Queen í „Bohemian Rhapsody“ eða elta af sálarkrafti söngslaufur Justin Timberlake í „Can't Stop the Feeling“ með tilheyrandi innlifunarhreyfingum, minnir mig á það hversu mikilla forréttinda við njótum hér á eyjunni okkar í miðju Atlantshafinu. Ég fyllist þakklæti fyrir það að vera Íslendingur, og átta mig um leið á hversu gott við öll höfum það hér í okkar frjálsa lýðræðisríki. Við erum hamingjusöm þjóð. Auðvitað má alltaf finna ýmislegt sem betur má fara, en bjartsýni sú sem býr í þjóðarsál okkar rekur flesta svarta bölsýnisskugga á flótta. Við höfum ríka ástæðu til að syngja, því að hér á landi njótum við frelsis sem því miður er ekki lengur sjálfsagður hlutur. Þegar litið er í heimsins mörgu horn sjáum við margt slæmt. Fjölmargar þjóðir bugast fjötraðar undan byrði ótta og fátæktar, mannréttindi er víða í molum og frelsi er víða af skornum skammti. Á sumum stöðum í heiminum má ekki einu sinni spila tónlist opinberlega, hvað þá syngja með. Ísland fagnar fjölbreyttri tónlist og tekur henni svo sannarlega opnum örmum; þessum magnaða gleðigjafa sem ekki er hægt að ímynda sér lífið án. Mér líður vel þegar ég sé svona lifandi og lífsglatt fólk í kringum mig. Það kemur stundum fyrir að maður pirrar sig á hálftómu gæfuglasinu. Á slíkum stundum er ómetanlegt að sjá svona „Ford Idol“ bifreið aka hjá með keppanda í bílstjórasætinu sem er staðráðinn í að heilla ósýnilega dómnefndina, alveg hreint upp úr öskubakkanum. Allt í einu sýnist manni glasið ekki lengur vera hálf tómt, og maður fer jafnvel að sjá vatnið í glasinu breytast í girnilegt límonaði. Maður man allt í einu eftir bjartsýnis-klökunum, sem maður setur þá út í gæfuglasið og allt í einu tekur yfirborðið að hækka. Glasið er skyndilega orðið meira en hálf fullt. Þegar fólk gleymir sér á þennan hátt og gefur sig tónlistinni á vald í umferðinni, eru áhrifin smitandi. Fólk hefur þó tilhneigingu til að skammast sín fyrir tónlistartilþrifin þegar upp um það kemst – þ.e. þegar einhver eins og ég verð vitni að óauglýstum tónlistarviðburðinum í litlu fimm-sæta, fjögurra-hjóla hljómleikahöllinni. Augu okkar mætast og hinn bílstjórinn þykist hafa verið að geispa eða fer að athuga hvort hann hafi gleymt hafrakökunni í hanskahólfinu eða Shiseido maskaranum á bak við sólskyggnið. Enginn ætti þó að skammast sín fyrir að vera í góðu skapi í umferðinni. Umferðin gengur líka betur þegar fólk unir sér vel. Við þurfum einmitt færri fýlupoka og fleiri gleðigjafa á göturnar. Það er ekki asnalegt að syngja með góðri tónlist í bílnum. Það er heldur ekki asnalegt að nota hárburstann sem míkrafón eða stýrið sem sneriltrommu á rauðu ljósi. Svo er gott að muna að það dettur enginn úr þessari umferð fyrir að syngja falskt. Ég dáist að því fólki sem lætur eins og ég og aðrir ökumenn séum ekki til þegar það syngur í bílunum sínum, og er tilbúið að missa sig algjörlega óháð sönghæfileikum, í t.d. „Uptown Funk“ með Bruno Mars, og þá jafnvel með bílrúðuna skrúfaða niður. Þessir ánægðu ökumenn dreifa ánægju yfir á hinar akreinarnar, og við sem verðum vitni að þessum vítamínssprautum, smitumst af hressilegum tilþrifunum, og innst inni þökkum við kærlega fyrir okkur.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun