Nýr veruleiki vegna ferðaþjónustunnar Ólöf Ýrr Atladóttir og ferðamálastjóri skrifa 26. júlí 2016 07:00 Ferðaþjónustan er mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Hún er sú atvinnugrein sem í dag aflar mestu gjaldeyristeknanna, skapar flest störf, stuðlar helst að atvinnusköpun og byggðafestu um landið allt, hefur mest áhrif á hagvöxt og tryggir fjölbreytilega þjónustu við íbúa landsins. Á sama tíma felast í vexti og viðgangi ferðaþjónustunnar mestu áskoranirnar sem íslensk samfélagsgerð hefur staðið frammi fyrir áratugum saman, vegna þess að eðli ferðaþjónustunnar, þær auðlindir sem hún nýtir og náin, gagnkvæm samskipti hennar við okkur sem hér búum og sinnum okkar daglega amstri eru margþættari og flóknari heldur en gengur og gerist með aðrar atvinnugreinar. Þar vega þungt áhrif á náttúru landsins, álag á ýmsa innviði almannaþjónustunnar og upplifun íbúa af því að þrengt sé að þeirra daglega lífi. Einnig og ekki síður miklar eru áskoranir innan atvinnugreinarinnar sjálfrar við að mæta væntingum og kröfum gesta okkar – hvernig skal tryggja framboð gistingar og afþreyingar, en ekki síður, hvernig skal tryggja gæði innan greinarinnar, fagmennsku starfsfólks og örugga upplifun viðskiptavina? Nú þegar ferðaþjónustan er tryggilega búin að festa sig í sessi sem ein allra mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar sýnir það sig að ef vel á að vera þarf þessi atvinnugrein skýra, faglega og framsýna umgjörð ekki síður en aðrar. Ný stefna, Vegvísir í ferðaþjónustu, var birt í október 2015 og voru þar skilgreind mörg þörf verkefni fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar á næstu árum. Stærstu tíðindin voru þó, að í stefnunni birtist með skýrum, formlegum hætti sá nauðsynlegi skilningur að ferðaþjónustan sé þess eðlis að viðgangur hennar og þróun kalli á víðtæka samvinnu og samþættingu á öllum sviðum. Ferðaþjónustan hefur nefnilega í sumum efnum sérstöðu umfram aðrar atvinnugreinar: hún á í margþættara og flóknara gagnkvæmu sambandi við samfélagið sem hún starfar innan. Auk þess að nýta sér þá dýrmætu sameign þjóðarinnar sem felst í náttúrugæðum landsins, koma ferðamenn hingað til að hitta fyrir fólkið sjálft; menningu þess og daglegt líf, um leið og þeir nýta sér margvíslega þjónustu sem við heimafólk höfum til daglegs brúks. Kallar á breytingarÞróun ferðaþjónustunnar til framtíðar kallar þess vegna á viðamiklar breytingar á því hvernig við rekum samfélag okkar. Þá almannaþjónustu sem ferðaþjónustan nýtir þarf að endurskipuleggja til þess að atvinnugreinin fái þrifist jafnframt því sem þarfir landsmanna eru uppfylltar. Það þarf að samhæfa verkefni hins opinbera til að tryggja skynsamlega nýtingu fjármuna og faglega úrlausn verkefna. Atvinnugreinin þarf að sýna aðgát í nærveru þjóðarsálarinnar, en ekki síður þurfum við Íslendingar að vera meðvituð um það áfram hversu mikil gæði geta falist í því að vera gestgjafar. Þannig þarf hið opinbera vissulega að endurskipuleggja fjármögnun verkefna sinna og þjónustu með þarfir ferðamanna og ferðaþjónustunnar í huga og tryggja nauðsynlegt framkvæmda- og rekstrarfé. Jafnframt og ekki síður þurfum við að gera okkur grein fyrir nauðsyn hinna mannlegu tengsla til að ná markmiðum um örugga og eftirsóknarverða upplifun gesta okkar. Það verður ekki gert án þess að tryggja t.d. samhæfðan rekstur, mönnun og viðveru í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum, en ekki síður á svæðum í eigu og umsjón sveitarfélaga. Á sama tíma gerum við sem samfélag auknar kröfur um ábyrga hegðun fyrirtækja; að þau ræki samfélagslega ábyrgð sína, umgangist auðlindir með virðingu, og sinni gestgjafahlutverki sínu af fagmennsku. Þannig starfa enda langflest fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar. PirringurÁ undanförnum misserum er farið að bera á gagnrýni meðal Íslendinga á vöxt ferðaþjónustunnar og hvert hún sé að stefna. Þrátt fyrir að því betur séu þetta ekki raddir meirihluta landsmanna ber okkur að hlusta á þær og meta með hvaða hætti við getum gert betur. Rannsóknir Ferðamálastofu sýna að sá pirringur sem þær eru lýsandi fyrir beinist ekki að gestum okkar, því að við viljum enn upp til hópa að gestir okkar njóti dvalarinnar og gleðjumst yfir því að fólk vilji koma í heimsókn. Gagnrýnin beinist frekar að atvinnugreininni og athöfnum hennar, sem og aðgerðum og aðgerðaleysi opinberra aðila. Þetta er ágætt; Íslendingar eru sem sé áfram gestrisnir og vilja gestum sínum vel, en hafa áhyggjur af því með hvaða hætti er verið að taka á móti þeim og hvernig búið er að áfangastaðnum. Í þessu felast verkefni sem hægt er að leysa með samstilltu átaki og vilja til verka og fjármögnunar. Það versta sem gæti gerst er að Íslendingar missi þolinmæði gagnvart atvinnugreininni og að það fari að bitna á viðmóti gagnvart gestum okkar – það er svo margfalt erfiðara að vinda ofan af slíkum viðhorfsbreytingum. Og í þeim vandræðum megum við ekki lenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skoðun Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Hún er sú atvinnugrein sem í dag aflar mestu gjaldeyristeknanna, skapar flest störf, stuðlar helst að atvinnusköpun og byggðafestu um landið allt, hefur mest áhrif á hagvöxt og tryggir fjölbreytilega þjónustu við íbúa landsins. Á sama tíma felast í vexti og viðgangi ferðaþjónustunnar mestu áskoranirnar sem íslensk samfélagsgerð hefur staðið frammi fyrir áratugum saman, vegna þess að eðli ferðaþjónustunnar, þær auðlindir sem hún nýtir og náin, gagnkvæm samskipti hennar við okkur sem hér búum og sinnum okkar daglega amstri eru margþættari og flóknari heldur en gengur og gerist með aðrar atvinnugreinar. Þar vega þungt áhrif á náttúru landsins, álag á ýmsa innviði almannaþjónustunnar og upplifun íbúa af því að þrengt sé að þeirra daglega lífi. Einnig og ekki síður miklar eru áskoranir innan atvinnugreinarinnar sjálfrar við að mæta væntingum og kröfum gesta okkar – hvernig skal tryggja framboð gistingar og afþreyingar, en ekki síður, hvernig skal tryggja gæði innan greinarinnar, fagmennsku starfsfólks og örugga upplifun viðskiptavina? Nú þegar ferðaþjónustan er tryggilega búin að festa sig í sessi sem ein allra mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar sýnir það sig að ef vel á að vera þarf þessi atvinnugrein skýra, faglega og framsýna umgjörð ekki síður en aðrar. Ný stefna, Vegvísir í ferðaþjónustu, var birt í október 2015 og voru þar skilgreind mörg þörf verkefni fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar á næstu árum. Stærstu tíðindin voru þó, að í stefnunni birtist með skýrum, formlegum hætti sá nauðsynlegi skilningur að ferðaþjónustan sé þess eðlis að viðgangur hennar og þróun kalli á víðtæka samvinnu og samþættingu á öllum sviðum. Ferðaþjónustan hefur nefnilega í sumum efnum sérstöðu umfram aðrar atvinnugreinar: hún á í margþættara og flóknara gagnkvæmu sambandi við samfélagið sem hún starfar innan. Auk þess að nýta sér þá dýrmætu sameign þjóðarinnar sem felst í náttúrugæðum landsins, koma ferðamenn hingað til að hitta fyrir fólkið sjálft; menningu þess og daglegt líf, um leið og þeir nýta sér margvíslega þjónustu sem við heimafólk höfum til daglegs brúks. Kallar á breytingarÞróun ferðaþjónustunnar til framtíðar kallar þess vegna á viðamiklar breytingar á því hvernig við rekum samfélag okkar. Þá almannaþjónustu sem ferðaþjónustan nýtir þarf að endurskipuleggja til þess að atvinnugreinin fái þrifist jafnframt því sem þarfir landsmanna eru uppfylltar. Það þarf að samhæfa verkefni hins opinbera til að tryggja skynsamlega nýtingu fjármuna og faglega úrlausn verkefna. Atvinnugreinin þarf að sýna aðgát í nærveru þjóðarsálarinnar, en ekki síður þurfum við Íslendingar að vera meðvituð um það áfram hversu mikil gæði geta falist í því að vera gestgjafar. Þannig þarf hið opinbera vissulega að endurskipuleggja fjármögnun verkefna sinna og þjónustu með þarfir ferðamanna og ferðaþjónustunnar í huga og tryggja nauðsynlegt framkvæmda- og rekstrarfé. Jafnframt og ekki síður þurfum við að gera okkur grein fyrir nauðsyn hinna mannlegu tengsla til að ná markmiðum um örugga og eftirsóknarverða upplifun gesta okkar. Það verður ekki gert án þess að tryggja t.d. samhæfðan rekstur, mönnun og viðveru í þjóðgörðum og á friðuðum svæðum, en ekki síður á svæðum í eigu og umsjón sveitarfélaga. Á sama tíma gerum við sem samfélag auknar kröfur um ábyrga hegðun fyrirtækja; að þau ræki samfélagslega ábyrgð sína, umgangist auðlindir með virðingu, og sinni gestgjafahlutverki sínu af fagmennsku. Þannig starfa enda langflest fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar. PirringurÁ undanförnum misserum er farið að bera á gagnrýni meðal Íslendinga á vöxt ferðaþjónustunnar og hvert hún sé að stefna. Þrátt fyrir að því betur séu þetta ekki raddir meirihluta landsmanna ber okkur að hlusta á þær og meta með hvaða hætti við getum gert betur. Rannsóknir Ferðamálastofu sýna að sá pirringur sem þær eru lýsandi fyrir beinist ekki að gestum okkar, því að við viljum enn upp til hópa að gestir okkar njóti dvalarinnar og gleðjumst yfir því að fólk vilji koma í heimsókn. Gagnrýnin beinist frekar að atvinnugreininni og athöfnum hennar, sem og aðgerðum og aðgerðaleysi opinberra aðila. Þetta er ágætt; Íslendingar eru sem sé áfram gestrisnir og vilja gestum sínum vel, en hafa áhyggjur af því með hvaða hætti er verið að taka á móti þeim og hvernig búið er að áfangastaðnum. Í þessu felast verkefni sem hægt er að leysa með samstilltu átaki og vilja til verka og fjármögnunar. Það versta sem gæti gerst er að Íslendingar missi þolinmæði gagnvart atvinnugreininni og að það fari að bitna á viðmóti gagnvart gestum okkar – það er svo margfalt erfiðara að vinda ofan af slíkum viðhorfsbreytingum. Og í þeim vandræðum megum við ekki lenda.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar