Lærdómurinn af Chilcot Stefán pálsson skrifar 11. júlí 2016 07:00 Um fátt hefur verið fjallað meira í fjölmiðlum síðustu sólarhringa en rannsóknarskýrslu þá sem kennd er við Sir John Chilcot. Vinnan við skýrsluna, sem fjallar um aðdraganda og framkvæmd Íraksstríðsins, tók sjö ár. Hún er ógnarmikil að vöxtum og nánast samfelldur áfellisdómur yfir herleiðangri þeirra Tony Blair og George W. Bush í Írak. Bresk blöð hafa ekki vandað Blair kveðjurnar og forsíður flestra þeirra hafa verið undirlagðar af flennifyrirsögnum um blekkingarvef forsætisráðherrans fyrrverandi. Skiptir þar litlu þótt mörg þessara dagblaða hafi á sínum tíma stutt stríðsreksturinn með ráðum og dáð. Tony Blair er í dag ærulaus maður og er það vel. En það væru stórkostleg mistök að draga þann eina lærdóm af skýrslunni miklu að Blair hafi farið með ósannindi, stýrst af óskhyggju eða látið stjórnast af annarlegum hvötum. Chilcot-skýrslan sýnir okkur nefnilega fram á takmarkanir þeirra stofnana sem mestu ráða á sviði hermála í heiminum. Skýrslan leiðir í ljós hvernig njósnastofnanir og ráðuneyti á Vesturlöndum voru ófær um að meta rétt stöðu mála í Írak, sjá fyrir framvindu mála eða túlka fyrirliggjandi gögn. Svo virðist sem hasarmyndir frá Hollywood hafi verið notaðar sem heimildir um hvernig nýta mætti tæknibúnað og meintir sérfræðingar í innviðum fjarlægra ríkja hafi hvorki þangað komið né talað tungumál heimamanna. Þetta er hinn raunverulegi lærdómur sem vert er að draga af skýrslu Chilcots. Tony Blair er útbrunninn stjórnmálamaður og rúinn trausti. Orðspor hans skiptir engu. En enn í dag treysta Vesturlönd á sömu stofnanir með sömu hugmyndafræði og sömu vanhæfni og leiddu til Íraksstríðsins 2003. Einfeldningsleg trú á hernaðarlegar íhlutanir í flóknum samfélögum er enn allsráðandi meðal Nató-þjóða, líkt og sjá hefur mátt í Líbýu, Jemen, Sýrlandi og Afganistan svo dæmi séu tekin. Áhrifalítil smáríki á borð við Ísland, sem studdu Íraksstríðsvitleysuna, hafa á engan hátt lagst í greiningu á utanríkisstefnu sinni til að fyrirbyggja að slík mistök endurtaki sig. Hvað sem öllum skýrslum líður virðast Vesturlönd staðráðin í að læra ekki af sögunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Um fátt hefur verið fjallað meira í fjölmiðlum síðustu sólarhringa en rannsóknarskýrslu þá sem kennd er við Sir John Chilcot. Vinnan við skýrsluna, sem fjallar um aðdraganda og framkvæmd Íraksstríðsins, tók sjö ár. Hún er ógnarmikil að vöxtum og nánast samfelldur áfellisdómur yfir herleiðangri þeirra Tony Blair og George W. Bush í Írak. Bresk blöð hafa ekki vandað Blair kveðjurnar og forsíður flestra þeirra hafa verið undirlagðar af flennifyrirsögnum um blekkingarvef forsætisráðherrans fyrrverandi. Skiptir þar litlu þótt mörg þessara dagblaða hafi á sínum tíma stutt stríðsreksturinn með ráðum og dáð. Tony Blair er í dag ærulaus maður og er það vel. En það væru stórkostleg mistök að draga þann eina lærdóm af skýrslunni miklu að Blair hafi farið með ósannindi, stýrst af óskhyggju eða látið stjórnast af annarlegum hvötum. Chilcot-skýrslan sýnir okkur nefnilega fram á takmarkanir þeirra stofnana sem mestu ráða á sviði hermála í heiminum. Skýrslan leiðir í ljós hvernig njósnastofnanir og ráðuneyti á Vesturlöndum voru ófær um að meta rétt stöðu mála í Írak, sjá fyrir framvindu mála eða túlka fyrirliggjandi gögn. Svo virðist sem hasarmyndir frá Hollywood hafi verið notaðar sem heimildir um hvernig nýta mætti tæknibúnað og meintir sérfræðingar í innviðum fjarlægra ríkja hafi hvorki þangað komið né talað tungumál heimamanna. Þetta er hinn raunverulegi lærdómur sem vert er að draga af skýrslu Chilcots. Tony Blair er útbrunninn stjórnmálamaður og rúinn trausti. Orðspor hans skiptir engu. En enn í dag treysta Vesturlönd á sömu stofnanir með sömu hugmyndafræði og sömu vanhæfni og leiddu til Íraksstríðsins 2003. Einfeldningsleg trú á hernaðarlegar íhlutanir í flóknum samfélögum er enn allsráðandi meðal Nató-þjóða, líkt og sjá hefur mátt í Líbýu, Jemen, Sýrlandi og Afganistan svo dæmi séu tekin. Áhrifalítil smáríki á borð við Ísland, sem studdu Íraksstríðsvitleysuna, hafa á engan hátt lagst í greiningu á utanríkisstefnu sinni til að fyrirbyggja að slík mistök endurtaki sig. Hvað sem öllum skýrslum líður virðast Vesturlönd staðráðin í að læra ekki af sögunni.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar