Enn óskað eftir starfsliði í Sveinsgil Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2016 12:34 Þyrla Landhelgisgæslunnar auðveldar björgunarstörf sem eru ansi erfið.Vísir/Landsbjörg Enn heldur leit áfram af frönskum ferðamanni sem féll niður um ísbrú og ofan í á við Sveinsgil seinnipartinn í gær. Um hádegi var skipt um mannskap að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu. „Hvíla þá sem eru búnir að koma að aðgerðinni frá því snemma í morgun og nótt og fá úthvíldan hóp inn. Óskað hefur verið eftir fleira fólki frá björgunarsveitum frá Akranesi í vestri til Klausturs í austri og er verið að vinna í því,“ segir í tilkynningu.Unnið hefur verið að því að brjóta upp ís og klaka og mynda holur sem snjó er mokað upp úr. Þær verða síðan notaðar til þess að skoða undir 25 metra snjóhengju sem maðurinn féll fram af síðdegis í gær. Maðurinn var á ferðalagi ásamt samlanda sínum. Í dag verður haldið áfram að brjóta leið í gegnum ísinn en notast er við keðju- og rafmagnssagir. Björgunarsveitir hafa verið á fullu í gær, nótt og morgun við vinnuna og skipulagið er að halda áfram með sama hætti. Í kvöld verður staðan tekin að nýju og næstu skref ákveðin. Þetta segir Víðir Reynisson lögreglu fulltrúi á staðnum. „Þyrla Landhelgisgæslunnar mun einnig koma að leitinni í dag með því að aðstoða við að ferja fólk og búnað frá Landmannalaugum á slysstað,“ segir í tilkynningu en þyrlan auðveldaði björgunarsveitarmönnum störfin mjög í gær þar sem erfitt er að komast á slysstað. Ekið er í gegnum Jöklagil en í gegnum það rennur Laugarkvísl sem var ansi vatnsmikil í nótt, þá þarf að ganga yfir fjallahrygg í um 45 mínútur áður en komið er að staðnum þar sem slysið varð. Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar auðveldar björgunarstörf sem eru ansi erfið.Vísir/Landsbjörg Enn heldur leit áfram af frönskum ferðamanni sem féll niður um ísbrú og ofan í á við Sveinsgil seinnipartinn í gær. Um hádegi var skipt um mannskap að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu. „Hvíla þá sem eru búnir að koma að aðgerðinni frá því snemma í morgun og nótt og fá úthvíldan hóp inn. Óskað hefur verið eftir fleira fólki frá björgunarsveitum frá Akranesi í vestri til Klausturs í austri og er verið að vinna í því,“ segir í tilkynningu.Unnið hefur verið að því að brjóta upp ís og klaka og mynda holur sem snjó er mokað upp úr. Þær verða síðan notaðar til þess að skoða undir 25 metra snjóhengju sem maðurinn féll fram af síðdegis í gær. Maðurinn var á ferðalagi ásamt samlanda sínum. Í dag verður haldið áfram að brjóta leið í gegnum ísinn en notast er við keðju- og rafmagnssagir. Björgunarsveitir hafa verið á fullu í gær, nótt og morgun við vinnuna og skipulagið er að halda áfram með sama hætti. Í kvöld verður staðan tekin að nýju og næstu skref ákveðin. Þetta segir Víðir Reynisson lögreglu fulltrúi á staðnum. „Þyrla Landhelgisgæslunnar mun einnig koma að leitinni í dag með því að aðstoða við að ferja fólk og búnað frá Landmannalaugum á slysstað,“ segir í tilkynningu en þyrlan auðveldaði björgunarsveitarmönnum störfin mjög í gær þar sem erfitt er að komast á slysstað. Ekið er í gegnum Jöklagil en í gegnum það rennur Laugarkvísl sem var ansi vatnsmikil í nótt, þá þarf að ganga yfir fjallahrygg í um 45 mínútur áður en komið er að staðnum þar sem slysið varð.
Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27
Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51