Brexit hefur ekki áhrif á stefnu Easyjet varðandi Ísland Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. júlí 2016 08:43 Easyjet hóf flugferðir til Íslands árið 2012 og hefur þeim farið ört fjölgandi. Vísir/Pjetur Andy Cockburn, talsmaður Easy Jet, segir stefnu flugfélagsins hvað varðar flugferðir til Íslands ekki hafa breyst í kjölfar þess að Bretar kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu að fara út úr Evrópusambandinu. Búist var við því að í kjölfar ákvörðunarinnar myndi eftirspurn Breta eftir ferðum til Íslands, og ferðalögum almennt, minnka vegna lækkunar breska pundsins. Frá þessu er greint á vef Túrista. Easy Jet flýgur mikið til Íslands og er í raun stærsta erlenda flugfélagið hér á landi. Komu hingað til lands 149 Easy Jet þotur í mars síðastliðnum. Enn sem komið er virðast Bretar ekki hafa látið Brexit, en það hefur þjóðaratkvæðagreiðslan verið kölluð, haft áhrif á ferðaáætlanir sínar. „Eftirspurn eftir flugi okkar til Íslands heldur áfram að vera mikil. Síðustu ár höfum bætt við nýjum flugleiðum til Íslands og Reykjavík er ennþá ört vaxandi markaður fyrir easyJet. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar mun ekki hafa nein efnisleg áhrif á stefnu okkar sem byggist á því að fókusera á leiðandi flugvelli og svæði sem mikil eftirspurn er eftir,” segir Andy Cockburn. Enn er þó tiltölulega stutt síðan gengið var til kosninga um Brexit eða um þrjár vikur og því erfitt að segja með fullri vissu hvort Brexit hafi letjandi áhrif á ferðahug Breta. Fjölmargir Bretar hafa lagt leið sína til Íslands á undanförnum árum. Bretar voru 33 prósent ferðamanna sem komu til Íslands í febrúar á þessu ári eða rúmlega 43 þúsund samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Bretar hafa undanfarin ár verið hvað duglegastir allra þjóðerna við að koma til Íslands á vetrarmánuðum. Á sama tíma komu rúmlega 16 þúsund Bandaríkjamenn sem var sú þjóð sem átti flesta ferðamenn á Íslandi á eftir Bretum. Því eru breskir ferðamenn afar mikilvægir ferðaþjónustunni, sérstaklega utan háannatíma. Brexit Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00 Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Andy Cockburn, talsmaður Easy Jet, segir stefnu flugfélagsins hvað varðar flugferðir til Íslands ekki hafa breyst í kjölfar þess að Bretar kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu að fara út úr Evrópusambandinu. Búist var við því að í kjölfar ákvörðunarinnar myndi eftirspurn Breta eftir ferðum til Íslands, og ferðalögum almennt, minnka vegna lækkunar breska pundsins. Frá þessu er greint á vef Túrista. Easy Jet flýgur mikið til Íslands og er í raun stærsta erlenda flugfélagið hér á landi. Komu hingað til lands 149 Easy Jet þotur í mars síðastliðnum. Enn sem komið er virðast Bretar ekki hafa látið Brexit, en það hefur þjóðaratkvæðagreiðslan verið kölluð, haft áhrif á ferðaáætlanir sínar. „Eftirspurn eftir flugi okkar til Íslands heldur áfram að vera mikil. Síðustu ár höfum bætt við nýjum flugleiðum til Íslands og Reykjavík er ennþá ört vaxandi markaður fyrir easyJet. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar mun ekki hafa nein efnisleg áhrif á stefnu okkar sem byggist á því að fókusera á leiðandi flugvelli og svæði sem mikil eftirspurn er eftir,” segir Andy Cockburn. Enn er þó tiltölulega stutt síðan gengið var til kosninga um Brexit eða um þrjár vikur og því erfitt að segja með fullri vissu hvort Brexit hafi letjandi áhrif á ferðahug Breta. Fjölmargir Bretar hafa lagt leið sína til Íslands á undanförnum árum. Bretar voru 33 prósent ferðamanna sem komu til Íslands í febrúar á þessu ári eða rúmlega 43 þúsund samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Bretar hafa undanfarin ár verið hvað duglegastir allra þjóðerna við að koma til Íslands á vetrarmánuðum. Á sama tíma komu rúmlega 16 þúsund Bandaríkjamenn sem var sú þjóð sem átti flesta ferðamenn á Íslandi á eftir Bretum. Því eru breskir ferðamenn afar mikilvægir ferðaþjónustunni, sérstaklega utan háannatíma.
Brexit Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00 Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00
Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58