Evrópa er skotmark Ívar Halldórsson skrifar 17. júlí 2016 11:43 Evrópa er í sigti hryðjuverkamanna. Það er engin hending að tugir manna urðu fórnarlömb hryðjuverkaárásar á þjóðhátíðardegi Frakka. Þetta var skipulögð árás og árásarmaðurinn talin hafa verið undir áhrifum íslamskra öfgamanna eins og kom nýlega fram í frétt á mbl.is. Sjálfur Frakklandsforseti virðist vera viss um það ef marka má frásagnir íslenskra og erlendra fjölmiðla í kjölfar árásarinnar. Þennan fyrri hluta júlímánaðar hafa a.m.k. 740 manns látist vegna hryðjuverka á heimsvísu undir fána Íslam. Í þessum nærri 70 skráðu hryðjuverkaárásum hafa hundruð særst í þokkabót. Nú í Nice bættust um 90 saklaus fórnarlömb við. Talan hækkar og hækkar á meðan nýja skotmarkið Evrópa hræðist að horfast í augu við hættu sem hefur aldrei verið raunverulegri en nú. Franska lögreglan var á viðbúnaðarstigi á meðan EM-keppnin stóð yfir. Hún veit vel að oft stafar ógn af róttækum múslimum, og ekki síst þegar mikill fjöldi safnast saman til að gleðjast, dansa og drekka. Frakkar hafa nefnilega þurft að læra af slæmri reynslu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir hafa orðið hryðjuverkum að bráð. Hryðjuverkum fer fjölgandi í Evrópu um þessar mundir og ekki er lengur rökrétt að kenna einhverjum illa elskuðum ofbeldistölvuleikjaáhugamönnum og einmana þunglyndissjúklingum um slík voðaverk. Það var hugsanleg orsök áður - en ekki nú. Eins og staðan er í dag vitum við líklega flest meira en við þorum að vita. Við segjum kannski einnig færra en við ættum að segja og gagnrýnum minna en við ættum að gera. Við viljum auðvitað ekki særa neinn, og er það gott svo langt sem það nær. En hvenær breytist manngæska okkar í meðvirkni? Flestar hryðjuverkaárásir í dag hafa sama samnefnara: Íslam í sinni róttækustu mynd. Þeir sem lýst hafa yfir ábyrgð á mannskæðum árásunum eru róttækir múslimar og herma að voðaverk sín séu réttlætanleg í ljósi róttækra trúarkenninga Íslam. Það er löngu orðið ljóst að múslimar víða í Evrópu eru hvattir til vondra verka af trúarleiðtogum sínum,sem ganga of langt í kennslu og útfærslu á íslömskum ritum. Við ættum að heiðra minningu fórnarlamba voðaverkanna, og ráðast með öllum ráðum að rót þeirrar illsku sem nú síðast varð þessu saklausa fólki að bana í Nice. Til þess að finna rótina og uppræta hana þurfum við að setja upp önnur gleraugu en setið hafa á nefum okkar síðustu misserin. Við þurfum að hafa gott gler fyrir gagnrýnin augu og með öllum ráðum fyrirbyggja að svona geti komið fyrir aftur. Það er ljóst að við slökkvum ekki logandi eld með því að blása á reykinn. Við þurfum að finna upptök eldsins; finna það sem nærir hann, til að ráða niðurlögum hans. Ef það er í raun öfgatrú sem kyndir bálið, eins og vísbendingar gefa vissulega til kynna, þarf að bregðast við á skjótan og markvissan hátt. Opinberir stuðningsmenn hins róttæka Íslam varpa svörtum skugga á friðsama múslima víða með hryðjuverkum sínum. Við gerum góðhjörtuðum múslimum engan greiða með því að leiða hjá okkur það hatur sem yfirlýstir öfgamenn íslam lesa út úr trúarritum sínum - þeim boðskapi sem knýr þá af krafti til vondra verka. Nú er vitað með vissu að í fjölda evrópskra moska er múslimum kennt að hata, og jafnvel vinna þeim sem ekki fylgja kenningum spámannsins mein. Faldar myndavélar og viðtöl við ímama og innanbúðarmenn evrópskra moska hafa staðfest þetta í viðtölum sem sýnd hafa verið í evrópskum fjölmiðlum. Róttækir múslimar hafa einnig lagt undir sig fjölda hverfa í evrópskum borgum og veigrar lögregla sér víða við að fara inn í þau með arm laganna, vegna þeirrar hættu sem venjulegri löggæslu kann að fylgja. Þeir múslimar sem hafa setið undir trúarlegri haturskennslu eru hættulegir umhverfi sínu. Við þurfum að gagnrýna allt sem steytir sig gegn frelsi okkar, öryggi og friði í Evrópu og þ.m.t. okkar landi - hvort sem um öfga innan trúarhópa, mótorhjólaklúbba eða skipulagðra hreyfinga er að ræða. Við höfum enn þann kost að geta lært af slæmri reynslu evrópskra nágranna okkar. Við getum byrgt brunninn okkar áður en barnið dettur ofan í hann. Öfgar eiga ekki heima í okkar landi. Við þurfum nú sem aldrei fyrr að vera á varðbergi til þess að ógæfa sú sem fjöldi Evrópuþjóða hefur orðið fyrir rati ekki á okkar mið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Evrópa er í sigti hryðjuverkamanna. Það er engin hending að tugir manna urðu fórnarlömb hryðjuverkaárásar á þjóðhátíðardegi Frakka. Þetta var skipulögð árás og árásarmaðurinn talin hafa verið undir áhrifum íslamskra öfgamanna eins og kom nýlega fram í frétt á mbl.is. Sjálfur Frakklandsforseti virðist vera viss um það ef marka má frásagnir íslenskra og erlendra fjölmiðla í kjölfar árásarinnar. Þennan fyrri hluta júlímánaðar hafa a.m.k. 740 manns látist vegna hryðjuverka á heimsvísu undir fána Íslam. Í þessum nærri 70 skráðu hryðjuverkaárásum hafa hundruð særst í þokkabót. Nú í Nice bættust um 90 saklaus fórnarlömb við. Talan hækkar og hækkar á meðan nýja skotmarkið Evrópa hræðist að horfast í augu við hættu sem hefur aldrei verið raunverulegri en nú. Franska lögreglan var á viðbúnaðarstigi á meðan EM-keppnin stóð yfir. Hún veit vel að oft stafar ógn af róttækum múslimum, og ekki síst þegar mikill fjöldi safnast saman til að gleðjast, dansa og drekka. Frakkar hafa nefnilega þurft að læra af slæmri reynslu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir hafa orðið hryðjuverkum að bráð. Hryðjuverkum fer fjölgandi í Evrópu um þessar mundir og ekki er lengur rökrétt að kenna einhverjum illa elskuðum ofbeldistölvuleikjaáhugamönnum og einmana þunglyndissjúklingum um slík voðaverk. Það var hugsanleg orsök áður - en ekki nú. Eins og staðan er í dag vitum við líklega flest meira en við þorum að vita. Við segjum kannski einnig færra en við ættum að segja og gagnrýnum minna en við ættum að gera. Við viljum auðvitað ekki særa neinn, og er það gott svo langt sem það nær. En hvenær breytist manngæska okkar í meðvirkni? Flestar hryðjuverkaárásir í dag hafa sama samnefnara: Íslam í sinni róttækustu mynd. Þeir sem lýst hafa yfir ábyrgð á mannskæðum árásunum eru róttækir múslimar og herma að voðaverk sín séu réttlætanleg í ljósi róttækra trúarkenninga Íslam. Það er löngu orðið ljóst að múslimar víða í Evrópu eru hvattir til vondra verka af trúarleiðtogum sínum,sem ganga of langt í kennslu og útfærslu á íslömskum ritum. Við ættum að heiðra minningu fórnarlamba voðaverkanna, og ráðast með öllum ráðum að rót þeirrar illsku sem nú síðast varð þessu saklausa fólki að bana í Nice. Til þess að finna rótina og uppræta hana þurfum við að setja upp önnur gleraugu en setið hafa á nefum okkar síðustu misserin. Við þurfum að hafa gott gler fyrir gagnrýnin augu og með öllum ráðum fyrirbyggja að svona geti komið fyrir aftur. Það er ljóst að við slökkvum ekki logandi eld með því að blása á reykinn. Við þurfum að finna upptök eldsins; finna það sem nærir hann, til að ráða niðurlögum hans. Ef það er í raun öfgatrú sem kyndir bálið, eins og vísbendingar gefa vissulega til kynna, þarf að bregðast við á skjótan og markvissan hátt. Opinberir stuðningsmenn hins róttæka Íslam varpa svörtum skugga á friðsama múslima víða með hryðjuverkum sínum. Við gerum góðhjörtuðum múslimum engan greiða með því að leiða hjá okkur það hatur sem yfirlýstir öfgamenn íslam lesa út úr trúarritum sínum - þeim boðskapi sem knýr þá af krafti til vondra verka. Nú er vitað með vissu að í fjölda evrópskra moska er múslimum kennt að hata, og jafnvel vinna þeim sem ekki fylgja kenningum spámannsins mein. Faldar myndavélar og viðtöl við ímama og innanbúðarmenn evrópskra moska hafa staðfest þetta í viðtölum sem sýnd hafa verið í evrópskum fjölmiðlum. Róttækir múslimar hafa einnig lagt undir sig fjölda hverfa í evrópskum borgum og veigrar lögregla sér víða við að fara inn í þau með arm laganna, vegna þeirrar hættu sem venjulegri löggæslu kann að fylgja. Þeir múslimar sem hafa setið undir trúarlegri haturskennslu eru hættulegir umhverfi sínu. Við þurfum að gagnrýna allt sem steytir sig gegn frelsi okkar, öryggi og friði í Evrópu og þ.m.t. okkar landi - hvort sem um öfga innan trúarhópa, mótorhjólaklúbba eða skipulagðra hreyfinga er að ræða. Við höfum enn þann kost að geta lært af slæmri reynslu evrópskra nágranna okkar. Við getum byrgt brunninn okkar áður en barnið dettur ofan í hann. Öfgar eiga ekki heima í okkar landi. Við þurfum nú sem aldrei fyrr að vera á varðbergi til þess að ógæfa sú sem fjöldi Evrópuþjóða hefur orðið fyrir rati ekki á okkar mið.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar