Engin hæfnispróf fyrir framhaldsskólanema Þórdís Valsdóttir skrifar 1. júlí 2016 05:00 Framhaldsskólum er ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar. Fréttablaðið/GVA Ákveðið hefur verið að falla frá hæfnisprófum sem Menntamálastofnun ætlaði að bjóða upp á. Prófin hefðu framhaldsskólar getað notað við inntöku nemenda. Nýtt kerfi lokaeinkunna var tekið upp nú í vor og eru einkunnir í grunnskólum nú gefnar í bókstöfum. „Við ræddum hæfnisprófin í tengslum við ójafnræði sem gæti ríkt á milli nemenda í tengslum við nýja einkunnakerfið en það var fallið frá því,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Hann segir að almenn ánægja ríki meðal skólameistara með nýja einkunnakerfið.Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.Framhaldsskólum er nú ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar. Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, segir að á síðasta ári hafi verið fyrirhugað að Verzlunarskólinn hefði inntökupróf við skólann en hætt var við það vegna fyrirhugaðra hæfnisprófa Menntamálastofnunar. „Í fyrra var staðan þannig að okkur fannst eins og einkunnir hefðu hækkað ótrúlega mikið og Menntamálastofnun hefur tekið undir það,“ segir Ingi. Ingi telur mikilvægt að einhvers konar samræmdur kvarði verði á einkunnum nemenda við innritun. „Við tortryggjum ekki grunnskólana, enda treystum við þeim fullkomlega,“ segir Ingi. „Hvernig sem það er gert þá þarf að vera einhver samræmdur kvarði. Það getur vel verið að þessi nýi einkunnakvarði verði til bóta þegar fram í sækir, ég ætla ekki að gera lítið úr því, en óánægjan var mikil núna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Ákveðið hefur verið að falla frá hæfnisprófum sem Menntamálastofnun ætlaði að bjóða upp á. Prófin hefðu framhaldsskólar getað notað við inntöku nemenda. Nýtt kerfi lokaeinkunna var tekið upp nú í vor og eru einkunnir í grunnskólum nú gefnar í bókstöfum. „Við ræddum hæfnisprófin í tengslum við ójafnræði sem gæti ríkt á milli nemenda í tengslum við nýja einkunnakerfið en það var fallið frá því,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Hann segir að almenn ánægja ríki meðal skólameistara með nýja einkunnakerfið.Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.Framhaldsskólum er nú ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar. Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, segir að á síðasta ári hafi verið fyrirhugað að Verzlunarskólinn hefði inntökupróf við skólann en hætt var við það vegna fyrirhugaðra hæfnisprófa Menntamálastofnunar. „Í fyrra var staðan þannig að okkur fannst eins og einkunnir hefðu hækkað ótrúlega mikið og Menntamálastofnun hefur tekið undir það,“ segir Ingi. Ingi telur mikilvægt að einhvers konar samræmdur kvarði verði á einkunnum nemenda við innritun. „Við tortryggjum ekki grunnskólana, enda treystum við þeim fullkomlega,“ segir Ingi. „Hvernig sem það er gert þá þarf að vera einhver samræmdur kvarði. Það getur vel verið að þessi nýi einkunnakvarði verði til bóta þegar fram í sækir, ég ætla ekki að gera lítið úr því, en óánægjan var mikil núna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira