Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2016 21:34 Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. Það hefur hins vegar verið á reiki undanfarna áratugi hvort hann eða Rifstangi sé nyrsti oddi fastalandsins. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, er fjallað um málið og rætt við Níels Árna Lund, sem um þessar mundir ritar sögu byggðarinnar á Melrakkasléttu. Fyrir utan Grímsey og Kolbeinsey er Melrakkaslétta sá hluti Íslands sem teygir sig lengst norður en lengi hafa verið áhöld um það hvaða tangi fastalandsins sæti uppi með stimpilinn sem nyrsti tangi Íslands; Rifstangi eða Hraunhafnartangi. Lengi var kennt í skólum að Hraunhafnartangi væri nyrstur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Níels Árni Lund er fæddur og uppalinn á Sléttu og er að rita sögu hennar. Honum, eins og svo mörgum öðrum, var kennt í barnaskóla að Hraunhafnartangi væri nyrstur, en að Rifstangi hafi áður verið talinn sá nyrsti. Níels Árni getur auðvitað ekki gefið út bókina nema hafa þetta á hreinu. „Nú er ég búinn að fá það staðfest af Landmælingum Íslands að Rifstangi er nyrsti tangi landsins, munar einum 68 metrum, sem hann nær norðar en Hraunhafnartanginn,” segir Níels Árni. Þetta virðist samt enn á reiki í ferðamannabæklingum því útlendingar streyma á Hraunhafnartanga, sumir í þeirri trú að þar sé heimskautsbaugurinn, þótt baugurinn liggi þremur kílómetrum frá landi. „Hingað kemur fólk, og sér í lagi var það á Hraunhafnartangann, og allt í lagi að halda því enn til streitu, að láta gifta sig og að hafa komið út fyrir heimskautsbaug. Og þannig er það og þeir geta báðir verið það í sjálfu sér, þó að Rifstangi teygi tána aðeins lengra út í sjóinn.” Vinsæl gönguleið liggur að vitanum á Hraunhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Gönguleiðin á Hraunhafnartanga er fjölfarin. Það er hins vegar seinfarnara að ganga á Rifstanga. „Þetta er feikilegt klungur og erfitt að komast þarna niður en vel þess virði að labba niður á Rifstanga og sjá svæðið þar.” En hvernig stendur á þessu rugli? „Ég heyrði nú einhverja skýringu að þetta væru mismunandi mælingar á sjókortum og legu landsins og hvernig baugurinn liggur, og svo framvegis. En ég hef ekki frekari skýringu á því nema ég veit að þetta er bara staðfest. Núna samkvæmt loftmyndum á þetta að vera klárlega nyrsti tangi landsins,” svarar Níels Árni Lund. Sem sagt: Rifstangi. Á Rifstanga er eyðibýlið Rif.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. Það hefur hins vegar verið á reiki undanfarna áratugi hvort hann eða Rifstangi sé nyrsti oddi fastalandsins. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, er fjallað um málið og rætt við Níels Árna Lund, sem um þessar mundir ritar sögu byggðarinnar á Melrakkasléttu. Fyrir utan Grímsey og Kolbeinsey er Melrakkaslétta sá hluti Íslands sem teygir sig lengst norður en lengi hafa verið áhöld um það hvaða tangi fastalandsins sæti uppi með stimpilinn sem nyrsti tangi Íslands; Rifstangi eða Hraunhafnartangi. Lengi var kennt í skólum að Hraunhafnartangi væri nyrstur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Níels Árni Lund er fæddur og uppalinn á Sléttu og er að rita sögu hennar. Honum, eins og svo mörgum öðrum, var kennt í barnaskóla að Hraunhafnartangi væri nyrstur, en að Rifstangi hafi áður verið talinn sá nyrsti. Níels Árni getur auðvitað ekki gefið út bókina nema hafa þetta á hreinu. „Nú er ég búinn að fá það staðfest af Landmælingum Íslands að Rifstangi er nyrsti tangi landsins, munar einum 68 metrum, sem hann nær norðar en Hraunhafnartanginn,” segir Níels Árni. Þetta virðist samt enn á reiki í ferðamannabæklingum því útlendingar streyma á Hraunhafnartanga, sumir í þeirri trú að þar sé heimskautsbaugurinn, þótt baugurinn liggi þremur kílómetrum frá landi. „Hingað kemur fólk, og sér í lagi var það á Hraunhafnartangann, og allt í lagi að halda því enn til streitu, að láta gifta sig og að hafa komið út fyrir heimskautsbaug. Og þannig er það og þeir geta báðir verið það í sjálfu sér, þó að Rifstangi teygi tána aðeins lengra út í sjóinn.” Vinsæl gönguleið liggur að vitanum á Hraunhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Gönguleiðin á Hraunhafnartanga er fjölfarin. Það er hins vegar seinfarnara að ganga á Rifstanga. „Þetta er feikilegt klungur og erfitt að komast þarna niður en vel þess virði að labba niður á Rifstanga og sjá svæðið þar.” En hvernig stendur á þessu rugli? „Ég heyrði nú einhverja skýringu að þetta væru mismunandi mælingar á sjókortum og legu landsins og hvernig baugurinn liggur, og svo framvegis. En ég hef ekki frekari skýringu á því nema ég veit að þetta er bara staðfest. Núna samkvæmt loftmyndum á þetta að vera klárlega nyrsti tangi landsins,” svarar Níels Árni Lund. Sem sagt: Rifstangi. Á Rifstanga er eyðibýlið Rif.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira