Af hverju alltaf bara strákar? Hrannar Björn Arnarsson skrifar 6. júlí 2016 07:00 Á liðnum vikum hefur átta ára dóttir mín í tvígang spurt mig þessarar spurningar og því miður hef ég ekki getað gefið henni ásættanleg svör. Tilefnin voru viðamiklar og vandaðar umfjallanir íþróttadeilda RÚV og Stöðvar 2 um glæsileg knattspyrnumót Akureyringa og Eyjamanna fyrir unga drengi, en sjálf hafði dóttir mín nýlokið keppni í sambærilegu móti ásamt hundruðum annarra stúlkna á Akureyri og Sauðárkróki. Um þau mót fjallaði hins vegar hvorug íþróttadeildin, ekki frekar en undanfarin ár. Því miður hafa tilraunir mínar við að kalla eftir svörum við spurningu dóttur minnar enn ekki borið neinn árangur og því ítreka ég hana hér og vona að einhverjir af forráðamönnum Stöðvar 2 og RÚV finni tíma aflögu og virði hana opinbers svars. Til að fyrirbyggja allan misskilning má ég til með að undirstrika, að mér finnst umfjallanir miðlanna um drengjamótin tvö til mikillar fyrirmyndar. Bæði hafa mótin gríðarlega þýðingu fyrir uppbyggingarstarf í knattspyrnunni, eru að mörgu leyti hápunktar hvers árs hjá iðkendum og öll umgjörð þeirra og skipulag eru félögunum til mikils sóma. Vandaðar umfjallanir fjölmiðla gera ekkert annað en að efla þetta mikilvæga starf, og ekki síst styrkir slík umfjöllun og eflir sjálfsmynd drengjanna sem taka þátt. Fyrir þessa athygli fjölmiðlanna ber því að þakka. Allt hið sama á hins vegar einnig við um glæsileg stúlknamót KA og Tindastóls, en vandinn er sá að þar láta þessir sömu fjölmiðlar ekki sjá sig. Með fjarveru sinni á stúlknamótunum, samhliða vandaðri umfjöllun um drengjamótin, gera Stöð 2 og RÚV sig sek um óþolandi mismunun, bæði gagnvart mótshöldurum og þeim sem vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Íslandi, en ekki síst gagnvart þeim hundruðum ungra stúlkna sem upplifa sig vanvirtar og knattspyrnuiðkun sína minna metna en drengjanna á sama aldri. Með mismunun sinni vega fjölmiðlarnir að sjálfsmynd ungra kvenna sem knattspyrnuiðkenda og vinna beinlínis gegn grasrótarstarfi kvennaknattspyrnunnar. Ekki dettur mér í hug að hér sé um meðvitaða stefnu fjölmiðlanna að ræða og því hvet ég þá til að hugleiða og svara spurningu dóttur minnar með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Íslenskar knattspyrnukonur eru og hafa verið meðal þeirra bestu í heiminum á liðnum árum og sá ótrúlegi árangur ætti að nýtast okkur vel sem hvatning til dáða og grunnur til að gera enn betur. Til að svo megi verða þurfum við hinsvegar öll að leggjast á árarnar og róa í sömu átt. Liðsinni fjölmiðla í þeim efnum er gríðarlega mikilvægt og ábyrgð þeirra mikil. Áfram Ísland! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum hefur átta ára dóttir mín í tvígang spurt mig þessarar spurningar og því miður hef ég ekki getað gefið henni ásættanleg svör. Tilefnin voru viðamiklar og vandaðar umfjallanir íþróttadeilda RÚV og Stöðvar 2 um glæsileg knattspyrnumót Akureyringa og Eyjamanna fyrir unga drengi, en sjálf hafði dóttir mín nýlokið keppni í sambærilegu móti ásamt hundruðum annarra stúlkna á Akureyri og Sauðárkróki. Um þau mót fjallaði hins vegar hvorug íþróttadeildin, ekki frekar en undanfarin ár. Því miður hafa tilraunir mínar við að kalla eftir svörum við spurningu dóttur minnar enn ekki borið neinn árangur og því ítreka ég hana hér og vona að einhverjir af forráðamönnum Stöðvar 2 og RÚV finni tíma aflögu og virði hana opinbers svars. Til að fyrirbyggja allan misskilning má ég til með að undirstrika, að mér finnst umfjallanir miðlanna um drengjamótin tvö til mikillar fyrirmyndar. Bæði hafa mótin gríðarlega þýðingu fyrir uppbyggingarstarf í knattspyrnunni, eru að mörgu leyti hápunktar hvers árs hjá iðkendum og öll umgjörð þeirra og skipulag eru félögunum til mikils sóma. Vandaðar umfjallanir fjölmiðla gera ekkert annað en að efla þetta mikilvæga starf, og ekki síst styrkir slík umfjöllun og eflir sjálfsmynd drengjanna sem taka þátt. Fyrir þessa athygli fjölmiðlanna ber því að þakka. Allt hið sama á hins vegar einnig við um glæsileg stúlknamót KA og Tindastóls, en vandinn er sá að þar láta þessir sömu fjölmiðlar ekki sjá sig. Með fjarveru sinni á stúlknamótunum, samhliða vandaðri umfjöllun um drengjamótin, gera Stöð 2 og RÚV sig sek um óþolandi mismunun, bæði gagnvart mótshöldurum og þeim sem vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Íslandi, en ekki síst gagnvart þeim hundruðum ungra stúlkna sem upplifa sig vanvirtar og knattspyrnuiðkun sína minna metna en drengjanna á sama aldri. Með mismunun sinni vega fjölmiðlarnir að sjálfsmynd ungra kvenna sem knattspyrnuiðkenda og vinna beinlínis gegn grasrótarstarfi kvennaknattspyrnunnar. Ekki dettur mér í hug að hér sé um meðvitaða stefnu fjölmiðlanna að ræða og því hvet ég þá til að hugleiða og svara spurningu dóttur minnar með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Íslenskar knattspyrnukonur eru og hafa verið meðal þeirra bestu í heiminum á liðnum árum og sá ótrúlegi árangur ætti að nýtast okkur vel sem hvatning til dáða og grunnur til að gera enn betur. Til að svo megi verða þurfum við hinsvegar öll að leggjast á árarnar og róa í sömu átt. Liðsinni fjölmiðla í þeim efnum er gríðarlega mikilvægt og ábyrgð þeirra mikil. Áfram Ísland! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun