Betur má ef duga skal! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 24. júní 2016 07:00 Föstudaginn 10. júní sl. var langþráðum áfanga náð í fangelsismálum þegar nýtt fangelsi var tekið í notkun. Mun það leysa af hólmi Hegningarhúsið og Kvennafangelsið. Þetta nýja fangelsi er ekki eingöngu merkilegt fyrir góðan aðbúnað og hönnun heldur er það fyrsta fangelsið sem er byggt sem fangelsi síðan Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874! Þess merkilegri er svo sú staðreynd að fangelsismál hafa lengi verið í ólestri, en Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafði kjark og metnað til að berjast fyrir byggingu nýs fangelsis á árunum 2011-2013 þegar staða ríkissjóðs var alvarleg. Ber að hrósa og þakka Ögmundi fyrir hans baráttu sem og líka þeim Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ólöfu Nordal að hafa fylgt málinu eftir af fullum þunga og klárað með sæmd. Nýja fangelsið er vel tæknilega útbúið gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með sérstakri deild fyrir kvenfanga. Í fangelsinu eru alls 56 fangaklefar. Heildarkostnaður við byggingu fangelsisins er um þrír milljarðar króna. Hið nýja fangelsi er tekið í notkun á mikilvægum tíma þar sem skortur hefur verið á fangelsisrýmum og hefur boðunarlisti aðila til afplánunar lengst á undanförnum árum. Árið 2007 voru 105 aðilar á boðunarlista, árið 2009 voru þeir orðnir 213, árið 2012 voru þeir 366 og árið 2014 var fjöldi aðila á boðunarlista kominn í 437 eða um um 300% fleiri en árið 2007. Fjöldi fanga sem er í afplánun á hverju ári er um 150. Fjöldi fanga á afplánunarlista fangelsismála hefur hin síðari ár aukist og þrátt fyrir tilkomu hins nýja fangelsis mun það ekki leysa vandann. Margt hefur verið gert til að mæta fjölgun fanga á afplánunarlistanum, m.a. hefur föngum verið gefinn kostur á afplánun með samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti auk hins gamla úrræðis, reynslulausn. Fjölga þarf rýmum Þrátt fyrir hið nýja fangelsi á Hólmsheiði, þá þarf að fjölga rýmum og bæta þjónustu við fanga, eins og sálfræðiþjónustu og aðgengi að námi og léttri vinnu. Árið 2010 gerði Ríkisendurskoðun skýrslu um stöðu fangelsismála á Íslandi. Skýrslan var gerð á þeim tíma þegar ekki var búið að ákveða byggingu fangelsisins á Hólmsheiði og einnig voru miklu færri á boðunarlista til afplánunar. Að auki hafa fleiri þungir dómar fallið síðan þá, m.a. vegna fíkniefnainnflutnings, kynferðisbrota og vegna löggjafar Alþingis um hertar refsingar. Ríkisendurskoðun lagði til í skýrslu sinni nokkra möguleika um hvernig eigi að takast á við aðsteðjandi vanda, m.a. byggingu nýs fangelsis og tvo kosti varðandi stækkun á fangelsinu á Litla-Hrauni. Annar kosturinn kallaði á stækkun sem næmi 22 rýmum og kostaði um 450 milljónir (um 550 milljónir á núvirði) eða meiri stækkun sem næmi 44 rýmum og kostaði um einn milljarð (um 1.250 milljónir á núvirði). Með því að ráðast í stækkun á Litla-Hrauni er hægt að lækka rekstrarkostnað. Með því að fjölga rýmum í fangelsum er hægt að stytta boðunarlista til afplánunar, kalla aðila fyrr í afplánun og draga úr óvissu meðal fanga og aðstandenda sem er í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er ábyrgð samfélagsins að gæta fanga, gera þeim kleift að takast á við afplánun af reisn og auðvelda þeim að koma aftur í samfélagið sem betri menn. Opnun fangelsisins á Hólmsheiði er stórt skref í þessa átt en betur má ef duga skal. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Sjá meira
Föstudaginn 10. júní sl. var langþráðum áfanga náð í fangelsismálum þegar nýtt fangelsi var tekið í notkun. Mun það leysa af hólmi Hegningarhúsið og Kvennafangelsið. Þetta nýja fangelsi er ekki eingöngu merkilegt fyrir góðan aðbúnað og hönnun heldur er það fyrsta fangelsið sem er byggt sem fangelsi síðan Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874! Þess merkilegri er svo sú staðreynd að fangelsismál hafa lengi verið í ólestri, en Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafði kjark og metnað til að berjast fyrir byggingu nýs fangelsis á árunum 2011-2013 þegar staða ríkissjóðs var alvarleg. Ber að hrósa og þakka Ögmundi fyrir hans baráttu sem og líka þeim Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ólöfu Nordal að hafa fylgt málinu eftir af fullum þunga og klárað með sæmd. Nýja fangelsið er vel tæknilega útbúið gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með sérstakri deild fyrir kvenfanga. Í fangelsinu eru alls 56 fangaklefar. Heildarkostnaður við byggingu fangelsisins er um þrír milljarðar króna. Hið nýja fangelsi er tekið í notkun á mikilvægum tíma þar sem skortur hefur verið á fangelsisrýmum og hefur boðunarlisti aðila til afplánunar lengst á undanförnum árum. Árið 2007 voru 105 aðilar á boðunarlista, árið 2009 voru þeir orðnir 213, árið 2012 voru þeir 366 og árið 2014 var fjöldi aðila á boðunarlista kominn í 437 eða um um 300% fleiri en árið 2007. Fjöldi fanga sem er í afplánun á hverju ári er um 150. Fjöldi fanga á afplánunarlista fangelsismála hefur hin síðari ár aukist og þrátt fyrir tilkomu hins nýja fangelsis mun það ekki leysa vandann. Margt hefur verið gert til að mæta fjölgun fanga á afplánunarlistanum, m.a. hefur föngum verið gefinn kostur á afplánun með samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti auk hins gamla úrræðis, reynslulausn. Fjölga þarf rýmum Þrátt fyrir hið nýja fangelsi á Hólmsheiði, þá þarf að fjölga rýmum og bæta þjónustu við fanga, eins og sálfræðiþjónustu og aðgengi að námi og léttri vinnu. Árið 2010 gerði Ríkisendurskoðun skýrslu um stöðu fangelsismála á Íslandi. Skýrslan var gerð á þeim tíma þegar ekki var búið að ákveða byggingu fangelsisins á Hólmsheiði og einnig voru miklu færri á boðunarlista til afplánunar. Að auki hafa fleiri þungir dómar fallið síðan þá, m.a. vegna fíkniefnainnflutnings, kynferðisbrota og vegna löggjafar Alþingis um hertar refsingar. Ríkisendurskoðun lagði til í skýrslu sinni nokkra möguleika um hvernig eigi að takast á við aðsteðjandi vanda, m.a. byggingu nýs fangelsis og tvo kosti varðandi stækkun á fangelsinu á Litla-Hrauni. Annar kosturinn kallaði á stækkun sem næmi 22 rýmum og kostaði um 450 milljónir (um 550 milljónir á núvirði) eða meiri stækkun sem næmi 44 rýmum og kostaði um einn milljarð (um 1.250 milljónir á núvirði). Með því að ráðast í stækkun á Litla-Hrauni er hægt að lækka rekstrarkostnað. Með því að fjölga rýmum í fangelsum er hægt að stytta boðunarlista til afplánunar, kalla aðila fyrr í afplánun og draga úr óvissu meðal fanga og aðstandenda sem er í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er ábyrgð samfélagsins að gæta fanga, gera þeim kleift að takast á við afplánun af reisn og auðvelda þeim að koma aftur í samfélagið sem betri menn. Opnun fangelsisins á Hólmsheiði er stórt skref í þessa átt en betur má ef duga skal. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun