Einn helsti barnaníðingur Bretlands játaði 71 brot Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2016 10:30 Vísir/AFP/Getty Richard Huckle á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að hann játaði að hafa misnotað 23 börn í fátækum samfélögum í Malasíu. Brotin ná yfir árin 2006 til 2014, en Huckle er einungis 30 ára gamall. Rannsakendur telja að hann hafi misnotað allt að 200 börn.Huckle deildi myndum og myndböndum af brotum sínum með öðrum barnaníðingum á djúpvefjum internetsins. Þá fann lögreglan rúmlega tuttugu þúsund myndir sem hann tók á tölvu hans, en myndirnar voru af börnum sem hann hafði misnotað. Einnig fannst nokkurs konar handbók þar sem hann ráðlagði öðrum barnaníðungum um hvernig þeir gætu brotið gegn börnum og komist upp með það. Handbókina kallaði hann „Paedophiles And Poverty: Child Lover Guide“. Huckle hafði ætlað sér að birta bókina á netinu. Hann var handtekinn við komuna til Englands árið 2014. Málið er fyrst að koma fyrir í fjölmiðlum núna þar sem rannsakendur málsins höfðu farið fram á leynd fórnarlambanna vegna. Þegar mál Huckle var tekið fyrir dóm tók rúman klukkutíma að lesa upp ákærurnar.BBC fer yfir hvernig Huckle var handsamaður og segja eitt orð og freknu hafa leitt til handtöku hans. Lögregluembætti í Ástralíu og Evrópu voru meðvituð um vel falið vefsvæði sem barnaníðingar kölluðu „Love Zone“. Það var varið með lykilorðum, dulkóðun og sérstökum forritum og algerlega nafnlaust. Þar voru myndir og myndbönd sem sýndu menn níðast á börnum og jafnvel ungabörnum. Sérsveit lögreglunnar í Ástralíu tók þó eftir því að hann notaði orðið „hiyas“ til að heilsa fólki á spjallþráðum. Eftir gífurlega leit fannst Facebooksíða manns sem notaði sömu kveðju og á endanum brutu lögregluþjónar sér leið inn á heimili Shannon McCoole þar sem hann var á vefsvæðinu sem hann hafði byggt upp. Hann var með sambærilega freknu og hafði sést á fjölmörgum myndum á vefsvæðinu. Sérsveitin tók hlutverk McCoole, sem var dæmdur í 35 ára fangelsi í fyrra, að sér og hélt áfram að reka vefsvæðið. Með því að halda vefsvæðinu gangandi gátu lögregluþjónar borið kennsl á Huckle og bent yfirvöldum í Bretlandi á hann.Hér að neðan má sjá umfjöllun Sky News um Huckle, en vert er að vara viðkvæma við umfjölluninni. Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Richard Huckle á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að hann játaði að hafa misnotað 23 börn í fátækum samfélögum í Malasíu. Brotin ná yfir árin 2006 til 2014, en Huckle er einungis 30 ára gamall. Rannsakendur telja að hann hafi misnotað allt að 200 börn.Huckle deildi myndum og myndböndum af brotum sínum með öðrum barnaníðingum á djúpvefjum internetsins. Þá fann lögreglan rúmlega tuttugu þúsund myndir sem hann tók á tölvu hans, en myndirnar voru af börnum sem hann hafði misnotað. Einnig fannst nokkurs konar handbók þar sem hann ráðlagði öðrum barnaníðungum um hvernig þeir gætu brotið gegn börnum og komist upp með það. Handbókina kallaði hann „Paedophiles And Poverty: Child Lover Guide“. Huckle hafði ætlað sér að birta bókina á netinu. Hann var handtekinn við komuna til Englands árið 2014. Málið er fyrst að koma fyrir í fjölmiðlum núna þar sem rannsakendur málsins höfðu farið fram á leynd fórnarlambanna vegna. Þegar mál Huckle var tekið fyrir dóm tók rúman klukkutíma að lesa upp ákærurnar.BBC fer yfir hvernig Huckle var handsamaður og segja eitt orð og freknu hafa leitt til handtöku hans. Lögregluembætti í Ástralíu og Evrópu voru meðvituð um vel falið vefsvæði sem barnaníðingar kölluðu „Love Zone“. Það var varið með lykilorðum, dulkóðun og sérstökum forritum og algerlega nafnlaust. Þar voru myndir og myndbönd sem sýndu menn níðast á börnum og jafnvel ungabörnum. Sérsveit lögreglunnar í Ástralíu tók þó eftir því að hann notaði orðið „hiyas“ til að heilsa fólki á spjallþráðum. Eftir gífurlega leit fannst Facebooksíða manns sem notaði sömu kveðju og á endanum brutu lögregluþjónar sér leið inn á heimili Shannon McCoole þar sem hann var á vefsvæðinu sem hann hafði byggt upp. Hann var með sambærilega freknu og hafði sést á fjölmörgum myndum á vefsvæðinu. Sérsveitin tók hlutverk McCoole, sem var dæmdur í 35 ára fangelsi í fyrra, að sér og hélt áfram að reka vefsvæðið. Með því að halda vefsvæðinu gangandi gátu lögregluþjónar borið kennsl á Huckle og bent yfirvöldum í Bretlandi á hann.Hér að neðan má sjá umfjöllun Sky News um Huckle, en vert er að vara viðkvæma við umfjölluninni.
Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira