Guðni um leiðara Moggans: „Liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2016 11:39 Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Hanna „Ég kveinka mér ekkert undan þessu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem honum er líkt við forsetaefni Repúblikanaflokksins Donald Trump. „Það liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á, mig og ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Guðni en annar af ritstjórum Morgunblaðsins er Davíð Oddsson sem er einmitt einnig í forsetaframboði. Davíð er þó í sumarleyfi frá ritstjórastörfum á meðan hann er í framboði og fer því Haraldur Johannessen með ritstjóravaldið einn á meðan.Davíð Oddsson. Vísir/Anton BrinkLeiðari Morgunblaðsins ber yfirskriftina „Árásir á fjölmiðla“ en þar er rakið hvernig það hefur reynst Donald Trump vel að ráðast á fjölmiðla í kosningabaráttu sinni. Er Guðni síðan sagður hafa veist að Morgunblaðinu í fyrirlestri sem hann hélt í gær á vegum málþings Háskóla Íslands þar sem hann fjallaði um þorskastríðin sem hann hefur rannsakað sem sagnfræðingur. Svaraði Guðni Staksteinum Morgunblaðsins í vikunni og furðaði sig á þögn fjölmiðilsins þegar kæmi að umfjöllun um að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. Guðni segist ekki taka þessa gagnrýni Morgunblaðsins inn á sig. „Nei, ég bara leyfi þeim að halda því fram sem þeir vilja. Ég hef enga sérstaka skoðun á þessu truflar mig ekki neitt.“ Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, þar sem hann spurður hvort það sé eðlilegt að Guðni Th. hafi tekið þátt í þessu málþingi í gær í ljósi þess að hann er forsetaframbjóðandi. Jón Atli segir tilvik Guðna vera einstakt en full ástæða sé til að Háskóli Íslands setji sér viðmið. „Verklag um það hvenær fólk kemur fram fyrir hönd háskólans og hvenær það gerir það ekki,“ er haft eftir Jóni Atla í Morgunblaðinu. Guðni segir í samtali við Vísi að undirbúningur málþingsins hófst í byrjun árs. Það var haldið af sagnfræðingafélagi Háskóla Íslands þar sem Guðni situr í stjórn og fékk það virtan erlendan fræðimann til að taka þátt. „Háskólinn má aldrei einangrast og ég myndi fagna því ef Andri Snær talaði á málþingi á vegum skólans sem eru á hans sérsviði og Halla um þátttöku kvenna í atvinnulífi. Látum fílabeinsturninn ekki útiloka þátttöku háskólans í samfélagsumræðum.“ Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
„Ég kveinka mér ekkert undan þessu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem honum er líkt við forsetaefni Repúblikanaflokksins Donald Trump. „Það liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á, mig og ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Guðni en annar af ritstjórum Morgunblaðsins er Davíð Oddsson sem er einmitt einnig í forsetaframboði. Davíð er þó í sumarleyfi frá ritstjórastörfum á meðan hann er í framboði og fer því Haraldur Johannessen með ritstjóravaldið einn á meðan.Davíð Oddsson. Vísir/Anton BrinkLeiðari Morgunblaðsins ber yfirskriftina „Árásir á fjölmiðla“ en þar er rakið hvernig það hefur reynst Donald Trump vel að ráðast á fjölmiðla í kosningabaráttu sinni. Er Guðni síðan sagður hafa veist að Morgunblaðinu í fyrirlestri sem hann hélt í gær á vegum málþings Háskóla Íslands þar sem hann fjallaði um þorskastríðin sem hann hefur rannsakað sem sagnfræðingur. Svaraði Guðni Staksteinum Morgunblaðsins í vikunni og furðaði sig á þögn fjölmiðilsins þegar kæmi að umfjöllun um að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. Guðni segist ekki taka þessa gagnrýni Morgunblaðsins inn á sig. „Nei, ég bara leyfi þeim að halda því fram sem þeir vilja. Ég hef enga sérstaka skoðun á þessu truflar mig ekki neitt.“ Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, þar sem hann spurður hvort það sé eðlilegt að Guðni Th. hafi tekið þátt í þessu málþingi í gær í ljósi þess að hann er forsetaframbjóðandi. Jón Atli segir tilvik Guðna vera einstakt en full ástæða sé til að Háskóli Íslands setji sér viðmið. „Verklag um það hvenær fólk kemur fram fyrir hönd háskólans og hvenær það gerir það ekki,“ er haft eftir Jóni Atla í Morgunblaðinu. Guðni segir í samtali við Vísi að undirbúningur málþingsins hófst í byrjun árs. Það var haldið af sagnfræðingafélagi Háskóla Íslands þar sem Guðni situr í stjórn og fékk það virtan erlendan fræðimann til að taka þátt. „Háskólinn má aldrei einangrast og ég myndi fagna því ef Andri Snær talaði á málþingi á vegum skólans sem eru á hans sérsviði og Halla um þátttöku kvenna í atvinnulífi. Látum fílabeinsturninn ekki útiloka þátttöku háskólans í samfélagsumræðum.“
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira