Þjálfari Portúgal: Ronaldo er mikilvægari fyrir Portúgal en fyrir Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2016 19:15 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Fernando Santos, þjálfari Portúgal, er óhræddur við að leggja áherslu á mikilvægi Cristiano Ronaldo fyrir lið sitt á komandi Evrópumóti í Frakklandi. Cristiano Ronaldo kom til móts við portúgalska landsliðið í gær en hann fékk tíma til að jafna sig eftir sigur Real Madrid á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ronaldo verður væntanlega með í vináttulandsleiknum á móti Eistlandi á miðvikudaginn en það er síðasti undirbúningsleikur portúgalska liðsins fyrir fyrsta leik EM 2016 sem verður einmitt á móti íslenska liðinu. Pepe, sem spilar líka með Real Madrid, fékk líka hvíld eins og Cristiano Ronaldo.“Þeir þurftu að fá hvíld," sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgal, við spænska blaðið Marca. Reuters segir frá. „Það er betra fyrir alla að þeir mæti ánægðir og með aukakraft eftir að hafa náð markmiðum sínum," sagði Santos. Cristiano Ronaldo skoraði 51 mark í 48 leikjum í öllum keppnum með Real Madrid á þessu tímabili. „Ef hann er svona mikilvægur fyrir Real Madrid þá getið þið bara ímyndað ykkur hversu mikilvægur hann er fyrir portúgalska landsliðið. Alls ekki minna og jafnvel enn mikilvægari," sagði Santos.Sjá einnig:Ætli Ronaldo þori nokkuð að skora á móti Íslandi eftir þessi skilaboð? „Þegar þú hefur leikmann sem skorar 50 til 60 mörk á tímabili, leikmann sem getur alltaf skorað, þá er mikilvægi hans mikið. Það er ekki hægt að mæla það," sagði Santos. Cristiano Ronaldo er orðinn 31 árs gamall en hann komst næst því að vinna titil með landsliðið Portúgal þegar liðið tapaði á móti Grikklandi í úrslitaleik EM 2004. Síðan hefur hann farið með liðinu á fimm stórmót til viðbótar og komst alla leið í undanúrslit á bæði HM 2006 og EM 2012. Portúgal tapaði fyrir Spáni í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleik EM fyrir fjórum árum. Spánverjarnir unnu síðan 4-0 stórsigur á Ítölum í úrslitaleiknum. „Ef við hugsum um þær kynslóðir sem hafa spilað frá Portúgal þá er löngu kominn tími á titil. Portúgal ætti að vera búið að vinna Evrópumeistaratitil en Spánverjarnir tóku sinn tíma en hafa síðan unnið nokkra titla eftir að sá fyrsti kom í hús," sagði hinn kokhrausti Fernando Santos. Hvort hann sé að boða gullöld portúgalska liðsins er aftur á móti önnur saga. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Sjá meira
Fernando Santos, þjálfari Portúgal, er óhræddur við að leggja áherslu á mikilvægi Cristiano Ronaldo fyrir lið sitt á komandi Evrópumóti í Frakklandi. Cristiano Ronaldo kom til móts við portúgalska landsliðið í gær en hann fékk tíma til að jafna sig eftir sigur Real Madrid á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ronaldo verður væntanlega með í vináttulandsleiknum á móti Eistlandi á miðvikudaginn en það er síðasti undirbúningsleikur portúgalska liðsins fyrir fyrsta leik EM 2016 sem verður einmitt á móti íslenska liðinu. Pepe, sem spilar líka með Real Madrid, fékk líka hvíld eins og Cristiano Ronaldo.“Þeir þurftu að fá hvíld," sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgal, við spænska blaðið Marca. Reuters segir frá. „Það er betra fyrir alla að þeir mæti ánægðir og með aukakraft eftir að hafa náð markmiðum sínum," sagði Santos. Cristiano Ronaldo skoraði 51 mark í 48 leikjum í öllum keppnum með Real Madrid á þessu tímabili. „Ef hann er svona mikilvægur fyrir Real Madrid þá getið þið bara ímyndað ykkur hversu mikilvægur hann er fyrir portúgalska landsliðið. Alls ekki minna og jafnvel enn mikilvægari," sagði Santos.Sjá einnig:Ætli Ronaldo þori nokkuð að skora á móti Íslandi eftir þessi skilaboð? „Þegar þú hefur leikmann sem skorar 50 til 60 mörk á tímabili, leikmann sem getur alltaf skorað, þá er mikilvægi hans mikið. Það er ekki hægt að mæla það," sagði Santos. Cristiano Ronaldo er orðinn 31 árs gamall en hann komst næst því að vinna titil með landsliðið Portúgal þegar liðið tapaði á móti Grikklandi í úrslitaleik EM 2004. Síðan hefur hann farið með liðinu á fimm stórmót til viðbótar og komst alla leið í undanúrslit á bæði HM 2006 og EM 2012. Portúgal tapaði fyrir Spáni í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleik EM fyrir fjórum árum. Spánverjarnir unnu síðan 4-0 stórsigur á Ítölum í úrslitaleiknum. „Ef við hugsum um þær kynslóðir sem hafa spilað frá Portúgal þá er löngu kominn tími á titil. Portúgal ætti að vera búið að vinna Evrópumeistaratitil en Spánverjarnir tóku sinn tíma en hafa síðan unnið nokkra titla eftir að sá fyrsti kom í hús," sagði hinn kokhrausti Fernando Santos. Hvort hann sé að boða gullöld portúgalska liðsins er aftur á móti önnur saga.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Sjá meira