Af-lands-plánun Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. maí 2016 07:00 Gegnum aldirnar hafa hetjurnar í sögunum okkar ekki verið goðar og sýslumenn, prestar eða lögmenn heldur útilegumenn. Grettir sem var gæfusnauður þrátt fyrir gjörvileik, drenglyndur ofstopamaður, skáldmælt tröll. Og Fjalla-Eyvindur sem stal osti frá förukonu sem lagði á hann að hann myndi aldrei óstelandi vera en mildaði álögin með því að hann kæmist aldrei undir manna hendur lengi í einu; og komst á handahlaupum undan fráustu hestum; hann var geðprýðismaður, glæsimenni og þjófur og við elskum hann því að hann var konungur öræfanna; hann var frjáls. Þetta eru okkar menn. Við erum þjóð sem borgum iðnaðarmönnum svart og gefum aldrei undir nokkrum kringumstæðum stefnuljós, bara af því að maður fer ekki eftir reglum.ÞyrlufanginnVið segjum sögur af afbrotamönnunum okkar, dáumst að þeim og öfundum í aðra röndina af frelsi og sérsmíðuðu siðakerfi; séu þetta heiðarlegir og skemmtilegir þjófar og samkvæmir sjálfum sér. Það er þess vegna nokkuð vel af sér vikið hjá þeim útrásarvíkingum sem tekist hefur að koma lögum yfir, að hafa hagað málum sínum svo að þeir eru enn óvinsælustu menn landsins – þótt þeir séu allir með „talsmann“. Hver er munurinn á Ólafi Ólafsssyni og Fjalla-Eyvindi? Til dæmis sá að fara um á handahlaupum og þyrlu. Á dögunum spurðist sem sagt til Ólafs Ólafssonar í skemmtiflugi í þyrlunni sinni – hann á að heita í fangelsi og hann fékk afskrifaða 64 milljarða af skuldum sínum því hann væri ekki borgunarmaður fyrir lánum sínum. En fer sem sagt um á þyrlu. Hvað eigum við eiginlega að gera við þessa útrásarvíkinga? Skikka þá til að vinna kauplaust í tvö ár fyrir mæðrastyrksnefnd? Senda þá á sjóinn? Láta þá dúsa í Drangey? Er engin leið til að koma þeim í skilning um að þeir eru í fangelsi og Páll Winkel er ekki hyskinn húskarl að svíkjast um að skaffa kavíarinn heldur fangavörðurinn þeirra?„Allt annar Óli“Fangelsisvist er útlegðardómur. Dómstólar kveða upp úrskurði um sekt eða sýknu og dæma seka til fangelsisvistar. Þegar komið er inn í fangelsi stígur viðkomandi út úr samfélaginu og inn í félagslegt tómarúm. Það er eflaust þungbær reynsla en getur líka verið mikilvægur tími til uppbyggingar sálar og líkama; maður hlýtur að hugsa sitt ráð. Þess er vænst að fangar átti sig á villu síns vegar, geri yfirbót fyrir brot sín, komi út í samfélagið aftur sem nýjar manneskjur með sömu möguleika og aðrir þegnar til að láta til sín taka og gott af sér leiða. Dómur er fallinn. Og við sem álengdar stöndum dæmum ekki þegar í fangelsi er komið. Það er ekki í okkar verkahring. Viðkomandi greiðir skuld sína við samfélagið innan fangelsismúranna, er ekki lengur í augsýn okkar, ekki lengur hluti af okkur. Við erum svo sem ekki öll líkleg til fjárglæpa eða annarra refsiverðra afbrota – en syndlaus erum við heldur ekki, eins og við vitum, og almennt er það ekki til siðs að hreykja sér yfir brotamenn og fanga heldur hugsum við flest hlýlega til þeirra og vonum að þeim auðnist að finna rétta braut í lífinu. Sumum hrífumst við af – frá Gretti og til Lalla Johns. En það voru menn sem tóku afleiðingum gjörða sinna án þess að víkjast undan eða koma sök yfir á aðra; hefðu aldrei staðið í svo hlálegum vörnum eins og að tala um að það hafi verið „annar Lalli Johns“ sem gerði þetta?… Því miður er engu líkara en að fangavist útrásarvíkinganna ætli að vera eins og viðskiptaferill þeirra; þar voru viðskiptin í aflandsfélögum og þess ævinlega gætt að koma aldrei fram undir réttu nafni en slóðin rækilega falin og viðskiptin eiginlega stunduð af nokkurs konar hliðarsjálfi, gervimanni, sem borgaði skuldirnar – eða öllu heldur borgaði ekki neitt og fór á hausinn og gufaði þá upp. Eins virðist það með fangavistina; þeir eru í fangelsi en samt ekki: sjálfir bara uppi í sumarbústað (sem er í eigu gervimanns) í náðum, að monta sig í þyrlunni eða aka um á montbílum, fara í líkamsrækt eða nudd eða halda fundi og stunda viðskipti, skella sér á reiðnámskeið eða á tónleika með Elton John – eða hvað það nú er sem þessir menn gera – á meðan fangavistin er afplánuð á nokkurs konar aflandsfélagastigi. Engu líkara en að þeir hafi stofnað eignarhaldsfélag utan um fangavistina; og í fangelsinu einhver „allt annar Óli“. Það er náttúrlega mjög þægilegt. En þeir geta ekki vænst þess að komast út úr hlutverki skúrksins í sögunni á meðan málum er svo háttað. Og það er erfitt hlutskipti til lengdar.Greinin birtist í Fréttablaðinu 30. maí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Skoðun Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Gegnum aldirnar hafa hetjurnar í sögunum okkar ekki verið goðar og sýslumenn, prestar eða lögmenn heldur útilegumenn. Grettir sem var gæfusnauður þrátt fyrir gjörvileik, drenglyndur ofstopamaður, skáldmælt tröll. Og Fjalla-Eyvindur sem stal osti frá förukonu sem lagði á hann að hann myndi aldrei óstelandi vera en mildaði álögin með því að hann kæmist aldrei undir manna hendur lengi í einu; og komst á handahlaupum undan fráustu hestum; hann var geðprýðismaður, glæsimenni og þjófur og við elskum hann því að hann var konungur öræfanna; hann var frjáls. Þetta eru okkar menn. Við erum þjóð sem borgum iðnaðarmönnum svart og gefum aldrei undir nokkrum kringumstæðum stefnuljós, bara af því að maður fer ekki eftir reglum.ÞyrlufanginnVið segjum sögur af afbrotamönnunum okkar, dáumst að þeim og öfundum í aðra röndina af frelsi og sérsmíðuðu siðakerfi; séu þetta heiðarlegir og skemmtilegir þjófar og samkvæmir sjálfum sér. Það er þess vegna nokkuð vel af sér vikið hjá þeim útrásarvíkingum sem tekist hefur að koma lögum yfir, að hafa hagað málum sínum svo að þeir eru enn óvinsælustu menn landsins – þótt þeir séu allir með „talsmann“. Hver er munurinn á Ólafi Ólafsssyni og Fjalla-Eyvindi? Til dæmis sá að fara um á handahlaupum og þyrlu. Á dögunum spurðist sem sagt til Ólafs Ólafssonar í skemmtiflugi í þyrlunni sinni – hann á að heita í fangelsi og hann fékk afskrifaða 64 milljarða af skuldum sínum því hann væri ekki borgunarmaður fyrir lánum sínum. En fer sem sagt um á þyrlu. Hvað eigum við eiginlega að gera við þessa útrásarvíkinga? Skikka þá til að vinna kauplaust í tvö ár fyrir mæðrastyrksnefnd? Senda þá á sjóinn? Láta þá dúsa í Drangey? Er engin leið til að koma þeim í skilning um að þeir eru í fangelsi og Páll Winkel er ekki hyskinn húskarl að svíkjast um að skaffa kavíarinn heldur fangavörðurinn þeirra?„Allt annar Óli“Fangelsisvist er útlegðardómur. Dómstólar kveða upp úrskurði um sekt eða sýknu og dæma seka til fangelsisvistar. Þegar komið er inn í fangelsi stígur viðkomandi út úr samfélaginu og inn í félagslegt tómarúm. Það er eflaust þungbær reynsla en getur líka verið mikilvægur tími til uppbyggingar sálar og líkama; maður hlýtur að hugsa sitt ráð. Þess er vænst að fangar átti sig á villu síns vegar, geri yfirbót fyrir brot sín, komi út í samfélagið aftur sem nýjar manneskjur með sömu möguleika og aðrir þegnar til að láta til sín taka og gott af sér leiða. Dómur er fallinn. Og við sem álengdar stöndum dæmum ekki þegar í fangelsi er komið. Það er ekki í okkar verkahring. Viðkomandi greiðir skuld sína við samfélagið innan fangelsismúranna, er ekki lengur í augsýn okkar, ekki lengur hluti af okkur. Við erum svo sem ekki öll líkleg til fjárglæpa eða annarra refsiverðra afbrota – en syndlaus erum við heldur ekki, eins og við vitum, og almennt er það ekki til siðs að hreykja sér yfir brotamenn og fanga heldur hugsum við flest hlýlega til þeirra og vonum að þeim auðnist að finna rétta braut í lífinu. Sumum hrífumst við af – frá Gretti og til Lalla Johns. En það voru menn sem tóku afleiðingum gjörða sinna án þess að víkjast undan eða koma sök yfir á aðra; hefðu aldrei staðið í svo hlálegum vörnum eins og að tala um að það hafi verið „annar Lalli Johns“ sem gerði þetta?… Því miður er engu líkara en að fangavist útrásarvíkinganna ætli að vera eins og viðskiptaferill þeirra; þar voru viðskiptin í aflandsfélögum og þess ævinlega gætt að koma aldrei fram undir réttu nafni en slóðin rækilega falin og viðskiptin eiginlega stunduð af nokkurs konar hliðarsjálfi, gervimanni, sem borgaði skuldirnar – eða öllu heldur borgaði ekki neitt og fór á hausinn og gufaði þá upp. Eins virðist það með fangavistina; þeir eru í fangelsi en samt ekki: sjálfir bara uppi í sumarbústað (sem er í eigu gervimanns) í náðum, að monta sig í þyrlunni eða aka um á montbílum, fara í líkamsrækt eða nudd eða halda fundi og stunda viðskipti, skella sér á reiðnámskeið eða á tónleika með Elton John – eða hvað það nú er sem þessir menn gera – á meðan fangavistin er afplánuð á nokkurs konar aflandsfélagastigi. Engu líkara en að þeir hafi stofnað eignarhaldsfélag utan um fangavistina; og í fangelsinu einhver „allt annar Óli“. Það er náttúrlega mjög þægilegt. En þeir geta ekki vænst þess að komast út úr hlutverki skúrksins í sögunni á meðan málum er svo háttað. Og það er erfitt hlutskipti til lengdar.Greinin birtist í Fréttablaðinu 30. maí 2016
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun