Má bjóða þér eiturefni með jarðaberjabragði? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2016 13:00 Finnst okkur í lagi að dreifa neysluvöru sem víðast, ef hún inniheldur minna magn af eiturefnum en sú sem styttir líf um helming neytenda? Það er enginn að tala um að banna rafrettur fyrir reykingamenn en það er full ástæða til að lög og reglugerðir verndi börnin okkar gagnvart rafrettum, líkt og verið er að innleiða í nágrannaþjóðum okkar (1,2). Skoðum nokkrar varasamar fullyrðingar sem heyrst hafa um rafrettur. 1. „Rafrettur eru skaðlausar“ Enn er ekki hægt að fullyrða um skaðsemi rafretta því langtímaáhrif á heilsu eru ekki þekkt (3). Það mun taka áratugi til viðbótar þar til hægt verður að álykta afdráttarlaust um skaðsemi rafretta. Þó er það svo að flestir sérfræðingar eru sammála um að þær séu skaðminni en sígarettur. 2. „Rafrettan mun leysa sígarettuna af hólmi“ Góðum árangri í tóbaksforvörnum var náð áður en farið var að selja rafrettur hérlendis. Auk þess hefur verið sýnt fram á að meira en 90% þeirra sem reyna að hætta sígarettureykingum með því að skipta yfir í rafrettur byrja aftur að reykja (4). Það er svipaður árangur og með nikótínplástrum. 3. „Bragðefnin í rafrettum eru saklaus“ Rannsóknir sýna að rafrettuvökvi inniheldur í flestum tilfellum skaðleg efni og þar með talin krabbameinsvaldandi efni, sem geta valdið skemmdum á erfðaefni fruma (5,6,7,8). 4. „Unglingar byrja ekki að nota rafrettur“ Tíðni rafrettureykinga hefur aukist meðal unglinga auk þess sem sýnt hefur verið fram á að þeir unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar (9,10,11,12). Tóbaksfyrirtækin eru nú að yfirtaka rafrettuiðnaðinn (13) og beina agni sínu að börnum og unglingum sem eru því miður oft auðveld bráð nikótínfíknar (14). Fjárhæðir sem settar eru í auglýsingar hafa hátt í tuttugufaldast á þremur árum (15) og tóbaksrisinn hefur hvorki gefið út yfirlýsingu um að markmiðið sé að útrýma tóbaksreykingum né nikótínfíkn (16). 5. „Rafrettuvökvinn er ekki slysagildra“ Ungum börnum stafar bráð hætta af nikótínvökvum sem gjarnan eru seldir í sælgætisbúningi. Eitrunarútköll af völdum nikótíns í rafrettuvökva fimmtíufölduðust í USA á fjórum árum (17). Lífshættulegum eitrunum meðal barna hefur verið lýst og tíu mánaða gamalt barn var hætt komið eftir að hafa drukkið nikótínvökva (18). Ef barn drekkur nikótínvökva getur það valdið öndunarstoppi og dauða. 6. „Nikótín er saklaust“ Nikótín er sterkt ávanabindandi eiturefni og er flokkað sem slíkt hjá umhverfisstofnun (19). Góð samantekt um skaðsemi nikótíns er að finna í riti bandaríska landlæknisembættisins (20). Tökum dæmi: Ef móðir neytir nikótíns í einhverju formi á meðgöngu getur heili barnsins orðið fyrir varanlegri þroskaskerðingu ásamt því að nikótínið eykur líkur á fyrirburafæðingu og andvana fæðingum. Einnig eru vísbendingar um að unglingar sem neyta nikótíns geta orðið fyrir skaðlegum áhrifum á heila (21,22). 7. „Þeir sem anda að sér óbeinum rafrettureyk eru í engri hættu“ Skaðsemi óbeinna sígarettureykinga var staðfest mörgum áratugum eftir að vitað var um skaðsemi beinna reykinga. Rannsóknir sýna að skaðleg efni í rafrettureyk greinast í umhverfi þeirra sem reykja rafrettur (23,24). Fleiri rannsóknir eru nauðsynlegar áður en hægt verður að álykta um áhrif óbeinna rafrettureykinga. Þó svo að það sé betra fyrir sígarettureykingamann að skipta yfir í rafrettur jafngildir það ekki að það sé í lagi fyrir börnin okkar að byrja að fikta við þær. Viljum við bjóða áfram upp á eiturefni með jarðaberjabragði í sælgætisverslunum, einungis til að þóknast reykingarmönnum, eða ætlum við að vernda börnin okkar fyrir þessari „nútíma tískuvöru“? Getur verið réttmæt ástæða fyrir því að 17 læknar og sérfræðingar í tóbaksforvörnum hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu (25) um að vera á varðbergi gagnvart rafrettum? https://ec.europa.eu/health/tobacco/products/index_en.htmhttps://www.gov.uk/guidance/e-cigarettes-regulations-for-consumer-productshttps://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0091743514003739https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(13)61842-5/abstracthttps://www.fda.gov/ForConsumers/ConsumerUpdates/ucm173401.htmhttps://tobaccocontrol.bmj.com/content/early/2013/03/05/tobaccocontrol-2012-050859.abstracthttps://www.oraloncology.com/article/S1368-8375%2815%2900362-0/abstracthttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22989551https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26811353 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X15000622https://jama.jamanetwork.com/article.aspx?articleid=2428954https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X14003103https://www.tobaccotactics.org/index.php/E-cigaretteshttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26781305https://www.cdc.gov/vitalsigns/ecigarette-ads/https://www.bmj.com/content/349/bmj.g5512https://www.jem-journal.com/article/S0736-4679(14)01461-9/abstracthttps://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMc1403843http://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Reglugerdir/Efni-og-efnavara/CLP-annex_vi_tafla_3-1.pdfhttps://www.surgeongeneral.gov/library/reports/50-years-of-progress/sgr50-chap-5.pdfhttps://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0749379715000355https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4359356/https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0057987https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1438463913001533/g/2016160109398 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Rafrettur Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Finnst okkur í lagi að dreifa neysluvöru sem víðast, ef hún inniheldur minna magn af eiturefnum en sú sem styttir líf um helming neytenda? Það er enginn að tala um að banna rafrettur fyrir reykingamenn en það er full ástæða til að lög og reglugerðir verndi börnin okkar gagnvart rafrettum, líkt og verið er að innleiða í nágrannaþjóðum okkar (1,2). Skoðum nokkrar varasamar fullyrðingar sem heyrst hafa um rafrettur. 1. „Rafrettur eru skaðlausar“ Enn er ekki hægt að fullyrða um skaðsemi rafretta því langtímaáhrif á heilsu eru ekki þekkt (3). Það mun taka áratugi til viðbótar þar til hægt verður að álykta afdráttarlaust um skaðsemi rafretta. Þó er það svo að flestir sérfræðingar eru sammála um að þær séu skaðminni en sígarettur. 2. „Rafrettan mun leysa sígarettuna af hólmi“ Góðum árangri í tóbaksforvörnum var náð áður en farið var að selja rafrettur hérlendis. Auk þess hefur verið sýnt fram á að meira en 90% þeirra sem reyna að hætta sígarettureykingum með því að skipta yfir í rafrettur byrja aftur að reykja (4). Það er svipaður árangur og með nikótínplástrum. 3. „Bragðefnin í rafrettum eru saklaus“ Rannsóknir sýna að rafrettuvökvi inniheldur í flestum tilfellum skaðleg efni og þar með talin krabbameinsvaldandi efni, sem geta valdið skemmdum á erfðaefni fruma (5,6,7,8). 4. „Unglingar byrja ekki að nota rafrettur“ Tíðni rafrettureykinga hefur aukist meðal unglinga auk þess sem sýnt hefur verið fram á að þeir unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar (9,10,11,12). Tóbaksfyrirtækin eru nú að yfirtaka rafrettuiðnaðinn (13) og beina agni sínu að börnum og unglingum sem eru því miður oft auðveld bráð nikótínfíknar (14). Fjárhæðir sem settar eru í auglýsingar hafa hátt í tuttugufaldast á þremur árum (15) og tóbaksrisinn hefur hvorki gefið út yfirlýsingu um að markmiðið sé að útrýma tóbaksreykingum né nikótínfíkn (16). 5. „Rafrettuvökvinn er ekki slysagildra“ Ungum börnum stafar bráð hætta af nikótínvökvum sem gjarnan eru seldir í sælgætisbúningi. Eitrunarútköll af völdum nikótíns í rafrettuvökva fimmtíufölduðust í USA á fjórum árum (17). Lífshættulegum eitrunum meðal barna hefur verið lýst og tíu mánaða gamalt barn var hætt komið eftir að hafa drukkið nikótínvökva (18). Ef barn drekkur nikótínvökva getur það valdið öndunarstoppi og dauða. 6. „Nikótín er saklaust“ Nikótín er sterkt ávanabindandi eiturefni og er flokkað sem slíkt hjá umhverfisstofnun (19). Góð samantekt um skaðsemi nikótíns er að finna í riti bandaríska landlæknisembættisins (20). Tökum dæmi: Ef móðir neytir nikótíns í einhverju formi á meðgöngu getur heili barnsins orðið fyrir varanlegri þroskaskerðingu ásamt því að nikótínið eykur líkur á fyrirburafæðingu og andvana fæðingum. Einnig eru vísbendingar um að unglingar sem neyta nikótíns geta orðið fyrir skaðlegum áhrifum á heila (21,22). 7. „Þeir sem anda að sér óbeinum rafrettureyk eru í engri hættu“ Skaðsemi óbeinna sígarettureykinga var staðfest mörgum áratugum eftir að vitað var um skaðsemi beinna reykinga. Rannsóknir sýna að skaðleg efni í rafrettureyk greinast í umhverfi þeirra sem reykja rafrettur (23,24). Fleiri rannsóknir eru nauðsynlegar áður en hægt verður að álykta um áhrif óbeinna rafrettureykinga. Þó svo að það sé betra fyrir sígarettureykingamann að skipta yfir í rafrettur jafngildir það ekki að það sé í lagi fyrir börnin okkar að byrja að fikta við þær. Viljum við bjóða áfram upp á eiturefni með jarðaberjabragði í sælgætisverslunum, einungis til að þóknast reykingarmönnum, eða ætlum við að vernda börnin okkar fyrir þessari „nútíma tískuvöru“? Getur verið réttmæt ástæða fyrir því að 17 læknar og sérfræðingar í tóbaksforvörnum hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu (25) um að vera á varðbergi gagnvart rafrettum? https://ec.europa.eu/health/tobacco/products/index_en.htmhttps://www.gov.uk/guidance/e-cigarettes-regulations-for-consumer-productshttps://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0091743514003739https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(13)61842-5/abstracthttps://www.fda.gov/ForConsumers/ConsumerUpdates/ucm173401.htmhttps://tobaccocontrol.bmj.com/content/early/2013/03/05/tobaccocontrol-2012-050859.abstracthttps://www.oraloncology.com/article/S1368-8375%2815%2900362-0/abstracthttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22989551https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26811353 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X15000622https://jama.jamanetwork.com/article.aspx?articleid=2428954https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X14003103https://www.tobaccotactics.org/index.php/E-cigaretteshttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26781305https://www.cdc.gov/vitalsigns/ecigarette-ads/https://www.bmj.com/content/349/bmj.g5512https://www.jem-journal.com/article/S0736-4679(14)01461-9/abstracthttps://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMc1403843http://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Reglugerdir/Efni-og-efnavara/CLP-annex_vi_tafla_3-1.pdfhttps://www.surgeongeneral.gov/library/reports/50-years-of-progress/sgr50-chap-5.pdfhttps://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0749379715000355https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4359356/https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0057987https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1438463913001533/g/2016160109398
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun