G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2016 15:45 Angela Merkel, Barack Obama, Shinzō Abe og Francois Hollande, leiðtogar Þýskalands, Bandaríkjanna, Japan og Frakklands. Vísir/EPA Þjóðarleiðtogar G7 ríkjanna ákváðu í dag að nauðsynlegt væri að senda Kínverjum skýr skilaboð varðandi deilurnar í Suður-Kínahafi. Kínverjar eiga þar í deilum við Japan og aðra nágranna sína um yfirráðasvæði á stóru hafsvæði sem Kína hefur gert tilkall til.Shinzō Abe, forsætisráðherra Japan, sagði í dag að Japan setti sig alfarið á móti því að valdi væri breytt til að breyta ástandinu. Hann fór eftir því að farið væri eftir alþjóðalögum. Bandaríkin áréttuðu líka áhyggjur sínar vegna aðgerða Kína í Suður-Kínahafi.Kínverjar hafa komið vopnum fyrir á mannbyggðum eyjum í Suður-Kínahafi.Vísir/GraphicNewsKínverjar hafa byggt eyjur á miðju hafsvæðinu og byggt þar upp flugbrautir og aðstöðu fyrir hermenn. Vopnum og ratsjám hefur verið komið fyrir á eyjunum.Hua Chunying, talskona Utanríkisráðuneytis Kína, segir í samtali við Reuters fréttaveituna, að Suður-Kínahaf hafi ekkert að gera með aðildarþjóðir G7. (Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan, Bretland og Bandaríkin). „Kína er alfarið á móti því að einstakar þjóðir fari að magna upp ástandið í Suður-Kínahafi vegna eigin hagsmuna.“Ræddu einnig Norður-Kóreu Leiðtogarnir ræddu einnig kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði yfirvöld einræðisríkisins vera staðráðin í að koma upp kjarnorkuvopnum og Abe sagði það ógna heiminum öllum. Hann sagði að það þyrfti að koma stjórnvöldum í Pyonyang í skilning um að framtíð Norður-Kóreu væri ekki björt með kjarnorkuvopnum.Hér fyrir neðan má sjá útskýringu Wall Street Journal á deilunum í Suður-Kínahafi. Suður-Kínahaf Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Þjóðarleiðtogar G7 ríkjanna ákváðu í dag að nauðsynlegt væri að senda Kínverjum skýr skilaboð varðandi deilurnar í Suður-Kínahafi. Kínverjar eiga þar í deilum við Japan og aðra nágranna sína um yfirráðasvæði á stóru hafsvæði sem Kína hefur gert tilkall til.Shinzō Abe, forsætisráðherra Japan, sagði í dag að Japan setti sig alfarið á móti því að valdi væri breytt til að breyta ástandinu. Hann fór eftir því að farið væri eftir alþjóðalögum. Bandaríkin áréttuðu líka áhyggjur sínar vegna aðgerða Kína í Suður-Kínahafi.Kínverjar hafa komið vopnum fyrir á mannbyggðum eyjum í Suður-Kínahafi.Vísir/GraphicNewsKínverjar hafa byggt eyjur á miðju hafsvæðinu og byggt þar upp flugbrautir og aðstöðu fyrir hermenn. Vopnum og ratsjám hefur verið komið fyrir á eyjunum.Hua Chunying, talskona Utanríkisráðuneytis Kína, segir í samtali við Reuters fréttaveituna, að Suður-Kínahaf hafi ekkert að gera með aðildarþjóðir G7. (Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan, Bretland og Bandaríkin). „Kína er alfarið á móti því að einstakar þjóðir fari að magna upp ástandið í Suður-Kínahafi vegna eigin hagsmuna.“Ræddu einnig Norður-Kóreu Leiðtogarnir ræddu einnig kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði yfirvöld einræðisríkisins vera staðráðin í að koma upp kjarnorkuvopnum og Abe sagði það ógna heiminum öllum. Hann sagði að það þyrfti að koma stjórnvöldum í Pyonyang í skilning um að framtíð Norður-Kóreu væri ekki björt með kjarnorkuvopnum.Hér fyrir neðan má sjá útskýringu Wall Street Journal á deilunum í Suður-Kínahafi.
Suður-Kínahaf Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira