Jafnréttisstofa vill vernd hinsegin fólks Sveinn Arnarsson skrifar 14. maí 2016 07:00 Úr Gleðigöngunni í Reykjavík. Jafnréttisstofa gerir athugasemdir við að kynhneigð og kynvitund séu ekki talin upp sem ástæður til að hljóta dvalarleyfi af mannúðarástæðum í frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga. Áshildur Linnet, sérfræðingur hjá Rauða krossinum, tekur undir með Jafnréttisstofu. Fyrir liggja á Alþingi ný heildarlög um útlendinga en um afar viðamikið frumvarp er að ræða. Til að skerpa á flóttamannahugtakinu segir Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur Jafnréttisstofu, nauðsynlegt að bæta inn hugtökunum. „Það er nauðsynlegt einmitt vegna þeirra ofsókna og mannréttindabrota sem fólk verður fyrir vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Með því að nefna þetta í upptalningu í frumvarpinu um ástæður fyrir dvalarleyfi af mannúðarástæðum gerum við þessu aðeins hærra undir höfði og viðurkennum þennan vanda,“ segir Ingibjörg. Áshildur Linnet hjá Rauða krossinum tekur undir þessi sjónarmið Jafnréttisstofu. „Við teljum það mjög til bóta að þessum atriðum verði bætt í upptalningu á dæmum um það hverjir geti talist í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Engin slík skilgreining er fyrir hendi í núverandi löggjöf og teljum við upptalninguna því til bóta. Að bæta við listann fólki sem er í viðkvæmri stöðu vegna kynhneigðar er því jákvætt,“ segir Áshildur. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016 sóttu 134 einstaklingar frá 24 löndum um vernd á Íslandi. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 39 einstaklingar sótt um vernd og er því um gríðarlega fjölgun að ræða. Niðurstaða fékkst í 147 málum á fyrsta ársfjórðungi 2016. Alls voru 62 mál tekin til efnislegrar meðferðar, 53 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, níu umsækjendur höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 23 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. 62 mál voru tekin voru til efnislegrar meðferðar. 25 einstaklingar fengu dvalarleyfi en 37 umsóknum var synjað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Jafnréttisstofa gerir athugasemdir við að kynhneigð og kynvitund séu ekki talin upp sem ástæður til að hljóta dvalarleyfi af mannúðarástæðum í frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga. Áshildur Linnet, sérfræðingur hjá Rauða krossinum, tekur undir með Jafnréttisstofu. Fyrir liggja á Alþingi ný heildarlög um útlendinga en um afar viðamikið frumvarp er að ræða. Til að skerpa á flóttamannahugtakinu segir Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur Jafnréttisstofu, nauðsynlegt að bæta inn hugtökunum. „Það er nauðsynlegt einmitt vegna þeirra ofsókna og mannréttindabrota sem fólk verður fyrir vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Með því að nefna þetta í upptalningu í frumvarpinu um ástæður fyrir dvalarleyfi af mannúðarástæðum gerum við þessu aðeins hærra undir höfði og viðurkennum þennan vanda,“ segir Ingibjörg. Áshildur Linnet hjá Rauða krossinum tekur undir þessi sjónarmið Jafnréttisstofu. „Við teljum það mjög til bóta að þessum atriðum verði bætt í upptalningu á dæmum um það hverjir geti talist í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Engin slík skilgreining er fyrir hendi í núverandi löggjöf og teljum við upptalninguna því til bóta. Að bæta við listann fólki sem er í viðkvæmri stöðu vegna kynhneigðar er því jákvætt,“ segir Áshildur. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016 sóttu 134 einstaklingar frá 24 löndum um vernd á Íslandi. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 39 einstaklingar sótt um vernd og er því um gríðarlega fjölgun að ræða. Niðurstaða fékkst í 147 málum á fyrsta ársfjórðungi 2016. Alls voru 62 mál tekin til efnislegrar meðferðar, 53 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, níu umsækjendur höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 23 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. 62 mál voru tekin voru til efnislegrar meðferðar. 25 einstaklingar fengu dvalarleyfi en 37 umsóknum var synjað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira