Fréttalottó Ívar Halldórsson skrifar 2. maí 2016 11:08 Sunnudagurinn missir ljómann við fyrsta fréttagal og systkinin Ólukka og Óskundi fá að sitja í stafni, og stýra fréttaskútunni er hún klýfur fyrirsjáanlegar fréttaöldur ljósvakans. Það er eitthvað svo huggulegt við það að vakna á sunnudagsmorgni, kveikja á útvarpinu og fá upplýsingar um stúta og stympingar næturinnar. Maður getur hreinlega ekki lengur hugsað sér að fara á fætur fyrr en maður hefur fengið nákvæmar fréttir af riddurum götunnar; baráttu þeirra við hraðamúrinn og lögskipaða verði hans. Þá vill maður varla fara í sturtu fyrr en maður veit með vissu hversu margir fengu blóðnasir, hversu margar rúður brotnuðu í miðbænum og hversu margir misstu rænu vegna óhóflegrar víndrykkju. Þetta er fréttir sem maður vill ekki missa af. Djók! En til að lífga upp á þessa mónótónísku og hefðbundnu fréttarullu væri þó kannski hugmynd að gera léttan leik úr þessu meinta vinsældarefni. Gætum kallað leikinn "Fréttalottó!" Á sunnudagsmorgni er maður tilbúinn í leikinn tímanlega, með heitan kaffibollann upp í rúmi og sperrt eyrun. Með tilhlökkun bíður maður eftir að heyra í hvaða röð eða hversu margar af eftirfarandi fréttafyrirsögnum eru lesnar upp: „Ungur maður var gripinn réttindalaus af lögreglu á 120 kílómetra hraða á Vesturlandsveginum í nótt.“ „Maður í annarlegu ástandi lenti í stympingum við lögreglu fyrir utan skemmtistað á þriðja tímanum í nótt.“ eða „Mikið var um ölvun í borginni í nótt og þurfti lögregla að hafa afskipti af fjölmörgum gestum miðbæjarins.“ Maður kallar hátt og skýrt: „Fréttalottó!“ og veitir sjálfum sér verðlaun í hvert skipti sem fullkomin þrenna næst - þ.e. þegar allir ofangreindir liðir eru lesnir upp af þeim sem les morgunfréttirnar í þessum eina og sama fréttatíma. Verðlaunin gætu verið dekurpakki frá Bláa lóninu, glingur frá Leonard eða bara kleinuhringur að eigin vali frá Dunkin Donuts. En svona í alvöru, sem dyggur hlustandi morgunfrétta á sunnudagsmorgnum finnst mér því miður fyrirsjáanlegar "copy-paste" fréttir af næturlífi miðborgarinnar vera allt of stórt hlutfall umrædds fréttatíma. Sunnudagurinn sem hefur gegnum tíðina verið kenndur við sælu, missir þarna ljómann við fyrsta fréttagal og systkinin Ólukka og Óskundi fá að sitja í stafni, og stýra fréttaskútunni er hún klýfur fyrirsjáanlegar fréttaöldur ljósvakans. Ég vil hvetja fréttastjóra að hugleiða að setja eitthvað annað en áfengisdrykkju og hraðakstur í forgrunn fréttatíma á sunnudagsmorgnum. Þetta er hvort sem er alltaf sama sagan; áfengi, hraðakstur og ókeypis næturgisting fyrir hörðustu vínsvelgina, í fangageymslum lögreglunnar. Ekkert nýtt undir sólinni þarna. Þetta er orðið álíka upplýsandi eða áhugavert og upplestur innkaupalista fyrir helgarinnkaup í Bónus. Spurning um að taka fund á þetta og kanna hvort miðbæjar-tragedían megi hugsanlega víkja fyrir einhverju jákvæðara og efnislegra - eða jafnvel einhverju fréttnæmara á sunnudagsmorgnum. Það hlýtur einfaldlega að vera eitthvað annað að frétta. Persónulega finnst mér ekki í frásögur færandi þegar átök eiga sér stað milli dyravarða og djammara, eða þegar einhver á ekki fyrir leigubíl á laugardagskvöldi... ...ekki frekar en að fólki finnist almennt fréttnæmt hvaða borði ég er á í Candy Crush. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sunnudagurinn missir ljómann við fyrsta fréttagal og systkinin Ólukka og Óskundi fá að sitja í stafni, og stýra fréttaskútunni er hún klýfur fyrirsjáanlegar fréttaöldur ljósvakans. Það er eitthvað svo huggulegt við það að vakna á sunnudagsmorgni, kveikja á útvarpinu og fá upplýsingar um stúta og stympingar næturinnar. Maður getur hreinlega ekki lengur hugsað sér að fara á fætur fyrr en maður hefur fengið nákvæmar fréttir af riddurum götunnar; baráttu þeirra við hraðamúrinn og lögskipaða verði hans. Þá vill maður varla fara í sturtu fyrr en maður veit með vissu hversu margir fengu blóðnasir, hversu margar rúður brotnuðu í miðbænum og hversu margir misstu rænu vegna óhóflegrar víndrykkju. Þetta er fréttir sem maður vill ekki missa af. Djók! En til að lífga upp á þessa mónótónísku og hefðbundnu fréttarullu væri þó kannski hugmynd að gera léttan leik úr þessu meinta vinsældarefni. Gætum kallað leikinn "Fréttalottó!" Á sunnudagsmorgni er maður tilbúinn í leikinn tímanlega, með heitan kaffibollann upp í rúmi og sperrt eyrun. Með tilhlökkun bíður maður eftir að heyra í hvaða röð eða hversu margar af eftirfarandi fréttafyrirsögnum eru lesnar upp: „Ungur maður var gripinn réttindalaus af lögreglu á 120 kílómetra hraða á Vesturlandsveginum í nótt.“ „Maður í annarlegu ástandi lenti í stympingum við lögreglu fyrir utan skemmtistað á þriðja tímanum í nótt.“ eða „Mikið var um ölvun í borginni í nótt og þurfti lögregla að hafa afskipti af fjölmörgum gestum miðbæjarins.“ Maður kallar hátt og skýrt: „Fréttalottó!“ og veitir sjálfum sér verðlaun í hvert skipti sem fullkomin þrenna næst - þ.e. þegar allir ofangreindir liðir eru lesnir upp af þeim sem les morgunfréttirnar í þessum eina og sama fréttatíma. Verðlaunin gætu verið dekurpakki frá Bláa lóninu, glingur frá Leonard eða bara kleinuhringur að eigin vali frá Dunkin Donuts. En svona í alvöru, sem dyggur hlustandi morgunfrétta á sunnudagsmorgnum finnst mér því miður fyrirsjáanlegar "copy-paste" fréttir af næturlífi miðborgarinnar vera allt of stórt hlutfall umrædds fréttatíma. Sunnudagurinn sem hefur gegnum tíðina verið kenndur við sælu, missir þarna ljómann við fyrsta fréttagal og systkinin Ólukka og Óskundi fá að sitja í stafni, og stýra fréttaskútunni er hún klýfur fyrirsjáanlegar fréttaöldur ljósvakans. Ég vil hvetja fréttastjóra að hugleiða að setja eitthvað annað en áfengisdrykkju og hraðakstur í forgrunn fréttatíma á sunnudagsmorgnum. Þetta er hvort sem er alltaf sama sagan; áfengi, hraðakstur og ókeypis næturgisting fyrir hörðustu vínsvelgina, í fangageymslum lögreglunnar. Ekkert nýtt undir sólinni þarna. Þetta er orðið álíka upplýsandi eða áhugavert og upplestur innkaupalista fyrir helgarinnkaup í Bónus. Spurning um að taka fund á þetta og kanna hvort miðbæjar-tragedían megi hugsanlega víkja fyrir einhverju jákvæðara og efnislegra - eða jafnvel einhverju fréttnæmara á sunnudagsmorgnum. Það hlýtur einfaldlega að vera eitthvað annað að frétta. Persónulega finnst mér ekki í frásögur færandi þegar átök eiga sér stað milli dyravarða og djammara, eða þegar einhver á ekki fyrir leigubíl á laugardagskvöldi... ...ekki frekar en að fólki finnist almennt fréttnæmt hvaða borði ég er á í Candy Crush.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar