Leiða saman hesta sína gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2016 07:25 John Kasich, Donald Trump og Ted Cruz. Vísir/Getty Þeir Ted Cruz og John Kasich, mótframbjóðendur Donalds Trump í keppni Repúblikana um hver verður næsta forsetaefni flokksins í komandi kosningum, hafa ákveðið að mynda einskonar bandalag gegn Trump í forkosningum sem eftir eru fram að flokksþinginu þar sem frambjóðandinn verður valinn. Þeir ætla þannig að skipta með sér ríkjum, Kasich mun þannig einbeita sér að Oregon og Nýju Mexíkó á næstunni og Cruz ætlar að leggja áherslu á Indiana í byrjun maí. Næsta þriðjudag fer þó forval fram í fimm ríkjum sem Cruz og Kasich ætla ekki að reyna að skipta með sér. Hugmyndin með þessu er að koma í veg fyrir að Trump, sem er í forystu með langflesta kjörmenn, þá sem sem á endanum útnefna forsetaefnið, nái að safna þeim 1.237 kjörmönnum sem hann þarf til að tryggja sér sigurinn. Takist það ekki þarf að kjósa aftur á þinginu, sem haldið verður í júlí, og þá gætu úrslit farið á annan veg. Kosningastjóri Ted Cruz sagði í gærkvöldi að ef Donald Trump hlyti tilnefningu Repúblikana myndi það vera vera hræðilegt fyrir flokkinn. Samkvæmt AP fréttaveitunni er um viðsnúning að ræða hjá Ted Cruz sem einungis í síðustu viku sagðist alfarið andsnúin því að vinna með Kasich gegn Trump. Donald Trump brást reiður við á Twitter í nótt eins og sjá má hér að neðan. Hann kallaði Ted Cruz „Lyin‘ Ted“ eða lygalaup eins og hann hefur lengi gert og sagði þetta bragð þeirra Cruz og Kasich anga af örvæntingu.Wow, just announced that Lyin' Ted and Kasich are going to collude in order to keep me from getting the Republican nomination. DESPERATION!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 25, 2016 Lyin' Ted and Kasich are mathematically dead and totally desperate. Their donors & special interest groups are not happy with them. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 25, 2016 Það gæti þó reynst þeim Cruz og Kasich erfitt að stöðva Donald Trump sem er nú þegar með töluvert forskot á þá og reiknað er með því að hann muni bæta á það forskot á þriðjudaginn. Þá er Hillary Clinton, sem líkleg þykir til að hljóta tilnefningu Demókrata gegn Bernie Sanders, farin að einbeita sér meira og meira að forsetakosningunum í nóvember. Hún birti á dögunum auglýsingu gegn Donald Trump. Þar er orð Tump notuð gegn honum og vísað til þess að nýverið lak samtal milli kosningastjóra hans og framkvæmdanefndar Repúblikanaflokksins. Þar sagði Paul Manafort að Trump væri í karakter og að kjósendur myndu sjá allt annan Trump fyrir forsetakosningarnar. Manafort sagði að Trump áttaði sig á því að hann þyrfti að draga úr öfgum sínum. Hann sagði að sá karakter sem Trump væri að leika væri að þróast í þá átt sem nefndin vonaðist eftir.Sjá einnig: Ætlar að breyta ímynd sinni. Í auglýsingu Clinton eru rifjuð upp ummæli Trump sem þykja jafnvel öfgafull og kjósendur eru beðnir um að gleyma þeim ekki. Meðal þess sem rifjað er upp er þegar Trump sagði Mexíkóa vera nauðgara, hann vildi banna múslimum að koma til Bandaríkjana og þegar hann sagði að stuðningsmenn sínir væru svo hliðhollir að hann gæti skotið mann til bana á götu úti án þess að tapa atkvæðum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hjólar í Hillary og heitir því að vera ekki leiðinlegur Donald Trump er farinn að horfa til mögulegra andstæðinga í forsetakosningum Bandaríkjanna sem fara fram í nóvember. 23. apríl 2016 19:14 Strax rýnt í næstu varaforseta Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí. 23. apríl 2016 07:00 Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00 Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00 Adele, Trump og Zuckerberg á meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims Bandaríska tímaritið Time birti í liðinni viku árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. 24. apríl 2016 20:05 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Þeir Ted Cruz og John Kasich, mótframbjóðendur Donalds Trump í keppni Repúblikana um hver verður næsta forsetaefni flokksins í komandi kosningum, hafa ákveðið að mynda einskonar bandalag gegn Trump í forkosningum sem eftir eru fram að flokksþinginu þar sem frambjóðandinn verður valinn. Þeir ætla þannig að skipta með sér ríkjum, Kasich mun þannig einbeita sér að Oregon og Nýju Mexíkó á næstunni og Cruz ætlar að leggja áherslu á Indiana í byrjun maí. Næsta þriðjudag fer þó forval fram í fimm ríkjum sem Cruz og Kasich ætla ekki að reyna að skipta með sér. Hugmyndin með þessu er að koma í veg fyrir að Trump, sem er í forystu með langflesta kjörmenn, þá sem sem á endanum útnefna forsetaefnið, nái að safna þeim 1.237 kjörmönnum sem hann þarf til að tryggja sér sigurinn. Takist það ekki þarf að kjósa aftur á þinginu, sem haldið verður í júlí, og þá gætu úrslit farið á annan veg. Kosningastjóri Ted Cruz sagði í gærkvöldi að ef Donald Trump hlyti tilnefningu Repúblikana myndi það vera vera hræðilegt fyrir flokkinn. Samkvæmt AP fréttaveitunni er um viðsnúning að ræða hjá Ted Cruz sem einungis í síðustu viku sagðist alfarið andsnúin því að vinna með Kasich gegn Trump. Donald Trump brást reiður við á Twitter í nótt eins og sjá má hér að neðan. Hann kallaði Ted Cruz „Lyin‘ Ted“ eða lygalaup eins og hann hefur lengi gert og sagði þetta bragð þeirra Cruz og Kasich anga af örvæntingu.Wow, just announced that Lyin' Ted and Kasich are going to collude in order to keep me from getting the Republican nomination. DESPERATION!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 25, 2016 Lyin' Ted and Kasich are mathematically dead and totally desperate. Their donors & special interest groups are not happy with them. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 25, 2016 Það gæti þó reynst þeim Cruz og Kasich erfitt að stöðva Donald Trump sem er nú þegar með töluvert forskot á þá og reiknað er með því að hann muni bæta á það forskot á þriðjudaginn. Þá er Hillary Clinton, sem líkleg þykir til að hljóta tilnefningu Demókrata gegn Bernie Sanders, farin að einbeita sér meira og meira að forsetakosningunum í nóvember. Hún birti á dögunum auglýsingu gegn Donald Trump. Þar er orð Tump notuð gegn honum og vísað til þess að nýverið lak samtal milli kosningastjóra hans og framkvæmdanefndar Repúblikanaflokksins. Þar sagði Paul Manafort að Trump væri í karakter og að kjósendur myndu sjá allt annan Trump fyrir forsetakosningarnar. Manafort sagði að Trump áttaði sig á því að hann þyrfti að draga úr öfgum sínum. Hann sagði að sá karakter sem Trump væri að leika væri að þróast í þá átt sem nefndin vonaðist eftir.Sjá einnig: Ætlar að breyta ímynd sinni. Í auglýsingu Clinton eru rifjuð upp ummæli Trump sem þykja jafnvel öfgafull og kjósendur eru beðnir um að gleyma þeim ekki. Meðal þess sem rifjað er upp er þegar Trump sagði Mexíkóa vera nauðgara, hann vildi banna múslimum að koma til Bandaríkjana og þegar hann sagði að stuðningsmenn sínir væru svo hliðhollir að hann gæti skotið mann til bana á götu úti án þess að tapa atkvæðum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hjólar í Hillary og heitir því að vera ekki leiðinlegur Donald Trump er farinn að horfa til mögulegra andstæðinga í forsetakosningum Bandaríkjanna sem fara fram í nóvember. 23. apríl 2016 19:14 Strax rýnt í næstu varaforseta Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí. 23. apríl 2016 07:00 Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00 Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00 Adele, Trump og Zuckerberg á meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims Bandaríska tímaritið Time birti í liðinni viku árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. 24. apríl 2016 20:05 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Trump hjólar í Hillary og heitir því að vera ekki leiðinlegur Donald Trump er farinn að horfa til mögulegra andstæðinga í forsetakosningum Bandaríkjanna sem fara fram í nóvember. 23. apríl 2016 19:14
Strax rýnt í næstu varaforseta Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí. 23. apríl 2016 07:00
Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00
Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00
Adele, Trump og Zuckerberg á meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims Bandaríska tímaritið Time birti í liðinni viku árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. 24. apríl 2016 20:05