Nýtt upphaf Árni Páll Árnason skrifar 11. apríl 2016 00:00 Atburðir liðinnar viku hafa valdið straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum. Ekkert er nú eins og áður. Almenningur og rannsóknir fjölmiðla hafa haft meiri áhrif en fordæmi eru fyrir og knúið fram afsögn forsætisráðherra og vilyrði um kosningar í haust. Þessar breytingar valda flekaskilum á vettvangi stjórnmálanna. Við skynjum líklega öll að upp úr sorg og skömm getur risið von um nýjar lausnir. Ég er sjálfur sannfærður um að nú hafa skapast tækifæri til að ráðast í þá endurreisn efnahagslífs og stjórnmála sem okkur hefur ekki tekist hingað til.Lítið breytt stjórnmál Á fyrsta kjörtímabili eftir hrun skyggði glíman við hrun fjármálakerfisins á allt annað. Bráðaaðgerðir tókust vel, en við höfðum ekki tíma eða vinnufrið til að móta nýtt fjármálakerfi eða gera grundvallarbreytingar á efnahagsgerð og stjórnkerfi. Eftir síðustu kosningar bjuggum við í stjórnarandstöðunni okkur undir langa stjórnartíð hinna gamalreyndu helmingaskiptaflokka og gerðum ráð fyrir að stjórnmálabarátta næstu ára myndi einkennast í besta falli af afmörkuðum breytingum til góðs. Grundvallarbreytingar þyrftu að bíða betri tíma. Með samstilltu átaki náðum við þannig í samvinnu við verkalýðshreyfinguna að draga úr skattalækkunum á þá betur stæðu og þrýsta á um aðgerðir í húsnæðismálum og svo náðum við á þingi að koma í veg fyrir gjöf á makrílkvótanum og tilraunir til að festa kvótakerfið í sessi. Ekkert benti til annars en að þetta yrði veruleiki okkar áfram fram að kosningum og að í þeim myndu stjórnarflokkarnir eiga hafa sterka stöðu vegna batnandi efnahags og geta boðið úrbætur, peningagjafir og skattalækkanir áhyggjulausir.Gerum grundvallarbreytingar En nú er allt breytt. Framundan eru kosningar og sitjandi stjórnarflokkarnir munu mæta til þeirra rúnir trausti. Umbótaöfl munu því nú hafa meiri möguleika á að móta verkefnaskrá stjórnmálanna en nokkru sinni frá hruni. Það tækifæri þarf að nýta til grundvallarbreytinga. Á stjórnmálunum, á stjórnarskrá og á efnahagsmálum. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram óbreytt. Sú harkalega orðræða sem hefur verið ráðandi frá hruni hefur dregið úr trausti á stjórnmálin og grafið undan sátt í samfélaginu. Þrátt fyrir að gríðarmargt hafi vel tekist hefur orðræða stjórnmálanna verið hatursfull og full fordæmingar. Orðræðan er drifin áfram af þeirri hefð forherðingarinnar sem við sjáum alltaf í íslenskum stjórnmálum: Flokkar læsa sig saman, neita að viðurkenna mistök og skylmast af hörku þar til yfir lýkur. Það eru yfirleitt alltaf fleiri en tvær hliðar á hverju máli og það vita allir í samfélaginu, nema að því er virðist í stjórnmálunum. Enginn hefur komist langt í lífinu á forherðingu og sjálfsréttlætingu, en þær kenndir eru samt ráðandi í stjórnmálunum. Ákall um endurnýjun á mannskap hefur enga þýðingu í þessu samhengi því menningin ríkir áfram: Þú getur sett hreint, hvítt lak í drullupoll en drullupollurinn verður ekki tær við það. Það þarf grundvallarbreytinga við og stjórnmálin geta ekki verið eini vettvangur mannlífsins þar sem hefðbundin gildi um sanngirni, rökræðu og viðurkenningu eigin mistaka eiga ekki við.Þurfum tvær stjórnarskrár Svo þarf tvíþættar stjórnarskrárbreytingar. Annars vegar þarf að finna leið til að halda áfram með vinnu við nýja stjórnarskrá, í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna frá 2012, með það að markmiði að hægt verði á endanum að koma stjórnarskrá í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar þarf að setja landinu efnahagslega stjórnarskrá. Í henni þarf að felast uppgjör við þá tegund kapítalisma sem leggur áherslu á stundargróða umfram fjárfestingu sem skilar raunverulegum arði og við fjármálakerfi sem er alltof stórt og sýgur verðmæti út úr verðmætaskapandi efnahagslífi. Við þurfum félagslega sterkt efnahagslíf, þar sem viðskiptalífið axlar samfélagslega ábyrgð og leggur af mörkum til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Atburðir liðinnar viku hafa valdið straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum. Ekkert er nú eins og áður. Almenningur og rannsóknir fjölmiðla hafa haft meiri áhrif en fordæmi eru fyrir og knúið fram afsögn forsætisráðherra og vilyrði um kosningar í haust. Þessar breytingar valda flekaskilum á vettvangi stjórnmálanna. Við skynjum líklega öll að upp úr sorg og skömm getur risið von um nýjar lausnir. Ég er sjálfur sannfærður um að nú hafa skapast tækifæri til að ráðast í þá endurreisn efnahagslífs og stjórnmála sem okkur hefur ekki tekist hingað til.Lítið breytt stjórnmál Á fyrsta kjörtímabili eftir hrun skyggði glíman við hrun fjármálakerfisins á allt annað. Bráðaaðgerðir tókust vel, en við höfðum ekki tíma eða vinnufrið til að móta nýtt fjármálakerfi eða gera grundvallarbreytingar á efnahagsgerð og stjórnkerfi. Eftir síðustu kosningar bjuggum við í stjórnarandstöðunni okkur undir langa stjórnartíð hinna gamalreyndu helmingaskiptaflokka og gerðum ráð fyrir að stjórnmálabarátta næstu ára myndi einkennast í besta falli af afmörkuðum breytingum til góðs. Grundvallarbreytingar þyrftu að bíða betri tíma. Með samstilltu átaki náðum við þannig í samvinnu við verkalýðshreyfinguna að draga úr skattalækkunum á þá betur stæðu og þrýsta á um aðgerðir í húsnæðismálum og svo náðum við á þingi að koma í veg fyrir gjöf á makrílkvótanum og tilraunir til að festa kvótakerfið í sessi. Ekkert benti til annars en að þetta yrði veruleiki okkar áfram fram að kosningum og að í þeim myndu stjórnarflokkarnir eiga hafa sterka stöðu vegna batnandi efnahags og geta boðið úrbætur, peningagjafir og skattalækkanir áhyggjulausir.Gerum grundvallarbreytingar En nú er allt breytt. Framundan eru kosningar og sitjandi stjórnarflokkarnir munu mæta til þeirra rúnir trausti. Umbótaöfl munu því nú hafa meiri möguleika á að móta verkefnaskrá stjórnmálanna en nokkru sinni frá hruni. Það tækifæri þarf að nýta til grundvallarbreytinga. Á stjórnmálunum, á stjórnarskrá og á efnahagsmálum. Stjórnmálin geta ekki haldið áfram óbreytt. Sú harkalega orðræða sem hefur verið ráðandi frá hruni hefur dregið úr trausti á stjórnmálin og grafið undan sátt í samfélaginu. Þrátt fyrir að gríðarmargt hafi vel tekist hefur orðræða stjórnmálanna verið hatursfull og full fordæmingar. Orðræðan er drifin áfram af þeirri hefð forherðingarinnar sem við sjáum alltaf í íslenskum stjórnmálum: Flokkar læsa sig saman, neita að viðurkenna mistök og skylmast af hörku þar til yfir lýkur. Það eru yfirleitt alltaf fleiri en tvær hliðar á hverju máli og það vita allir í samfélaginu, nema að því er virðist í stjórnmálunum. Enginn hefur komist langt í lífinu á forherðingu og sjálfsréttlætingu, en þær kenndir eru samt ráðandi í stjórnmálunum. Ákall um endurnýjun á mannskap hefur enga þýðingu í þessu samhengi því menningin ríkir áfram: Þú getur sett hreint, hvítt lak í drullupoll en drullupollurinn verður ekki tær við það. Það þarf grundvallarbreytinga við og stjórnmálin geta ekki verið eini vettvangur mannlífsins þar sem hefðbundin gildi um sanngirni, rökræðu og viðurkenningu eigin mistaka eiga ekki við.Þurfum tvær stjórnarskrár Svo þarf tvíþættar stjórnarskrárbreytingar. Annars vegar þarf að finna leið til að halda áfram með vinnu við nýja stjórnarskrá, í samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna frá 2012, með það að markmiði að hægt verði á endanum að koma stjórnarskrá í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar þarf að setja landinu efnahagslega stjórnarskrá. Í henni þarf að felast uppgjör við þá tegund kapítalisma sem leggur áherslu á stundargróða umfram fjárfestingu sem skilar raunverulegum arði og við fjármálakerfi sem er alltof stórt og sýgur verðmæti út úr verðmætaskapandi efnahagslífi. Við þurfum félagslega sterkt efnahagslíf, þar sem viðskiptalífið axlar samfélagslega ábyrgð og leggur af mörkum til samfélagsins.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun