"Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. apríl 2016 17:49 Land, þjóð, tunga. Náttúra, lýðræði, menning. Þetta verða áhersluatriði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar nái hann kjöri sem forseti Íslands. „Mig langar að leggja fram þrjú verkefni sem ég tel að gætu verið þjóðinni til heilla,“ sagði Andri Snær á blaðamannafundi í Þjóðleikhúsinu í dag þar sem hann tilkynnti framboð sitt formlega. Á fundinum komu fram listamennirnir Tina Dico og Úlfur Úlfur. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona var kynnir. „Við þurfum að spyrja okkur: í hvernig landi viljum við búa?“ sagði Andri Snær í ræðu sinni. „Hvaða skilaboð viljum við senda heiminum? Hvað ætlar okkar kynslóð að gera? Hvað ætlum við að skilja eftir okkur í stóra samhenginu?“Sjá einnig: Andri Snær tilkynnir um framboð á morgunFullur salur af fólki fylgdist með Andra Snæ formlega tilkynna framboð sitt.Vísir/SkjáskotAndri Snær er mikill umhverfisverndarsinni og gerði því náttúruna að umtalsefni sínu að miklu leyti. Hann telur að forsetaembættið ætti að beita sér í verndun náttúrunnar og vill sjá þjóðgarð á hálendinu. „Sem fiskveiðiþjóð þá eigum við allt okkar undir hafinu og ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði embættið mikilvæg rödd á heimsvísu þegar kemur að verndun hafsins.“ Stuðningsmenn Andra höfðu fyllt stóra salinn í Þjóðleikhúsinu og brutust út fagnaðarlæti af og til á meðan á ræðu forsetaframbjóðandans stóð. „Við þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða í mislöngum kjörtímabilum,“ sagði Andri og heyrðust fagnaðaróp úr salnum.Úlfur Úlfur steig á stokk ásamt Kött Grá Pjé með lagið Brennum allt.Vísir„Jöfnuður, jafnrétti og jöfn tækifæri er forsenda þess að við getum kallað okkur þjóð. Ég fylgdist með þjóðfundinum og það var einhver fallegasta stund sem ég hef séð.“ Taldi Andri að þar hefði komið saman raunveruleg sneiðmynd af þjóðinni, þar hafi almenningi verið gefin rödd og þjóðin sýnt að lýðræði er skapandi ferli. „Þar varð til ný stjórnarskrá,“ sagði hann. „Tilraunin var einstök, vakti athygli um allan heim og ég tel að við verðum að klára þessa stjórnarskrá.“ Salurinn fagnaði þessu markmiði Andra ákaft. Þriðja áherslumál Andra tengist tungumálinu. Hann sagðist hafa heimsótt börn í skólum víðsvegar um landið og spurt þau hvort þau töluðu annað tungumál í íslensku. Svörin hafi verið ákaflega fjölbreytt. „Þetta er snilldarkynslóð sem er að alast upp núna.“ Telur hann eitt hlutverk embættis forseta vera að taka utan um ólík móðurmál í þjóðinni. „Farvegur hugsunar okkar og menningar.“ Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32 Ólafur Ragnar vildi ekki svara spurningu um forsetaframboð Forseti Íslands var spurður hvort til greina kæmi að bjóða sig fram til forseta Íslands í sjötta skipti í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Íslandi. 5. apríl 2016 13:11 Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Benedikt Kristján Mewes bætist við í frambjóðendaflóruna. 10. apríl 2016 19:20 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Land, þjóð, tunga. Náttúra, lýðræði, menning. Þetta verða áhersluatriði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar nái hann kjöri sem forseti Íslands. „Mig langar að leggja fram þrjú verkefni sem ég tel að gætu verið þjóðinni til heilla,“ sagði Andri Snær á blaðamannafundi í Þjóðleikhúsinu í dag þar sem hann tilkynnti framboð sitt formlega. Á fundinum komu fram listamennirnir Tina Dico og Úlfur Úlfur. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona var kynnir. „Við þurfum að spyrja okkur: í hvernig landi viljum við búa?“ sagði Andri Snær í ræðu sinni. „Hvaða skilaboð viljum við senda heiminum? Hvað ætlar okkar kynslóð að gera? Hvað ætlum við að skilja eftir okkur í stóra samhenginu?“Sjá einnig: Andri Snær tilkynnir um framboð á morgunFullur salur af fólki fylgdist með Andra Snæ formlega tilkynna framboð sitt.Vísir/SkjáskotAndri Snær er mikill umhverfisverndarsinni og gerði því náttúruna að umtalsefni sínu að miklu leyti. Hann telur að forsetaembættið ætti að beita sér í verndun náttúrunnar og vill sjá þjóðgarð á hálendinu. „Sem fiskveiðiþjóð þá eigum við allt okkar undir hafinu og ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði embættið mikilvæg rödd á heimsvísu þegar kemur að verndun hafsins.“ Stuðningsmenn Andra höfðu fyllt stóra salinn í Þjóðleikhúsinu og brutust út fagnaðarlæti af og til á meðan á ræðu forsetaframbjóðandans stóð. „Við þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða í mislöngum kjörtímabilum,“ sagði Andri og heyrðust fagnaðaróp úr salnum.Úlfur Úlfur steig á stokk ásamt Kött Grá Pjé með lagið Brennum allt.Vísir„Jöfnuður, jafnrétti og jöfn tækifæri er forsenda þess að við getum kallað okkur þjóð. Ég fylgdist með þjóðfundinum og það var einhver fallegasta stund sem ég hef séð.“ Taldi Andri að þar hefði komið saman raunveruleg sneiðmynd af þjóðinni, þar hafi almenningi verið gefin rödd og þjóðin sýnt að lýðræði er skapandi ferli. „Þar varð til ný stjórnarskrá,“ sagði hann. „Tilraunin var einstök, vakti athygli um allan heim og ég tel að við verðum að klára þessa stjórnarskrá.“ Salurinn fagnaði þessu markmiði Andra ákaft. Þriðja áherslumál Andra tengist tungumálinu. Hann sagðist hafa heimsótt börn í skólum víðsvegar um landið og spurt þau hvort þau töluðu annað tungumál í íslensku. Svörin hafi verið ákaflega fjölbreytt. „Þetta er snilldarkynslóð sem er að alast upp núna.“ Telur hann eitt hlutverk embættis forseta vera að taka utan um ólík móðurmál í þjóðinni. „Farvegur hugsunar okkar og menningar.“
Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32 Ólafur Ragnar vildi ekki svara spurningu um forsetaframboð Forseti Íslands var spurður hvort til greina kæmi að bjóða sig fram til forseta Íslands í sjötta skipti í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Íslandi. 5. apríl 2016 13:11 Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Benedikt Kristján Mewes bætist við í frambjóðendaflóruna. 10. apríl 2016 19:20 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32
Ólafur Ragnar vildi ekki svara spurningu um forsetaframboð Forseti Íslands var spurður hvort til greina kæmi að bjóða sig fram til forseta Íslands í sjötta skipti í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Íslandi. 5. apríl 2016 13:11
Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Benedikt Kristján Mewes bætist við í frambjóðendaflóruna. 10. apríl 2016 19:20