"Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. apríl 2016 17:49 Land, þjóð, tunga. Náttúra, lýðræði, menning. Þetta verða áhersluatriði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar nái hann kjöri sem forseti Íslands. „Mig langar að leggja fram þrjú verkefni sem ég tel að gætu verið þjóðinni til heilla,“ sagði Andri Snær á blaðamannafundi í Þjóðleikhúsinu í dag þar sem hann tilkynnti framboð sitt formlega. Á fundinum komu fram listamennirnir Tina Dico og Úlfur Úlfur. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona var kynnir. „Við þurfum að spyrja okkur: í hvernig landi viljum við búa?“ sagði Andri Snær í ræðu sinni. „Hvaða skilaboð viljum við senda heiminum? Hvað ætlar okkar kynslóð að gera? Hvað ætlum við að skilja eftir okkur í stóra samhenginu?“Sjá einnig: Andri Snær tilkynnir um framboð á morgunFullur salur af fólki fylgdist með Andra Snæ formlega tilkynna framboð sitt.Vísir/SkjáskotAndri Snær er mikill umhverfisverndarsinni og gerði því náttúruna að umtalsefni sínu að miklu leyti. Hann telur að forsetaembættið ætti að beita sér í verndun náttúrunnar og vill sjá þjóðgarð á hálendinu. „Sem fiskveiðiþjóð þá eigum við allt okkar undir hafinu og ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði embættið mikilvæg rödd á heimsvísu þegar kemur að verndun hafsins.“ Stuðningsmenn Andra höfðu fyllt stóra salinn í Þjóðleikhúsinu og brutust út fagnaðarlæti af og til á meðan á ræðu forsetaframbjóðandans stóð. „Við þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða í mislöngum kjörtímabilum,“ sagði Andri og heyrðust fagnaðaróp úr salnum.Úlfur Úlfur steig á stokk ásamt Kött Grá Pjé með lagið Brennum allt.Vísir„Jöfnuður, jafnrétti og jöfn tækifæri er forsenda þess að við getum kallað okkur þjóð. Ég fylgdist með þjóðfundinum og það var einhver fallegasta stund sem ég hef séð.“ Taldi Andri að þar hefði komið saman raunveruleg sneiðmynd af þjóðinni, þar hafi almenningi verið gefin rödd og þjóðin sýnt að lýðræði er skapandi ferli. „Þar varð til ný stjórnarskrá,“ sagði hann. „Tilraunin var einstök, vakti athygli um allan heim og ég tel að við verðum að klára þessa stjórnarskrá.“ Salurinn fagnaði þessu markmiði Andra ákaft. Þriðja áherslumál Andra tengist tungumálinu. Hann sagðist hafa heimsótt börn í skólum víðsvegar um landið og spurt þau hvort þau töluðu annað tungumál í íslensku. Svörin hafi verið ákaflega fjölbreytt. „Þetta er snilldarkynslóð sem er að alast upp núna.“ Telur hann eitt hlutverk embættis forseta vera að taka utan um ólík móðurmál í þjóðinni. „Farvegur hugsunar okkar og menningar.“ Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32 Ólafur Ragnar vildi ekki svara spurningu um forsetaframboð Forseti Íslands var spurður hvort til greina kæmi að bjóða sig fram til forseta Íslands í sjötta skipti í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Íslandi. 5. apríl 2016 13:11 Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Benedikt Kristján Mewes bætist við í frambjóðendaflóruna. 10. apríl 2016 19:20 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Land, þjóð, tunga. Náttúra, lýðræði, menning. Þetta verða áhersluatriði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar nái hann kjöri sem forseti Íslands. „Mig langar að leggja fram þrjú verkefni sem ég tel að gætu verið þjóðinni til heilla,“ sagði Andri Snær á blaðamannafundi í Þjóðleikhúsinu í dag þar sem hann tilkynnti framboð sitt formlega. Á fundinum komu fram listamennirnir Tina Dico og Úlfur Úlfur. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona var kynnir. „Við þurfum að spyrja okkur: í hvernig landi viljum við búa?“ sagði Andri Snær í ræðu sinni. „Hvaða skilaboð viljum við senda heiminum? Hvað ætlar okkar kynslóð að gera? Hvað ætlum við að skilja eftir okkur í stóra samhenginu?“Sjá einnig: Andri Snær tilkynnir um framboð á morgunFullur salur af fólki fylgdist með Andra Snæ formlega tilkynna framboð sitt.Vísir/SkjáskotAndri Snær er mikill umhverfisverndarsinni og gerði því náttúruna að umtalsefni sínu að miklu leyti. Hann telur að forsetaembættið ætti að beita sér í verndun náttúrunnar og vill sjá þjóðgarð á hálendinu. „Sem fiskveiðiþjóð þá eigum við allt okkar undir hafinu og ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði embættið mikilvæg rödd á heimsvísu þegar kemur að verndun hafsins.“ Stuðningsmenn Andra höfðu fyllt stóra salinn í Þjóðleikhúsinu og brutust út fagnaðarlæti af og til á meðan á ræðu forsetaframbjóðandans stóð. „Við þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða í mislöngum kjörtímabilum,“ sagði Andri og heyrðust fagnaðaróp úr salnum.Úlfur Úlfur steig á stokk ásamt Kött Grá Pjé með lagið Brennum allt.Vísir„Jöfnuður, jafnrétti og jöfn tækifæri er forsenda þess að við getum kallað okkur þjóð. Ég fylgdist með þjóðfundinum og það var einhver fallegasta stund sem ég hef séð.“ Taldi Andri að þar hefði komið saman raunveruleg sneiðmynd af þjóðinni, þar hafi almenningi verið gefin rödd og þjóðin sýnt að lýðræði er skapandi ferli. „Þar varð til ný stjórnarskrá,“ sagði hann. „Tilraunin var einstök, vakti athygli um allan heim og ég tel að við verðum að klára þessa stjórnarskrá.“ Salurinn fagnaði þessu markmiði Andra ákaft. Þriðja áherslumál Andra tengist tungumálinu. Hann sagðist hafa heimsótt börn í skólum víðsvegar um landið og spurt þau hvort þau töluðu annað tungumál í íslensku. Svörin hafi verið ákaflega fjölbreytt. „Þetta er snilldarkynslóð sem er að alast upp núna.“ Telur hann eitt hlutverk embættis forseta vera að taka utan um ólík móðurmál í þjóðinni. „Farvegur hugsunar okkar og menningar.“
Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32 Ólafur Ragnar vildi ekki svara spurningu um forsetaframboð Forseti Íslands var spurður hvort til greina kæmi að bjóða sig fram til forseta Íslands í sjötta skipti í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Íslandi. 5. apríl 2016 13:11 Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Benedikt Kristján Mewes bætist við í frambjóðendaflóruna. 10. apríl 2016 19:20 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32
Ólafur Ragnar vildi ekki svara spurningu um forsetaframboð Forseti Íslands var spurður hvort til greina kæmi að bjóða sig fram til forseta Íslands í sjötta skipti í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Íslandi. 5. apríl 2016 13:11
Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Benedikt Kristján Mewes bætist við í frambjóðendaflóruna. 10. apríl 2016 19:20