Bjarni birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2016 17:59 Fjármálaráðherra hefur birt upplýsingar um tekjur sínar frá því að hann tók við sem ráðherra vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur opnað bókhald sitt og birt yfirlit yfir allar skattskyldar tekjur þau ár sem hann hefur gegnt ráðherraembætti. Þá hefur hann birt yfirlýsingu frá endurskoðenda sínum um að gerð hafi verið grein fyrir félaginu Falson & co á skattframtali Bjarna á sínum tíma. „Mér finnst bæði eðlilegt og skiljanlegt að gerðar séu miklar kröfur til forystumanna í stjórnmálum,“ segir Bjarni á Facebook þar sem hann birtir upplýsingarnar. Áður hafa Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir, formenn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna, birt upplýsingar úr sínum skattframtölum. Bjarni tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra árið 2013. Í yfirlýsingu hans sést að hann var með 14,9 milljónir í heildartekjur fyrir árið 2013, 15,7 milljónir árið 2014 og 17,7 milljónir á síðasta ári. Staðfesta að Falson & Co var skráð á skattskýrslu Bjarna Meðfylgjandi er einnig yfirlýsing frá Árna Snæbjörnssyni, endurskoðenda hjá Ernst & Young, þar sem fram kemur að Falson & Co, félag sem Bjarni átti hlut í vegna fasteignakaupa í Dubai. Félagið var skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Var nafn félagsins og Bjarna í Panama-skjölunum. „Við staðfestum að í skattframtali 2007 vegna tekjuársins 2006 er gerð grein fyrir fjárfestingu í Falson & Co,“ segir í yfirlýsingunni. Fjárfestingin nam 33,3 milljónum króna. Jafnframt kemur fram að í skattframtali Bjarna árið 2010 vegna tekjuársins 2003 hafi verið gerð grein fyrir 26,1 milljón króna greiðslu frá Falson & Co. Félagið hafi síðan verið fært út árið eftir þegar það var niðurlagt með 7,1 milljón króna tapi.Sjá má upplýsingar frá Bjarna hér að neðan.Yfirlýsing frá endurskoðanda Bjarna vegna Falson&co.Mynd/BjarniUpplýsingar um tekjur Bjarna frá og með árinu 2013.Mynd/Bjarni Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtali sínu opinberlega. 14. apríl 2016 14:59 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur opnað bókhald sitt og birt yfirlit yfir allar skattskyldar tekjur þau ár sem hann hefur gegnt ráðherraembætti. Þá hefur hann birt yfirlýsingu frá endurskoðenda sínum um að gerð hafi verið grein fyrir félaginu Falson & co á skattframtali Bjarna á sínum tíma. „Mér finnst bæði eðlilegt og skiljanlegt að gerðar séu miklar kröfur til forystumanna í stjórnmálum,“ segir Bjarni á Facebook þar sem hann birtir upplýsingarnar. Áður hafa Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir, formenn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna, birt upplýsingar úr sínum skattframtölum. Bjarni tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra árið 2013. Í yfirlýsingu hans sést að hann var með 14,9 milljónir í heildartekjur fyrir árið 2013, 15,7 milljónir árið 2014 og 17,7 milljónir á síðasta ári. Staðfesta að Falson & Co var skráð á skattskýrslu Bjarna Meðfylgjandi er einnig yfirlýsing frá Árna Snæbjörnssyni, endurskoðenda hjá Ernst & Young, þar sem fram kemur að Falson & Co, félag sem Bjarni átti hlut í vegna fasteignakaupa í Dubai. Félagið var skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Var nafn félagsins og Bjarna í Panama-skjölunum. „Við staðfestum að í skattframtali 2007 vegna tekjuársins 2006 er gerð grein fyrir fjárfestingu í Falson & Co,“ segir í yfirlýsingunni. Fjárfestingin nam 33,3 milljónum króna. Jafnframt kemur fram að í skattframtali Bjarna árið 2010 vegna tekjuársins 2003 hafi verið gerð grein fyrir 26,1 milljón króna greiðslu frá Falson & Co. Félagið hafi síðan verið fært út árið eftir þegar það var niðurlagt með 7,1 milljón króna tapi.Sjá má upplýsingar frá Bjarna hér að neðan.Yfirlýsing frá endurskoðanda Bjarna vegna Falson&co.Mynd/BjarniUpplýsingar um tekjur Bjarna frá og með árinu 2013.Mynd/Bjarni
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtali sínu opinberlega. 14. apríl 2016 14:59 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49
Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtali sínu opinberlega. 14. apríl 2016 14:59