Um fátækt stjórnmálamanna Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Það hefur borið á góma í umræðunni undanfarna daga að það eigi að teljast vera kostur að stjórnmálamenn séu fjár síns ráðandi, engum fjárhagslega háðir og í rauninni sé betra að eiga ríka stjórnmálamenn til að stjórna landinu fremur en efnaminni. Jafnvel hefur umræðan gengið svo langt að halda því fram að hæfni til að stunda stjórnmál og fjárhagslegt sjálfstæði haldist í hendur. Það er hinsvegar gömul speki og ný, að margur verður af aurum api. Við búum í samfélagi þar sem forsætisráðherra og frú eiga félög með fleiri milljónum inni á bankareikningum heldur en meðal Íslendingur nær að safna sér á einni ævi. Þar að auki á þetta félag einnig kröfur á sömu þrotabú og hæstvirtur forsætisráðherra var í forystu fyrir að semja við undanfarin ár. Fjármálaráðherra á líka óvart og óvænt eitthvert fyrirtæki á Seychelles-eyjum, eða í Lúxemborg, eða einhvers staðar. Það fyrirtæki er víst búið að gera upp, með tapi, en hver veit. Eitthvað svipað var uppi á teningnum hjá fleiri aðilum í íslenskum stjórnmálum. Það er í sjálfu sér ekkert að því að vera ríkur einstaklingur og í stjórnmálum. En það er eitt að vera velstæður og annað að kunna ekki aura sinna tal, eða vita ekki hvar félög sín eiga heima, það er eitthvað annað og meira en að vera bara fjár síns ráðandi. Samfélagslegt rof Stjórnmálamenn, ekki síst þingmenn og ráðherrar, eiga að vera hluti af samfélaginu eins og við þekkjum það. Það virðist vera menningarlegt og samfélagslegt rof milli sumra háttsettra íslenskra stjórnmálamanna og hins almenna Íslendings. Það að eiga ekkert er ekki slæmt. Það er bara eins og það er, og gerir engan að verri stjórnmálamanni. Að kaupa fötin sín á flóamarkaði eða að hafa aldrei flogið á Saga Class gerir engan mann óhæfan til þess að taka þátt í stjórnmálum. Þeir sem halda uppi þeirri orðræðu að ríkidæmi fari vel með stjórnmálastarfi láta það líta út að efnaminni einstaklingar búi við skertari siðferðiskennd en aðrir. Ástæðan fyrir því að við viljum að þjóðkjörnir einstaklingar hafi það ágætt á meðan þeir gegna embætti, er einmitt að það þarf að vera á allra færi að taka þátt. Að búa til lög og stjórna landinu er ekki einkamál hinna ríku. Það á ekki að vera forsenda til þátttöku í lýðræðissamfélagi að vera vellauðugur. Samfélag sem er stýrt af hinum ríku og samkvæmt hagsmunum þeirra er auðvaldsstjórn, ekki lýðræði. Lýðræðissamfélag reynir að gera öllum kleift að taka þátt og setja alla aðila við sama borð þar sem það er hagur okkar allra sem ber að vinna að. Fátækt stjórnmálamanna verður ekki í aurum talin. Fátækt stjórnmálamanna á Íslandi snýr að því að það er þeim erfitt, jafnvel dýrt eða ómögulegt, að taka sjálfstæða ákvörðun og gera það sem er siðferðislega rétt á hverjum tíma. Það er auðveldara að sitja hjá og kóa með. Að praktísera pólitíska ábyrgð hefur ekki fengið brautargengi í íslenskum stjórnmálum. Það, umfram allt annað, er fátækt íslenskra stjórnmálamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það hefur borið á góma í umræðunni undanfarna daga að það eigi að teljast vera kostur að stjórnmálamenn séu fjár síns ráðandi, engum fjárhagslega háðir og í rauninni sé betra að eiga ríka stjórnmálamenn til að stjórna landinu fremur en efnaminni. Jafnvel hefur umræðan gengið svo langt að halda því fram að hæfni til að stunda stjórnmál og fjárhagslegt sjálfstæði haldist í hendur. Það er hinsvegar gömul speki og ný, að margur verður af aurum api. Við búum í samfélagi þar sem forsætisráðherra og frú eiga félög með fleiri milljónum inni á bankareikningum heldur en meðal Íslendingur nær að safna sér á einni ævi. Þar að auki á þetta félag einnig kröfur á sömu þrotabú og hæstvirtur forsætisráðherra var í forystu fyrir að semja við undanfarin ár. Fjármálaráðherra á líka óvart og óvænt eitthvert fyrirtæki á Seychelles-eyjum, eða í Lúxemborg, eða einhvers staðar. Það fyrirtæki er víst búið að gera upp, með tapi, en hver veit. Eitthvað svipað var uppi á teningnum hjá fleiri aðilum í íslenskum stjórnmálum. Það er í sjálfu sér ekkert að því að vera ríkur einstaklingur og í stjórnmálum. En það er eitt að vera velstæður og annað að kunna ekki aura sinna tal, eða vita ekki hvar félög sín eiga heima, það er eitthvað annað og meira en að vera bara fjár síns ráðandi. Samfélagslegt rof Stjórnmálamenn, ekki síst þingmenn og ráðherrar, eiga að vera hluti af samfélaginu eins og við þekkjum það. Það virðist vera menningarlegt og samfélagslegt rof milli sumra háttsettra íslenskra stjórnmálamanna og hins almenna Íslendings. Það að eiga ekkert er ekki slæmt. Það er bara eins og það er, og gerir engan að verri stjórnmálamanni. Að kaupa fötin sín á flóamarkaði eða að hafa aldrei flogið á Saga Class gerir engan mann óhæfan til þess að taka þátt í stjórnmálum. Þeir sem halda uppi þeirri orðræðu að ríkidæmi fari vel með stjórnmálastarfi láta það líta út að efnaminni einstaklingar búi við skertari siðferðiskennd en aðrir. Ástæðan fyrir því að við viljum að þjóðkjörnir einstaklingar hafi það ágætt á meðan þeir gegna embætti, er einmitt að það þarf að vera á allra færi að taka þátt. Að búa til lög og stjórna landinu er ekki einkamál hinna ríku. Það á ekki að vera forsenda til þátttöku í lýðræðissamfélagi að vera vellauðugur. Samfélag sem er stýrt af hinum ríku og samkvæmt hagsmunum þeirra er auðvaldsstjórn, ekki lýðræði. Lýðræðissamfélag reynir að gera öllum kleift að taka þátt og setja alla aðila við sama borð þar sem það er hagur okkar allra sem ber að vinna að. Fátækt stjórnmálamanna verður ekki í aurum talin. Fátækt stjórnmálamanna á Íslandi snýr að því að það er þeim erfitt, jafnvel dýrt eða ómögulegt, að taka sjálfstæða ákvörðun og gera það sem er siðferðislega rétt á hverjum tíma. Það er auðveldara að sitja hjá og kóa með. Að praktísera pólitíska ábyrgð hefur ekki fengið brautargengi í íslenskum stjórnmálum. Það, umfram allt annað, er fátækt íslenskra stjórnmálamanna.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun