Dagmundur og faldi fjársjóðurinn Ívar Halldórsson skrifar 7. apríl 2016 00:03 Dagmundur hét drengur einn sem bjó í Þingstræti. Hann fékk að passa sandkassa fyrir leikskólastýruna Lýðveldi á leikskólanum Í hverfinu. Þetta var mikill heiður fannst honum. Hann settist í sandkassann sposkur á svipinn og byrjaði að moka ofan í fötu. Lýðveldur hafði lánað honum fötu og skóflu. Það var samt alveg bannað að moka sandi út fyrir sandkassann, sagði Lýðveldur honum. Dagmundur sagði öllum krökkunum að hann væri að passa sandkassann fyrir Lýðveldi, og það væri bannað að taka sand úr sandkassann. Dagmundur fékk lánaða fötu og skóflu. Honum fannst gaman að moka ofan í fötuna með skóflunni sinni. En hann langaði til að geyma fötuna með flotta sandinum í fyrir utan sandkassann. Þannig ætti hann alltaf flottan sand til að leika sér með seinna. Ef sandurinn í sandkassanum myndi til dæmis klárast, eða ef einhver myndi pissa í hann, þá ætti hann þennan fína aukasand til að leika sér með. Vinur hans Gjaldur frá Eyri, sem bjó í Bankastrætinu, sagði að þetta væri góð hugmynd. Þegar enginn sá, laumaði Dagmundur fötunni yfir sandkassabrúnina, og geymdi hana í grasinu fyrir utan sandkassann. Hann gaf Skatthildi vinkonu sinni svo karamellu fyrir að fylgjast með fötunni. Skatthildur var sátt við sitt og tuggði karamelluna með bestu lyst. Hann var duglegur að láta hina krakkana vita að það borgaði sig alltaf að hafa allan sandinn í sandkassanum og ekki sniðugt að taka sand úr kassanum. Lýðveldur hafði sagt honum það. Ef allir myndu taka sand úr kassanum myndi enginn sandur verða eftir til að leika sér með. Og ef hundur myndi koma og skíta í sandinn þá væri bara hægt að nota vettlinga og halda áfram að moka. Krökkunum fannst þetta skynsamlegt. Einn daginn sá einn strákurinn úr hverfinu að Dagmundur var að geyma sand í fötu fyrir utan sandkassann. Strákurinn sem hét Almann Borgarr hafði alltaf fundist Dagmundur vera skemmtilegur strákur. Honum gramdist samt að Dagmundur bannaði honum að taka sand úr sandkassann, þegar hann gerði það svo sjálfur. Almann Borgarr sagði öllum krökkunum að Dagmundur væri plötuskjóða. Seinna um daginn þegar Dagmundur var að moka í sandkassanum komu krakkarnir úr hverfinu og sögðu honum að fara úr sandkassanum. „Af hverju?“, spurði Dagmundur. Af því að þú ert plötuskjóða! Dagmundur virtist mjög hissa og sagði: „En ég gaf Skatthildi karamellu fyrir að passa fötuna!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Dagmundur hét drengur einn sem bjó í Þingstræti. Hann fékk að passa sandkassa fyrir leikskólastýruna Lýðveldi á leikskólanum Í hverfinu. Þetta var mikill heiður fannst honum. Hann settist í sandkassann sposkur á svipinn og byrjaði að moka ofan í fötu. Lýðveldur hafði lánað honum fötu og skóflu. Það var samt alveg bannað að moka sandi út fyrir sandkassann, sagði Lýðveldur honum. Dagmundur sagði öllum krökkunum að hann væri að passa sandkassann fyrir Lýðveldi, og það væri bannað að taka sand úr sandkassann. Dagmundur fékk lánaða fötu og skóflu. Honum fannst gaman að moka ofan í fötuna með skóflunni sinni. En hann langaði til að geyma fötuna með flotta sandinum í fyrir utan sandkassann. Þannig ætti hann alltaf flottan sand til að leika sér með seinna. Ef sandurinn í sandkassanum myndi til dæmis klárast, eða ef einhver myndi pissa í hann, þá ætti hann þennan fína aukasand til að leika sér með. Vinur hans Gjaldur frá Eyri, sem bjó í Bankastrætinu, sagði að þetta væri góð hugmynd. Þegar enginn sá, laumaði Dagmundur fötunni yfir sandkassabrúnina, og geymdi hana í grasinu fyrir utan sandkassann. Hann gaf Skatthildi vinkonu sinni svo karamellu fyrir að fylgjast með fötunni. Skatthildur var sátt við sitt og tuggði karamelluna með bestu lyst. Hann var duglegur að láta hina krakkana vita að það borgaði sig alltaf að hafa allan sandinn í sandkassanum og ekki sniðugt að taka sand úr kassanum. Lýðveldur hafði sagt honum það. Ef allir myndu taka sand úr kassanum myndi enginn sandur verða eftir til að leika sér með. Og ef hundur myndi koma og skíta í sandinn þá væri bara hægt að nota vettlinga og halda áfram að moka. Krökkunum fannst þetta skynsamlegt. Einn daginn sá einn strákurinn úr hverfinu að Dagmundur var að geyma sand í fötu fyrir utan sandkassann. Strákurinn sem hét Almann Borgarr hafði alltaf fundist Dagmundur vera skemmtilegur strákur. Honum gramdist samt að Dagmundur bannaði honum að taka sand úr sandkassann, þegar hann gerði það svo sjálfur. Almann Borgarr sagði öllum krökkunum að Dagmundur væri plötuskjóða. Seinna um daginn þegar Dagmundur var að moka í sandkassanum komu krakkarnir úr hverfinu og sögðu honum að fara úr sandkassanum. „Af hverju?“, spurði Dagmundur. Af því að þú ert plötuskjóða! Dagmundur virtist mjög hissa og sagði: „En ég gaf Skatthildi karamellu fyrir að passa fötuna!“
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar