Dómgreindarbrestur eða græðgi? Willum Þór Þórsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Ekki er til einhlítur mælikvarði á jöfnuð og hann snýst ekki bara um laun. Það er óumdeilt að við viljum jöfn tækifæri fyrir alla og jafnan aðgang að grunnþjónustu. Það er einnig almennur skilningur á því að til þess að auka velferð allra, efla heilbrigðis- og menntakerfið og fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu, þarf að auka verðmætasköpun. Til þess að hægt sé að „stækka kökuna“ standa heimshagkerfin frammi fyrir þeirri áskorun að auka framleiðni og draga úr misskiptingu auðs. Þetta viðfangsefni þarfnast sannarlega frumkvæðis stjórnvalda og atvinnulífs en ekkert síður sameiginlegs skilnings á verkefninu.Jöfnuður meiri en nokkru sinni áður Í nýútkomnum félagsvísum fyrir 2015 kemur fram að Gini-stuðullinn, sem mælir hvernig samanlagðar tekjur allra einstaklinga í landinu dreifast, hefur ekki verið lægri síðan mælingar hófust árið 2004. Bilið milli tekjuhæstu og tekjulægstu Íslendinga hefur minnkað og einstaklingar undir lágtekjumörkum hafa aðeins einu sinni áður mælst færri síðan mælingar hófust.Lífskjör – Ísland í 4. sæti Ef tekið er mið af lífskjaramælikvarða SPI-vísitölunnar (Social Progress Index) er Ísland í fjórða sæti. Fyrir ofan Ísland á þessum lista eru Noregur, Svíþjóð og Sviss. Þessi félagslega þróunarvísitala er dæmi um breytta nálgun þar sem ekki er einblínt á einhlítan hagvaxtarmælikvarða. Lífskjör og verðmætasköpun eru meðal annars metin út frá grundvallarþörfum, almennri velferð, aðgengi að velferðarkerfum og tækifærum einstaklinga til að vaxa og dafna.Lægri skattar og aukinn stuðningur Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur markvisst dregið úr skattheimtu og aukið enn frekar félagslega aðstoð. Vörugjöld hafa verið afnumin, sem skilar sér í lægra vöruverði, tekjuskattskerfið einfaldað og skattleysismörk og persónuafsláttur hafa hækkað. Barnabætur eru hærri og bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur hækkuðu um tæp 10% um áramótin. Kaupmáttur allra hefur aukist og atvinnuleysi minnkað. Skuldir heimila hafa lækkað og séreignarsparnaðarleiðin var hluti af velheppnaðri skuldaleiðréttingu en ekkert síður til þess fallin að auðvelda fólki að spara til þess að fjárfesta í húsnæði. Fyrirhugaðar aðgerðir sem samþykktar voru sem hluti af kjarasamningum síðastliðið vor eru svo hugsaðar til þess að auka tekjujöfnuð enn frekar og jafna og bæta eignastöðu fólks.Sama farið? Þjóðin öll tók á sig skell og auknar byrðar en hefur með sameiginlegu átaki náð vopnum sínum. Flestir hagvísar eru nú jákvæðir: aukinn hagvöxtur, minna atvinnuleysi, verðstöðugleiki, aukinn tekjujöfnuður, lækkandi skuldir þjóðarbúsins og lausn á greiðslujafnaðarvanda þar sem erlend staða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri síðan á síldarárunum! Aukinn kaupmáttur og ráðstöfunargeta sem skilar sér í auknum ávinningi í atvinnulífinu. Á sama tíma og við erum að komast í betri stöðu til þess að efla velferðarkerfið og auka jöfnuð þá berast okkur fréttir um ofurbónusa fárra, hlutabréfakaup útvalinna, himinháar arðgreiðslur og já jafnvel arðgreiðslur umfram hagnað!Gagnkvæmur skilningur? Stjórnendur fyrirtækja bera mikla samfélagslega ábyrgð ekkert síður en gagnvart eigendum. Það er skilningur á því að eigendur njóti arðs af fjárfestingum og stjórnendur hljóti umbun fyrir erfiðar ákvarðanir. En um leið þurfa þeir að geta lesið í samfélag sitt. Ef ekki ríkir gagnkvæmur skilningur stjórnvalda og stjórnenda í atvinnulífinu á efnahagslegum áskorunum um framleiðni og aukinn jöfnuð, rofnar hin samfélagslega sátt. Niðurstaðan verður í besta falli brestur á dómgreind eða hrein græðgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ekki er til einhlítur mælikvarði á jöfnuð og hann snýst ekki bara um laun. Það er óumdeilt að við viljum jöfn tækifæri fyrir alla og jafnan aðgang að grunnþjónustu. Það er einnig almennur skilningur á því að til þess að auka velferð allra, efla heilbrigðis- og menntakerfið og fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu, þarf að auka verðmætasköpun. Til þess að hægt sé að „stækka kökuna“ standa heimshagkerfin frammi fyrir þeirri áskorun að auka framleiðni og draga úr misskiptingu auðs. Þetta viðfangsefni þarfnast sannarlega frumkvæðis stjórnvalda og atvinnulífs en ekkert síður sameiginlegs skilnings á verkefninu.Jöfnuður meiri en nokkru sinni áður Í nýútkomnum félagsvísum fyrir 2015 kemur fram að Gini-stuðullinn, sem mælir hvernig samanlagðar tekjur allra einstaklinga í landinu dreifast, hefur ekki verið lægri síðan mælingar hófust árið 2004. Bilið milli tekjuhæstu og tekjulægstu Íslendinga hefur minnkað og einstaklingar undir lágtekjumörkum hafa aðeins einu sinni áður mælst færri síðan mælingar hófust.Lífskjör – Ísland í 4. sæti Ef tekið er mið af lífskjaramælikvarða SPI-vísitölunnar (Social Progress Index) er Ísland í fjórða sæti. Fyrir ofan Ísland á þessum lista eru Noregur, Svíþjóð og Sviss. Þessi félagslega þróunarvísitala er dæmi um breytta nálgun þar sem ekki er einblínt á einhlítan hagvaxtarmælikvarða. Lífskjör og verðmætasköpun eru meðal annars metin út frá grundvallarþörfum, almennri velferð, aðgengi að velferðarkerfum og tækifærum einstaklinga til að vaxa og dafna.Lægri skattar og aukinn stuðningur Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur markvisst dregið úr skattheimtu og aukið enn frekar félagslega aðstoð. Vörugjöld hafa verið afnumin, sem skilar sér í lægra vöruverði, tekjuskattskerfið einfaldað og skattleysismörk og persónuafsláttur hafa hækkað. Barnabætur eru hærri og bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur hækkuðu um tæp 10% um áramótin. Kaupmáttur allra hefur aukist og atvinnuleysi minnkað. Skuldir heimila hafa lækkað og séreignarsparnaðarleiðin var hluti af velheppnaðri skuldaleiðréttingu en ekkert síður til þess fallin að auðvelda fólki að spara til þess að fjárfesta í húsnæði. Fyrirhugaðar aðgerðir sem samþykktar voru sem hluti af kjarasamningum síðastliðið vor eru svo hugsaðar til þess að auka tekjujöfnuð enn frekar og jafna og bæta eignastöðu fólks.Sama farið? Þjóðin öll tók á sig skell og auknar byrðar en hefur með sameiginlegu átaki náð vopnum sínum. Flestir hagvísar eru nú jákvæðir: aukinn hagvöxtur, minna atvinnuleysi, verðstöðugleiki, aukinn tekjujöfnuður, lækkandi skuldir þjóðarbúsins og lausn á greiðslujafnaðarvanda þar sem erlend staða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri síðan á síldarárunum! Aukinn kaupmáttur og ráðstöfunargeta sem skilar sér í auknum ávinningi í atvinnulífinu. Á sama tíma og við erum að komast í betri stöðu til þess að efla velferðarkerfið og auka jöfnuð þá berast okkur fréttir um ofurbónusa fárra, hlutabréfakaup útvalinna, himinháar arðgreiðslur og já jafnvel arðgreiðslur umfram hagnað!Gagnkvæmur skilningur? Stjórnendur fyrirtækja bera mikla samfélagslega ábyrgð ekkert síður en gagnvart eigendum. Það er skilningur á því að eigendur njóti arðs af fjárfestingum og stjórnendur hljóti umbun fyrir erfiðar ákvarðanir. En um leið þurfa þeir að geta lesið í samfélag sitt. Ef ekki ríkir gagnkvæmur skilningur stjórnvalda og stjórnenda í atvinnulífinu á efnahagslegum áskorunum um framleiðni og aukinn jöfnuð, rofnar hin samfélagslega sátt. Niðurstaðan verður í besta falli brestur á dómgreind eða hrein græðgi.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun