John Boehner vill sjá Paul Ryan sem frambjóðenda Repúblikana Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2016 15:52 Paul Ryan tók við embætti þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings af John Boehner í lok síðasta árs. Vísir/AFP Repúblikaninn og fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, John Boehner, segir að Paul Ryan, núverandi þingforseti, ætti að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, nái enginn frambjóðendanna að tryggja sér meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið í júlí. „Ef við erum ekki með frambjóðanda sem getur unnið í fyrstu umferð kjörsins, vil ég ekki sjá neinn þeirra sem eftir eru,“ sagði Boehner á ráðstefnu Future Industry Association í Flórída. Politico segir frá. „Þeir áttu þá allir möguleika á að vinna. Enginn þeirra vann. Ég vil því ekki neinn þeirra sem eftir eru. Ég vil að Paul Ryan verði okkar frambjóðandi,“ segir Boehner.Ryan segist ekki ætla framRyan og stuðningsmenn hans hafa áður sagt að hann muni ekki sækjast eftir að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember. Hinn 46 ára Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningum 2012. Donald Trump leiðir nú kapphlaupið um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Ted Cruz 395 og John Kasich 138.Sjá einnig:Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Trump og Cruz þykja mjög umdeildir innan Repúblikanaflokksins. Í frétt Politico segir að Boehner hafi kallað Cruz „Lusífer“ á ráðstefnunni í Flórída, en hann hefur áður kallað hann „asna“ (e. jackass).Paul Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningunum 2012.Vísir/AFPBoehner segist hafa kosið Kasich í forkosningunum í gær en þeir Boehner og Kasich unnu saman í fulltrúadeild þingsins í tíu ár. Boehner gegndi embætti þingforseta á árunum 2011 til 2015.Klofið flokksþing?Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump. Donald Trump Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Repúblikaninn og fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, John Boehner, segir að Paul Ryan, núverandi þingforseti, ætti að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, nái enginn frambjóðendanna að tryggja sér meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið í júlí. „Ef við erum ekki með frambjóðanda sem getur unnið í fyrstu umferð kjörsins, vil ég ekki sjá neinn þeirra sem eftir eru,“ sagði Boehner á ráðstefnu Future Industry Association í Flórída. Politico segir frá. „Þeir áttu þá allir möguleika á að vinna. Enginn þeirra vann. Ég vil því ekki neinn þeirra sem eftir eru. Ég vil að Paul Ryan verði okkar frambjóðandi,“ segir Boehner.Ryan segist ekki ætla framRyan og stuðningsmenn hans hafa áður sagt að hann muni ekki sækjast eftir að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember. Hinn 46 ára Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningum 2012. Donald Trump leiðir nú kapphlaupið um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Ted Cruz 395 og John Kasich 138.Sjá einnig:Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Trump og Cruz þykja mjög umdeildir innan Repúblikanaflokksins. Í frétt Politico segir að Boehner hafi kallað Cruz „Lusífer“ á ráðstefnunni í Flórída, en hann hefur áður kallað hann „asna“ (e. jackass).Paul Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningunum 2012.Vísir/AFPBoehner segist hafa kosið Kasich í forkosningunum í gær en þeir Boehner og Kasich unnu saman í fulltrúadeild þingsins í tíu ár. Boehner gegndi embætti þingforseta á árunum 2011 til 2015.Klofið flokksþing?Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump.
Donald Trump Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira