John Boehner vill sjá Paul Ryan sem frambjóðenda Repúblikana Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2016 15:52 Paul Ryan tók við embætti þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings af John Boehner í lok síðasta árs. Vísir/AFP Repúblikaninn og fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, John Boehner, segir að Paul Ryan, núverandi þingforseti, ætti að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, nái enginn frambjóðendanna að tryggja sér meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið í júlí. „Ef við erum ekki með frambjóðanda sem getur unnið í fyrstu umferð kjörsins, vil ég ekki sjá neinn þeirra sem eftir eru,“ sagði Boehner á ráðstefnu Future Industry Association í Flórída. Politico segir frá. „Þeir áttu þá allir möguleika á að vinna. Enginn þeirra vann. Ég vil því ekki neinn þeirra sem eftir eru. Ég vil að Paul Ryan verði okkar frambjóðandi,“ segir Boehner.Ryan segist ekki ætla framRyan og stuðningsmenn hans hafa áður sagt að hann muni ekki sækjast eftir að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember. Hinn 46 ára Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningum 2012. Donald Trump leiðir nú kapphlaupið um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Ted Cruz 395 og John Kasich 138.Sjá einnig:Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Trump og Cruz þykja mjög umdeildir innan Repúblikanaflokksins. Í frétt Politico segir að Boehner hafi kallað Cruz „Lusífer“ á ráðstefnunni í Flórída, en hann hefur áður kallað hann „asna“ (e. jackass).Paul Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningunum 2012.Vísir/AFPBoehner segist hafa kosið Kasich í forkosningunum í gær en þeir Boehner og Kasich unnu saman í fulltrúadeild þingsins í tíu ár. Boehner gegndi embætti þingforseta á árunum 2011 til 2015.Klofið flokksþing?Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump. Donald Trump Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Repúblikaninn og fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, John Boehner, segir að Paul Ryan, núverandi þingforseti, ætti að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, nái enginn frambjóðendanna að tryggja sér meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið í júlí. „Ef við erum ekki með frambjóðanda sem getur unnið í fyrstu umferð kjörsins, vil ég ekki sjá neinn þeirra sem eftir eru,“ sagði Boehner á ráðstefnu Future Industry Association í Flórída. Politico segir frá. „Þeir áttu þá allir möguleika á að vinna. Enginn þeirra vann. Ég vil því ekki neinn þeirra sem eftir eru. Ég vil að Paul Ryan verði okkar frambjóðandi,“ segir Boehner.Ryan segist ekki ætla framRyan og stuðningsmenn hans hafa áður sagt að hann muni ekki sækjast eftir að verða frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember. Hinn 46 ára Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningum 2012. Donald Trump leiðir nú kapphlaupið um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Eftir forkosningar gærdagsins hefur Trump tryggt sér 621 kjörmann, Ted Cruz 395 og John Kasich 138.Sjá einnig:Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Trump og Cruz þykja mjög umdeildir innan Repúblikanaflokksins. Í frétt Politico segir að Boehner hafi kallað Cruz „Lusífer“ á ráðstefnunni í Flórída, en hann hefur áður kallað hann „asna“ (e. jackass).Paul Ryan var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningunum 2012.Vísir/AFPBoehner segist hafa kosið Kasich í forkosningunum í gær en þeir Boehner og Kasich unnu saman í fulltrúadeild þingsins í tíu ár. Boehner gegndi embætti þingforseta á árunum 2011 til 2015.Klofið flokksþing?Að sögn CNN þarf Donald Trump að tryggja sér um 60 prósent af þeim kjörmönnum sem eftir eru í pottinum til að ná þeim 1.237 kjörmönnum sem munu tryggja honum tilnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember. Því kann svo að fara að Repúblikanar sjái fram á klofið flokksþing, eða „brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. Kjörmenn frambjóðenda eru þá óbundnir og gætu sammælst um að tryggja tilnefningu einhvers annars en til dæmis Donald Trump.
Donald Trump Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira