Viska Óðins Magnús Guðmundsson skrifar 7. mars 2016 07:00 Það getur falist hugrekki og framsýni í því að setja fram skoðanir og hugmyndir sem ganga þvert á það sem er ríkjandi hverju sinni. Hugmyndir á borð við lýðræði og mannréttindi, svo dæmi sé tekið af hugmyndum sem skoða heiminn og bæta samfélagið með opnum huga. Andstaða þessara hugmynda eru svo þær sem eru settar fram í ótta, fáfræði og með sérhagsmuni ákveðinna hópa, eins og t.d. stakra þjóða eða stétta, að leiðarljósi. Ágætis dæmi um síðarnefndu hugmyndirnar voru settar fram í vikunni af Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þær eru þó því miður hvorki nýjar af nálinni né án hljómgrunns í samfélaginu enda leggur Ásmundur áherslu á mikilvægi þess að við þurfum að taka umræðu um þessar hugmyndir. Hugmyndir sem snúast um að í nafni sérhagsmuna lokum við landamærum okkar fyrir flóttafólki og snúum því burt á staðnum. Tökum ekki tillit til afleiðinganna fyrir viðkomandi og segjum okkur frá alþjóðasamningum sem miða að því að mannkynið taki sameiginlega ábyrgð á þeim sem eiga um sárt að binda af völdum styrjalda og ofsókna af ýmsu tagi. Ásmundur leggur áherslu á að hann sé óhræddur við að taka þessa umræðu og að hana þurfi að taka. Hún er reyndar viðlíka skynsamleg og að taka þurfi umræðu um að leyft verði að kasta af sér vatni í heita pottinum rétt áður en maður fer upp úr, því eðli málsins samkvæmt munu aðrir en maður sjálfur sitja í súpunni. Að við eigum að „þora að taka þessa umræðu“ er því hreinn og klár þvættingur. Mannvænt og siðmenntað samfélag á nefnilega að vera að taka umræðu um það hvernig það geti hjálpað öðrum en ekki hvernig það geti komið sér hjá því. Við þurfum hins vegar að taka umræðu um hvernig við getum losað samfélagið undan áþján fordóma, afturhalds og sérhagsmuna sem eru í alla staði skaðleg fyrirbæri mannvænu og gæskuríku samfélagi. Þar gæti svarið m.a. verið falið í aukinni þekkingu sem og almennri þekkingarleit einstaklinga og samfélags. Hver sá sem vill auka þekkingu sína og víðsýni gæti til að mynda tekið goðið Óðin sér til fyrirmyndar, en talsverðs misskilnings virðist gæta um eiginleika og eðli Óðins bæði hérlendis sem, til að mynda, í Finnlandi. Óðinn var æðstur guða í norrænni og germanskri goðafræði og þekktur fyrir að sækjast sífellt eftir meiri visku og þekkingu og vera í senn bæði víðförull og gestrisinn, enda hvort tveggja grunnforsenda allrar þekkingarleitar og framþróunar. Óðinn er þannig einnig táknmynd þess að norræn og íslensk menning eru ekkert sjálfsprottið og engu skylt fyrirbæri heldur afsprengi þekkingarleitar, víðsýni og gestrisni. Þess er því að sönnu óskandi að Ásmundur Friðriksson og aðrir sem telja mikilvægt að taka umræðu um réttmæti þess að hjálpa sér og sínum frekar en öðrum, hvaðan sem þeir koma, taki sér nú Óðin til fyrirmyndar og láti þekkingarleitina opna huga og leiða hönd til góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Það getur falist hugrekki og framsýni í því að setja fram skoðanir og hugmyndir sem ganga þvert á það sem er ríkjandi hverju sinni. Hugmyndir á borð við lýðræði og mannréttindi, svo dæmi sé tekið af hugmyndum sem skoða heiminn og bæta samfélagið með opnum huga. Andstaða þessara hugmynda eru svo þær sem eru settar fram í ótta, fáfræði og með sérhagsmuni ákveðinna hópa, eins og t.d. stakra þjóða eða stétta, að leiðarljósi. Ágætis dæmi um síðarnefndu hugmyndirnar voru settar fram í vikunni af Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þær eru þó því miður hvorki nýjar af nálinni né án hljómgrunns í samfélaginu enda leggur Ásmundur áherslu á mikilvægi þess að við þurfum að taka umræðu um þessar hugmyndir. Hugmyndir sem snúast um að í nafni sérhagsmuna lokum við landamærum okkar fyrir flóttafólki og snúum því burt á staðnum. Tökum ekki tillit til afleiðinganna fyrir viðkomandi og segjum okkur frá alþjóðasamningum sem miða að því að mannkynið taki sameiginlega ábyrgð á þeim sem eiga um sárt að binda af völdum styrjalda og ofsókna af ýmsu tagi. Ásmundur leggur áherslu á að hann sé óhræddur við að taka þessa umræðu og að hana þurfi að taka. Hún er reyndar viðlíka skynsamleg og að taka þurfi umræðu um að leyft verði að kasta af sér vatni í heita pottinum rétt áður en maður fer upp úr, því eðli málsins samkvæmt munu aðrir en maður sjálfur sitja í súpunni. Að við eigum að „þora að taka þessa umræðu“ er því hreinn og klár þvættingur. Mannvænt og siðmenntað samfélag á nefnilega að vera að taka umræðu um það hvernig það geti hjálpað öðrum en ekki hvernig það geti komið sér hjá því. Við þurfum hins vegar að taka umræðu um hvernig við getum losað samfélagið undan áþján fordóma, afturhalds og sérhagsmuna sem eru í alla staði skaðleg fyrirbæri mannvænu og gæskuríku samfélagi. Þar gæti svarið m.a. verið falið í aukinni þekkingu sem og almennri þekkingarleit einstaklinga og samfélags. Hver sá sem vill auka þekkingu sína og víðsýni gæti til að mynda tekið goðið Óðin sér til fyrirmyndar, en talsverðs misskilnings virðist gæta um eiginleika og eðli Óðins bæði hérlendis sem, til að mynda, í Finnlandi. Óðinn var æðstur guða í norrænni og germanskri goðafræði og þekktur fyrir að sækjast sífellt eftir meiri visku og þekkingu og vera í senn bæði víðförull og gestrisinn, enda hvort tveggja grunnforsenda allrar þekkingarleitar og framþróunar. Óðinn er þannig einnig táknmynd þess að norræn og íslensk menning eru ekkert sjálfsprottið og engu skylt fyrirbæri heldur afsprengi þekkingarleitar, víðsýni og gestrisni. Þess er því að sönnu óskandi að Ásmundur Friðriksson og aðrir sem telja mikilvægt að taka umræðu um réttmæti þess að hjálpa sér og sínum frekar en öðrum, hvaðan sem þeir koma, taki sér nú Óðin til fyrirmyndar og láti þekkingarleitina opna huga og leiða hönd til góðra verka.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun