Sjáið lið Snæfells og KR vinna bikarana í draugsýn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 13:30 Snæfellskonur fagna sigri í bikarúrslitaleiknum. Vísir/Hanna Hörður Tulinius á karfan.is var á bikarúrslitadegi körfuboltans í Laugardalshöllinni á dögunum og hann hefur nú sett saman tvö mögnuð myndbönd úr bikarúrslitaleikjum karla og kvenna. Snæfell og KR hafa bæði unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en fögnuðu þarna langþráðum bikarsigrum, Snæfell þeim fyrsta í sögu kvennaliðs félagsins en KR þeim fyrsta í sex ár. Hörður Tulinius tók upp leikina með sérstakri myndavél þar sem hægt að er sjá allt í draugsýn en hann setti líka inn svona myndbönd í fyrra. Herði tekst vel upp að vanda og á hann mikið hrós skilið að búa til þessa ómetanlegu heimild um bikarúrslitaleikina. Myndböndin frá bikarsigrum KR og Snæfells má sjá hér fyrir neðan.Snæfellskonur unnu 78-70 sigur á Grindavík í bikarúrslitaleik kvenna. Haiden Denise Palmer var með þrennu í leiknum (23 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar, 5 stolnir) en fyrirliðinn Gunnhildur Gunnarsdóttir (23 stig, 5 þristar) átti einnig magnaðan dag. Landsliðskonurnar Bryndís Guðmundsdóttir (13 stig og 16 fráköst) og Berglind Gunnarsdóttir (12 stig og 5 fráköst) voru líka í stórum hlutverkum í leiknum. Myndband Harðar af sögulegum sigri Snæfellsliðsins má sjá hér fyrir neðan.KR-ingar höfðu aðeins unnið einn af síðustu sex bikarúrslitaleikjum sínum fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Þór og töpuðu leiknum í fyrra á móti Stjörnunni. KR vann 95-79 sigur á Þór úr Þorlákshöfn í bikarúrslitaleik karla. Helgi Már Magnússon var með 26 stig á 26 mínútum og var valinn maður leiksins. Michael Craion bætti við 17 stigum og 13 fráköstum, Ægir Þór Steinarsson skoraði 15 stig og gaf 6 stoðsendingar g þá var fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson með 12 stig. Pavel Ermolinskij skoraði bara 3 stig en var með 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Myndband Harðar af langþráðum sigri KR-liðsins má sjá hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30 Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00 Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Hörður Tulinius á karfan.is var á bikarúrslitadegi körfuboltans í Laugardalshöllinni á dögunum og hann hefur nú sett saman tvö mögnuð myndbönd úr bikarúrslitaleikjum karla og kvenna. Snæfell og KR hafa bæði unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en fögnuðu þarna langþráðum bikarsigrum, Snæfell þeim fyrsta í sögu kvennaliðs félagsins en KR þeim fyrsta í sex ár. Hörður Tulinius tók upp leikina með sérstakri myndavél þar sem hægt að er sjá allt í draugsýn en hann setti líka inn svona myndbönd í fyrra. Herði tekst vel upp að vanda og á hann mikið hrós skilið að búa til þessa ómetanlegu heimild um bikarúrslitaleikina. Myndböndin frá bikarsigrum KR og Snæfells má sjá hér fyrir neðan.Snæfellskonur unnu 78-70 sigur á Grindavík í bikarúrslitaleik kvenna. Haiden Denise Palmer var með þrennu í leiknum (23 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar, 5 stolnir) en fyrirliðinn Gunnhildur Gunnarsdóttir (23 stig, 5 þristar) átti einnig magnaðan dag. Landsliðskonurnar Bryndís Guðmundsdóttir (13 stig og 16 fráköst) og Berglind Gunnarsdóttir (12 stig og 5 fráköst) voru líka í stórum hlutverkum í leiknum. Myndband Harðar af sögulegum sigri Snæfellsliðsins má sjá hér fyrir neðan.KR-ingar höfðu aðeins unnið einn af síðustu sex bikarúrslitaleikjum sínum fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Þór og töpuðu leiknum í fyrra á móti Stjörnunni. KR vann 95-79 sigur á Þór úr Þorlákshöfn í bikarúrslitaleik karla. Helgi Már Magnússon var með 26 stig á 26 mínútum og var valinn maður leiksins. Michael Craion bætti við 17 stigum og 13 fráköstum, Ægir Þór Steinarsson skoraði 15 stig og gaf 6 stoðsendingar g þá var fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson með 12 stig. Pavel Ermolinskij skoraði bara 3 stig en var með 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Myndband Harðar af langþráðum sigri KR-liðsins má sjá hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30 Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00 Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30
Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00
Langþráðir bikararar á leiðinni? Bikarúrslitaleikjadagurinn er runninn upp og fyrstu stóru bikarar körfuboltatímabilsins fara á loft í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og kvennalið Snæfells hafa bæði unnið bæði Íslandsmeistaratitilinn og deildarmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil en hvorugt liðið hefur náð að fagna bikarmeistaratitli. 13. febrúar 2016 06:00
Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Þjálfari KR var virkilega ánægður með sigurinn fyrir hönd Helga Más Magnússonar. 13. febrúar 2016 19:27
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30