Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ kolbeinn tumi daðason skrifar 26. febrúar 2016 15:31 Frá Reynisfjöru á dögunum. Vísir/Friðrik Þór Á hverjum tímapunkti á degi hverjum eru 100-200 erlendir ferðamenn í Reynisfjöru. Fólk lenti í lífsháska í fjörunni í gær og ástandið í dag var litlu skárra. Leiðsögumaður á svæðinu segist einfaldlega fá skammir þegar hann geri athugasemdir við háttalag fólks sem hættir sér of nærri sjónum. „Maður fær bara skammir,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður í samtali við Vísi. Hann kom hópi ferðamanna til bjargar í gær og hefur verið í fjörunni í dag sömuleiðis. Ástæðuna fyrir því að hann fái skammir segir hann vera þá að hann sé ekki lögreglumaður og hafi ekki leyfi til handtöku. Hermann útskýrir að flóra ferðamanna sem nú sækir landið heim og hefur gert undanfarin misseri sé allt annars eðlis en fyrri samsetning. Fyrir tíu árum hefði mátt flokka erlenda ferðamenn sem landkönnuði, við tók massatúrismi en í dag sé skipulagður massatúrismi. Þannig séu ferðamenn hættir að kynna sér land og þjóð fyrir komuna hingað. Það sé meira þannig að fólk fresti ferð til Benedorm og ætli að skella sér til Íslands í staðinn „Þegar þú ferð til Benedorm og sérð sól og sand hugsarðu bara: „Hiti, ég, úti, baða mig,“ segir Hermann. Það sé alveg eins um þá sem komi til Íslands þessa dagana. Lággjaldaflugfélögin fljúgi hingað í auknum mæli og þetta fylgi því. „Þekkingarskorturinn er algjör.“Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirLeið eins og einmana smala á fjalli Hermann var á fleygiferð með ferðamenn í dag og sagði tíu til tuttugu rútur af ferðamönnum í Reynisfjöru yfir daginn hverju sinni. Auk þess ferðamenn á eigin vegum. Engu virðist skipta þótt komið hafi verið upp nýjum skiltum í gær. „Skiltin eru góðra gjalda verð en þetta er bara svo lítið,“ segir Hermann. Fólk strunsi framhjá skiltunum og svo sé það komið niður í fjöru. Þar hafi honum liðið eins og smalastrák. „Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann. „Þetta er eins og að fara til fjalla að smala og vera einn.“ Hermann telur að aðilar sem koma að stýringu ferðamála hér á landi séu búnir að missa tökin á ferðamannafjöldanum. Þau geri sér ekki grein fyrir því hvað sé að gerast með ferðamennina og bendir á Íslandsstofu og Ferðamálaráð sem dæmi. „Við erum komin inn í algjört brjálæði,“ segir Hermann og telur ekkert duga nema gæslu á svæðinu.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í viðtali við Reykjavík síðdegis að fólk eigi ekki að geta komist hjá því að sjá skiltin. Viðtalið við Svein Kristján má sjá að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Á hverjum tímapunkti á degi hverjum eru 100-200 erlendir ferðamenn í Reynisfjöru. Fólk lenti í lífsháska í fjörunni í gær og ástandið í dag var litlu skárra. Leiðsögumaður á svæðinu segist einfaldlega fá skammir þegar hann geri athugasemdir við háttalag fólks sem hættir sér of nærri sjónum. „Maður fær bara skammir,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður í samtali við Vísi. Hann kom hópi ferðamanna til bjargar í gær og hefur verið í fjörunni í dag sömuleiðis. Ástæðuna fyrir því að hann fái skammir segir hann vera þá að hann sé ekki lögreglumaður og hafi ekki leyfi til handtöku. Hermann útskýrir að flóra ferðamanna sem nú sækir landið heim og hefur gert undanfarin misseri sé allt annars eðlis en fyrri samsetning. Fyrir tíu árum hefði mátt flokka erlenda ferðamenn sem landkönnuði, við tók massatúrismi en í dag sé skipulagður massatúrismi. Þannig séu ferðamenn hættir að kynna sér land og þjóð fyrir komuna hingað. Það sé meira þannig að fólk fresti ferð til Benedorm og ætli að skella sér til Íslands í staðinn „Þegar þú ferð til Benedorm og sérð sól og sand hugsarðu bara: „Hiti, ég, úti, baða mig,“ segir Hermann. Það sé alveg eins um þá sem komi til Íslands þessa dagana. Lággjaldaflugfélögin fljúgi hingað í auknum mæli og þetta fylgi því. „Þekkingarskorturinn er algjör.“Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirLeið eins og einmana smala á fjalli Hermann var á fleygiferð með ferðamenn í dag og sagði tíu til tuttugu rútur af ferðamönnum í Reynisfjöru yfir daginn hverju sinni. Auk þess ferðamenn á eigin vegum. Engu virðist skipta þótt komið hafi verið upp nýjum skiltum í gær. „Skiltin eru góðra gjalda verð en þetta er bara svo lítið,“ segir Hermann. Fólk strunsi framhjá skiltunum og svo sé það komið niður í fjöru. Þar hafi honum liðið eins og smalastrák. „Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann. „Þetta er eins og að fara til fjalla að smala og vera einn.“ Hermann telur að aðilar sem koma að stýringu ferðamála hér á landi séu búnir að missa tökin á ferðamannafjöldanum. Þau geri sér ekki grein fyrir því hvað sé að gerast með ferðamennina og bendir á Íslandsstofu og Ferðamálaráð sem dæmi. „Við erum komin inn í algjört brjálæði,“ segir Hermann og telur ekkert duga nema gæslu á svæðinu.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í viðtali við Reykjavík síðdegis að fólk eigi ekki að geta komist hjá því að sjá skiltin. Viðtalið við Svein Kristján má sjá að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51
Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp "Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni,“ segir Hermann Valsson leiðsögumaður. 26. febrúar 2016 13:00
Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38