Enskan í forgrunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 12:12 Nýju upplýsingaskiltin á Keflavíkurflugvelli vísir Það má segja að ensku sé gert hærra undir höfði en íslenskunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli. Eins og sést á meðfylgjandi mynd kemur enskan feitletruð og á undan íslenskunni á skiltinu og er því meira áberandi en okkar ástkæra ylhýra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir einfalda ástæðu fyrir því að enskan sé meira áberandi en íslenskan á skiltunum. „Þetta er einfaldlega vegna þess að það fara miklu fleiri erlendir ferðamenn en íslenskir ferðamenn um flugvöllinn og þeir þekkja völlinn síður en Íslendingar. Fyrir ekki svo löngu var hlutfallið jafnt, 50 prósent erlendir ferðamenn og 50 prósent Íslendingar, en nú eru erlendu ferðamennirnir orðnir 70 prósent. Hugsunin hjá okkur var því sú að hjálpa þessum farþegum að komast sem best í gegnum flugvöllinn en við höfðum fengið ábendingar um að úr þessu mætti bæta,“ segir Guðni.Guðrún Kvaran gagnrýnir að ensku sé gert hærra undir höfði á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli.mynd/stöð 2Guðrún Kvaran, prófessor í íslensku og formaður Íslenskrar málnefndar, segist ósammála þessari nálgun Isavia. Hún segir íslenskuna eiga að ganga fyrir öðrum tungumálum og bendir á að samkvæmt íslenskri málstefnu eigi að vera hægt að nota íslensku á öllum sviðum íslensks samfélags. „Á flugvelli þurfa upplýsingar auðvitað að vera á öðrum tungumálum og þá er eðlilegt að það sé málið sem flestir tali. En það tungumál á aldrei að vera hærra sett en íslenskan,“ segir Guðrún. Aðspurð hvort að þetta geti haft áhrif til lengri tíma segir Guðrún svo vera. „Þetta getur haft þau áhrif að fólki fer að finnast sjálfsagt að hafa ensku sem allra víðast og grefur undan notkun íslensku. Við kannski lendum í því að íslenskan verði bara töluð í eldhúsinu heima en alls staðar annars staðar verði dekrað við útlendinga og enska notuð í staðinn.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Það má segja að ensku sé gert hærra undir höfði en íslenskunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli. Eins og sést á meðfylgjandi mynd kemur enskan feitletruð og á undan íslenskunni á skiltinu og er því meira áberandi en okkar ástkæra ylhýra. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir einfalda ástæðu fyrir því að enskan sé meira áberandi en íslenskan á skiltunum. „Þetta er einfaldlega vegna þess að það fara miklu fleiri erlendir ferðamenn en íslenskir ferðamenn um flugvöllinn og þeir þekkja völlinn síður en Íslendingar. Fyrir ekki svo löngu var hlutfallið jafnt, 50 prósent erlendir ferðamenn og 50 prósent Íslendingar, en nú eru erlendu ferðamennirnir orðnir 70 prósent. Hugsunin hjá okkur var því sú að hjálpa þessum farþegum að komast sem best í gegnum flugvöllinn en við höfðum fengið ábendingar um að úr þessu mætti bæta,“ segir Guðni.Guðrún Kvaran gagnrýnir að ensku sé gert hærra undir höfði á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli.mynd/stöð 2Guðrún Kvaran, prófessor í íslensku og formaður Íslenskrar málnefndar, segist ósammála þessari nálgun Isavia. Hún segir íslenskuna eiga að ganga fyrir öðrum tungumálum og bendir á að samkvæmt íslenskri málstefnu eigi að vera hægt að nota íslensku á öllum sviðum íslensks samfélags. „Á flugvelli þurfa upplýsingar auðvitað að vera á öðrum tungumálum og þá er eðlilegt að það sé málið sem flestir tali. En það tungumál á aldrei að vera hærra sett en íslenskan,“ segir Guðrún. Aðspurð hvort að þetta geti haft áhrif til lengri tíma segir Guðrún svo vera. „Þetta getur haft þau áhrif að fólki fer að finnast sjálfsagt að hafa ensku sem allra víðast og grefur undan notkun íslensku. Við kannski lendum í því að íslenskan verði bara töluð í eldhúsinu heima en alls staðar annars staðar verði dekrað við útlendinga og enska notuð í staðinn.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira