Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2016 15:22 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, upplýsti Ólaf Þór Hauksson sérstakan saksóknara um að lögreglumenn væru ósáttir við að Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, kæmi að rannsókn á lögreglufulltrúa sem grunaður er um óeðlileg samskipti við aðila innan fíkniefnaheimsins. Eftir að hafa komið að rannsókninni, sem hófst þann 11. janúar, í tæpar þrjár vikur vék Grímur frá rannsókninni. Ólafur Þór segir í samtali við Vísi að það hafi verið að frumkvæði Gríms. Hann virðist þó ekki hafa talið sig óhæfan til að fara fyrir rannsókninni til að byrja með þrátt fyrir nána og áralanga vináttu við báða fyrrverandi yfirmenn lögreglufulltrúans sem þykja að margra mati hafa brugðist óeðlilega við ásökunum á hendur fulltrúanum í gegnum árin.Sendi tvo tölvupóstaRÚV greinir frá því að Sigríður Björk hafi sent héraðssaksóknara tvo tölvupósta sem snúið hafi að vanhæfi Gríms í rannsókninni. Titringur væri á lögreglustöðinni og öðrum tölvupóstinum fylgdu athugasemdir lögreglumanns sem hafði verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Fleiri ábendingar bárust héraðssaksóknara um að óeðlilegt þætti að Grímur kæmi að rannsókninni samkvæmt heimildum RÚV. Grímur var yfirmaður rannsóknarinnar, sem yfirmaður þeirrar deildar sem rannsóknin heyrði undir, og steig einnig inn í yfirheyrslur í fjarveru annars tveggja rannsakenda. Þótti sumum sem voru yfirheyrðir sem spurningar Gríms væru óeðlilegar og tengdu við nána vináttu hans við Aldísi Hilmarsdóttur og Karl Steinar Valsson. Lögreglufulltrúinn sem til rannsóknar er var nánasti undirmaður Karls Steinars, á árunum 2007-2014 sem Karl Steinar var yfirmaður fíkniefnadeildar, og svo Aldísar sem tók við deildinni af Karli Steinari og stýrði þar til hún var tímabundið flutt til í starfi í janúar. Fullyrti að ásakanir hefðu verið rannsakaðar Hvorki Aldís né Karl Steinar hafa stöðu sakbornings í málinu en lögreglumenn sem hafa verið kallaðir til skýrslutöku telja þau ekki hafa staðið í stykkinu sem yfirmenn þegar kom að málefnum lögreglufulltrúans. Bæði þykja að margra mati hafa ekki brugðist við ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum sem ná mörg ár aftur í tímann. Þannig fullyrti Karl Steinar eitt sinn á fundi með starfsmönnum fíkniefnadeildar að ásakanir á hendur fulltrúanum hefðu verið rannsakaðar og ættu ekki við rök að styðjast. Aldís hreyfði við miklum mótmælum þegar fulltrúinn var færður úr deildinni á síðasta ári. Þá hafði meirihluti fíkniefnadeildar gert alvarlegar athugasemdir við störf fulltrúans og farið með þær til ríkislögreglustjóra. Gengu þeir framhjá Aldísi þar sem þeir treystu sér ekki til að fara með málið til hennar. Þá fengu þeir engin viðbrögð við athugasemdunum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni. Ekki náðist í Sigríði Björk við vinnslu fréttarinnar. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Rannsakar fyrrverandi undirmann Vararíkissaksóknari segir rannsóknir á lögreglumönnum erfiðar, ekki aðeins vegna mögulegs vanhæfis heldur séu menn settir í óþægilega stöðu. 16. febrúar 2016 18:30 Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, upplýsti Ólaf Þór Hauksson sérstakan saksóknara um að lögreglumenn væru ósáttir við að Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, kæmi að rannsókn á lögreglufulltrúa sem grunaður er um óeðlileg samskipti við aðila innan fíkniefnaheimsins. Eftir að hafa komið að rannsókninni, sem hófst þann 11. janúar, í tæpar þrjár vikur vék Grímur frá rannsókninni. Ólafur Þór segir í samtali við Vísi að það hafi verið að frumkvæði Gríms. Hann virðist þó ekki hafa talið sig óhæfan til að fara fyrir rannsókninni til að byrja með þrátt fyrir nána og áralanga vináttu við báða fyrrverandi yfirmenn lögreglufulltrúans sem þykja að margra mati hafa brugðist óeðlilega við ásökunum á hendur fulltrúanum í gegnum árin.Sendi tvo tölvupóstaRÚV greinir frá því að Sigríður Björk hafi sent héraðssaksóknara tvo tölvupósta sem snúið hafi að vanhæfi Gríms í rannsókninni. Titringur væri á lögreglustöðinni og öðrum tölvupóstinum fylgdu athugasemdir lögreglumanns sem hafði verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Fleiri ábendingar bárust héraðssaksóknara um að óeðlilegt þætti að Grímur kæmi að rannsókninni samkvæmt heimildum RÚV. Grímur var yfirmaður rannsóknarinnar, sem yfirmaður þeirrar deildar sem rannsóknin heyrði undir, og steig einnig inn í yfirheyrslur í fjarveru annars tveggja rannsakenda. Þótti sumum sem voru yfirheyrðir sem spurningar Gríms væru óeðlilegar og tengdu við nána vináttu hans við Aldísi Hilmarsdóttur og Karl Steinar Valsson. Lögreglufulltrúinn sem til rannsóknar er var nánasti undirmaður Karls Steinars, á árunum 2007-2014 sem Karl Steinar var yfirmaður fíkniefnadeildar, og svo Aldísar sem tók við deildinni af Karli Steinari og stýrði þar til hún var tímabundið flutt til í starfi í janúar. Fullyrti að ásakanir hefðu verið rannsakaðar Hvorki Aldís né Karl Steinar hafa stöðu sakbornings í málinu en lögreglumenn sem hafa verið kallaðir til skýrslutöku telja þau ekki hafa staðið í stykkinu sem yfirmenn þegar kom að málefnum lögreglufulltrúans. Bæði þykja að margra mati hafa ekki brugðist við ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum sem ná mörg ár aftur í tímann. Þannig fullyrti Karl Steinar eitt sinn á fundi með starfsmönnum fíkniefnadeildar að ásakanir á hendur fulltrúanum hefðu verið rannsakaðar og ættu ekki við rök að styðjast. Aldís hreyfði við miklum mótmælum þegar fulltrúinn var færður úr deildinni á síðasta ári. Þá hafði meirihluti fíkniefnadeildar gert alvarlegar athugasemdir við störf fulltrúans og farið með þær til ríkislögreglustjóra. Gengu þeir framhjá Aldísi þar sem þeir treystu sér ekki til að fara með málið til hennar. Þá fengu þeir engin viðbrögð við athugasemdunum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni. Ekki náðist í Sigríði Björk við vinnslu fréttarinnar.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Rannsakar fyrrverandi undirmann Vararíkissaksóknari segir rannsóknir á lögreglumönnum erfiðar, ekki aðeins vegna mögulegs vanhæfis heldur séu menn settir í óþægilega stöðu. 16. febrúar 2016 18:30 Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Rannsakar fyrrverandi undirmann Vararíkissaksóknari segir rannsóknir á lögreglumönnum erfiðar, ekki aðeins vegna mögulegs vanhæfis heldur séu menn settir í óþægilega stöðu. 16. febrúar 2016 18:30
Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30