Það ætlar enginn að verða fíkill Stefanía Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Þetta er yfirskrift á auglýsingaherferð sem Styrktarsjóður Susie Rutar stóð fyrir, fyrir nærri fimm árum. Þessi yfirskrift er enn föst í kollinum mínum. Alveg sama hvern þú spyrð þá var aldrei markmið þeirra sem hafa orðið fíklar að verða einmitt það, þetta endaði bara svona. Þegar ástkær vinkona mín Susie Rut lét lífið vegna fíknar þá var skilið eftir mikið gat í lífi vina og fjölskyldu hennar. Lífsglaðari, réttlátari og klárari karakter var vart hægt að finna og því var manni spurn hvernig þetta gat komið fyrir hana. Frá öllum stigum samfélagsins Fyrirfram ákveðnar skoðanir samfélagsins eru oft að fíklar komi aðeins frá brotnum heimilum, þar sem æskan var skelfileg og í raun átti manneskjan aldrei séns. En staðreynd málsins er alls ekki sú. Fíklar koma frá öllum stigum samfélagsins, frá öllum landshornum, og koma í öllum stærðum og gerðum. Við sem samfélag verðum að gera okkur grein fyrir því og reyna að gera það sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni eða koma í veg fyrir að fólk ánetjist fíkniefnum. Ferillinn markaður frá fyrsta kvöldi Í einni af auglýsingunum sem sjóðurinn tók saman lýsti móðir samtali við son sinn sem lést langt fyrir aldur fram með eftirfarandi hætti: „Líður þér svona illa eða hvað var það sem olli því? Og þá sagði hann bara: „Mamma hreinskilningslega, mér fannst þetta gott“. Bara frá fyrsta kvöldi þá var hans ferill markaður. Hann barðist eins og hann gat við það en þetta tók yfir.“ Fyrir mér er þessi lýsing svo áhrifamikil og segir allt sem segja þarf. Besta vörnin er forvarnir Besta vörnin við fíkn er eflaust forvarnir, að lýsa hættunni og gera börnum og unglingum grein fyrir því hvað fíknin er sterk og að það skipti engu máli hversu klár við erum, hversu sterk eða hversu góð við erum í íþróttum; við getum öll orðið fíklar. En þar er hlutverki okkar sem samfélagi ekki lokið. Ef einstaklingur er orðinn fíkill og vill berjast þá verðum við að hjálpa honum, við verðum að vera með úrræði sem hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni. En það er ekki nóg að bjóða upp meðferðir heldur er mikilvægt að standa við bakið á þeim sem þurfa á því að halda og hjálpa þeim að stíga næstu skref. Styrktarsjóður Af þessum sökum ætlar Styrktarsjóður Susie Rutar að veita styrki til forvarna, meðferðarúrræða og menntastyrki til þeirra einstaklinga sem eru í bata og vilja sækja sér menntun. Það getur hver sem er sótt um og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins http://styrktarsjodursusie.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefanía Sigurðardóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þetta er yfirskrift á auglýsingaherferð sem Styrktarsjóður Susie Rutar stóð fyrir, fyrir nærri fimm árum. Þessi yfirskrift er enn föst í kollinum mínum. Alveg sama hvern þú spyrð þá var aldrei markmið þeirra sem hafa orðið fíklar að verða einmitt það, þetta endaði bara svona. Þegar ástkær vinkona mín Susie Rut lét lífið vegna fíknar þá var skilið eftir mikið gat í lífi vina og fjölskyldu hennar. Lífsglaðari, réttlátari og klárari karakter var vart hægt að finna og því var manni spurn hvernig þetta gat komið fyrir hana. Frá öllum stigum samfélagsins Fyrirfram ákveðnar skoðanir samfélagsins eru oft að fíklar komi aðeins frá brotnum heimilum, þar sem æskan var skelfileg og í raun átti manneskjan aldrei séns. En staðreynd málsins er alls ekki sú. Fíklar koma frá öllum stigum samfélagsins, frá öllum landshornum, og koma í öllum stærðum og gerðum. Við sem samfélag verðum að gera okkur grein fyrir því og reyna að gera það sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni eða koma í veg fyrir að fólk ánetjist fíkniefnum. Ferillinn markaður frá fyrsta kvöldi Í einni af auglýsingunum sem sjóðurinn tók saman lýsti móðir samtali við son sinn sem lést langt fyrir aldur fram með eftirfarandi hætti: „Líður þér svona illa eða hvað var það sem olli því? Og þá sagði hann bara: „Mamma hreinskilningslega, mér fannst þetta gott“. Bara frá fyrsta kvöldi þá var hans ferill markaður. Hann barðist eins og hann gat við það en þetta tók yfir.“ Fyrir mér er þessi lýsing svo áhrifamikil og segir allt sem segja þarf. Besta vörnin er forvarnir Besta vörnin við fíkn er eflaust forvarnir, að lýsa hættunni og gera börnum og unglingum grein fyrir því hvað fíknin er sterk og að það skipti engu máli hversu klár við erum, hversu sterk eða hversu góð við erum í íþróttum; við getum öll orðið fíklar. En þar er hlutverki okkar sem samfélagi ekki lokið. Ef einstaklingur er orðinn fíkill og vill berjast þá verðum við að hjálpa honum, við verðum að vera með úrræði sem hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni. En það er ekki nóg að bjóða upp meðferðir heldur er mikilvægt að standa við bakið á þeim sem þurfa á því að halda og hjálpa þeim að stíga næstu skref. Styrktarsjóður Af þessum sökum ætlar Styrktarsjóður Susie Rutar að veita styrki til forvarna, meðferðarúrræða og menntastyrki til þeirra einstaklinga sem eru í bata og vilja sækja sér menntun. Það getur hver sem er sótt um og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins http://styrktarsjodursusie.is/
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun