Af hverju er sjúkrahótel ekki eins og hver annar bisness? Árni Páll Árnason skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Nýlega skapaðist umræða um sjúkrahótelið í Ármúla og henni er ekki enn lokið. Sú umræða beinir kastljósinu að mikilvægari spurningu, sem er hvort og þá hvernig einkaaðilar skuli sinna grundvallarþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Allir virðast sammála um að einkaaðilar skuli ekki reka sjúkrahús, en einkaaðilar sinna hins vegar ýmiskonar heilbrigðisþjónustu á Íslandi á ólíkum forsendum og oft með ágætum. Ég hef þegar gert grein fyrir athugasemdum mínum við samninginn um sjúkrahótelið í Ármúla. Höfuðatriði gagnrýni minnar voru svo staðfest í fréttum dagana á eftir: Það var ekki nægjanlega vel staðið að útboðsgögnum fyrir síðustu endurnýjun samningsins. Þarfir Landspítalans eru ekki í forgrunni þannig að sérfræðingar spítalans geta ekki ráðstafað því fólki inn á sjúkrahótelið sem það telur í mestri þörf og dæmi eru um að almennur hótelrekstur hafi haft forgang gagnvart sjúkrahótelshlutverkinu.Heilbrigði eini hagnaðurinn Við getum lært ýmislegt af reynslu Svía af samningum við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Hún er um margt ágæt og víða hefur vel tekist til við samninga við fyrirtæki í eigu starfsfólks um rekstur heilsugæslu. En reynslan af samningum við einkafyrirtæki, sem rekin eru í hagnaðarskyni, er ekki góð. Ástæðan er einföld. Þau þurfa, eðli málsins samkvæmt, að skila eigendum sínum arði og ef þau geta valið um að halda fullri þjónustu eða skera niður og skila hagnaði sem hægt er að greiða út sem arð, sýnir reynslan að þau velja hið síðara. Það er enda engin glóra í því fyrir fjárfesta að fjárfesta í fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu ef það skilar ekki arði með sambærilegum hætti og aðrar fjárfestingar. En ef arður er greiddur úr slíkum fyrirtækjum fer það fé augljóslega ekki til þjónustu við fólk, heldur út úr heilbrigðisþjónustunni. Þess vegna stefna Svíar nú að því að takmarka möguleika slíkra félaga til að greiða arð úr félaginu og skylda þau til að endurfjárfesta arði í rekstrinum.Förum skynsömu leiðina Í nýrri stefnumörkun sænsku ríkisstjórnarinnar, undir forystu jafnaðarmanna, felst ekki nein óbeit á samningum við einkaaðila. Þvert á móti er talað um mikilvægi þess að félög, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geti áfram komið að slíkum rekstri, því þau hafi oft staðið að merkilegum nýjungum og framþróun. Þá er reynsla af einkarekstri heilsugæslu víða góð. En reynslan af samningum við fyrirtæki sem rekin eru í hagnaðarskyni er ekki góð. Það er af þessari ástæðu sem ég hef sagt að við eigum að hafa opinberan rekstur í forgangi, og koma alfarið í veg fyrir að hægt sé að semja við fyrirtæki í eigu annarra en starfsmanna um heilbrigðisþjónustu. Við eigum ekki að feta þá leið sem Svíar eru nú að snúa af með hraði. Fjárfestar, sem vilja arð af sínu fé, eiga að fjárfesta annars staðar en í heilbrigðisþjónustu og menntamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skapaðist umræða um sjúkrahótelið í Ármúla og henni er ekki enn lokið. Sú umræða beinir kastljósinu að mikilvægari spurningu, sem er hvort og þá hvernig einkaaðilar skuli sinna grundvallarþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Allir virðast sammála um að einkaaðilar skuli ekki reka sjúkrahús, en einkaaðilar sinna hins vegar ýmiskonar heilbrigðisþjónustu á Íslandi á ólíkum forsendum og oft með ágætum. Ég hef þegar gert grein fyrir athugasemdum mínum við samninginn um sjúkrahótelið í Ármúla. Höfuðatriði gagnrýni minnar voru svo staðfest í fréttum dagana á eftir: Það var ekki nægjanlega vel staðið að útboðsgögnum fyrir síðustu endurnýjun samningsins. Þarfir Landspítalans eru ekki í forgrunni þannig að sérfræðingar spítalans geta ekki ráðstafað því fólki inn á sjúkrahótelið sem það telur í mestri þörf og dæmi eru um að almennur hótelrekstur hafi haft forgang gagnvart sjúkrahótelshlutverkinu.Heilbrigði eini hagnaðurinn Við getum lært ýmislegt af reynslu Svía af samningum við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Hún er um margt ágæt og víða hefur vel tekist til við samninga við fyrirtæki í eigu starfsfólks um rekstur heilsugæslu. En reynslan af samningum við einkafyrirtæki, sem rekin eru í hagnaðarskyni, er ekki góð. Ástæðan er einföld. Þau þurfa, eðli málsins samkvæmt, að skila eigendum sínum arði og ef þau geta valið um að halda fullri þjónustu eða skera niður og skila hagnaði sem hægt er að greiða út sem arð, sýnir reynslan að þau velja hið síðara. Það er enda engin glóra í því fyrir fjárfesta að fjárfesta í fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu ef það skilar ekki arði með sambærilegum hætti og aðrar fjárfestingar. En ef arður er greiddur úr slíkum fyrirtækjum fer það fé augljóslega ekki til þjónustu við fólk, heldur út úr heilbrigðisþjónustunni. Þess vegna stefna Svíar nú að því að takmarka möguleika slíkra félaga til að greiða arð úr félaginu og skylda þau til að endurfjárfesta arði í rekstrinum.Förum skynsömu leiðina Í nýrri stefnumörkun sænsku ríkisstjórnarinnar, undir forystu jafnaðarmanna, felst ekki nein óbeit á samningum við einkaaðila. Þvert á móti er talað um mikilvægi þess að félög, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geti áfram komið að slíkum rekstri, því þau hafi oft staðið að merkilegum nýjungum og framþróun. Þá er reynsla af einkarekstri heilsugæslu víða góð. En reynslan af samningum við fyrirtæki sem rekin eru í hagnaðarskyni er ekki góð. Það er af þessari ástæðu sem ég hef sagt að við eigum að hafa opinberan rekstur í forgangi, og koma alfarið í veg fyrir að hægt sé að semja við fyrirtæki í eigu annarra en starfsmanna um heilbrigðisþjónustu. Við eigum ekki að feta þá leið sem Svíar eru nú að snúa af með hraði. Fjárfestar, sem vilja arð af sínu fé, eiga að fjárfesta annars staðar en í heilbrigðisþjónustu og menntamálum.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar